Enski boltinn

Southampton bar sigur úr býtum gegn Newcastle

SÁP skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Southampton vann góðan sigur á Newcastle, 2-0, á St Mary's-vellinum í Southampton.

Adam Lallana, leikmaður Southampton, gerði fyrsta mark leiksins eftir rúmlega hálftíma leik þegar  Gastón Ramírez átti fína fyrirgjöf inn í teiginn og Lallana afgreiddi boltann snyrtilega í netið.

Gastón Ramírez skoraði síðan annað mark heimamanna í leiknum eftir klukkutíma leik en markið fékk hann í raun gefins eftir mistök frá markmanni Newcastle Tim Krul.

Niðurstaðan því öruggur sigur heimamanna sem eru í 17. sæti deildarinnar með 11 stig og því gríðarlega mikilvægur sigur hjá þeim í dag. Það hefur ekki gengið sem skildi hjá Newcastle á tímabilinu og eru þeir í 14. sæti með 14 stig.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×