Enski boltinn

Steindautt jafntefli á Brúnni

SÁP skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Chelsea og Manchester City gerðu steindautt 0-0 jafntefli í fyrsta leik Rafa Benitez sem knattspyrnustjóra Chelsea.

Leikurinn hófst nokkuð rólega og liðin voru lengi að finna taktinn. Fátt markvert gerðist í raun í fyrra hálfleiknum nema þegar Sergio Aguero, leikmaður Manchester City, fékk algjört dauðafæri undir lok hálfleiksins þegar hann skallaði boltann beint í hendurnar á Peter Cech, markmanni Chelsea. Staðan var því 0-0 í hálfleik.

Síðari hálfleikurinn var ekki mikið mun betri og alls ekki upp á marga fiska. Liðin voru ennþá í vandræðum með að skapa sér færi og hvorugt liðið náði að skora mark og niðurstaðan því steindautt 0-0 jafntefli.

Manchester City er því eftir leikinn í öðru sæti með 29 stig en Chelsea með 25 stig í því fjórða.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×