Enski boltinn

Reina meiddist í upphitun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Pepe Reina, markvörður Liverpool, gæti misst af leik liðsins gegn Reading um helgina þar sem hann meiddist í upphitun fyrir leik Spánverja og Frakka í gær.

Reina sagði í viðtölum við fjölmiðla eftir leik að meiðslin væru ekki alvarleg en að hann myndi fara í frekari rannsóknir þegar hann kæmi aftur til Liverpool.

Hann hefur aðeins misst af fjórum úrvalsdeildarleikjum með Liverpool síðan í maí árið 2007.

Þess má svo geta að David Silva, leikmaður Manchester City, fór snemma meiddur af velli vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×