Enski boltinn

Swansea og Liverpool gerðu markalaust jafntefli

SÁP skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, gerði ekki góða ferð á sinn fyrrverandi heimavöll þegar Liverpool og Swansea gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Leikurinn komst aldrei á flug og fengu liðin ekki ýkja mörg færi en það hættulegasta kom í fyrri hálfleiknum þegar Raheem Sterling, leikmaður Liverpool, skaut í þverslánna.

Liverpool var sterkari aðilinn í leiknum en náði ekki að skapa sér nægilega hættuleg færi til að innbyrða sigur.

Niðurstaðan því 0-0 jafntefli í virkilega bragðdaufum leik. Swansea er í áttunda sæti deildarinnar með 17 stig en Liverpool er í því 11. með 16 stig.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×