Enski boltinn

PSG vill fá Cole næsta sumar

Carlo Ancelotti, þjálfari PSG í Frakklandi, segir að Ashley Cole, vinstri bakvörður Chelsea, sé sá besti í heiminum í sinni stöðu.

Er fastlega búist við því að Ancelotti reyni að fá Cole í sumar en hann er að klára sinn samning hjá Chelsea.

Cole hefur ekki enn fengist til þess að skrifa undir nýjan samning við Chelsea og er hermt að hann vilji taka þátt í ævintýrinu hjá PSG.

Það skemmir svo líklega ekki fyrir að hann fengi líklega talsverða launahækkun við að fara til Frakklands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×