Enski boltinn

Fabrice Muamba reynir fyrir sér í dansinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fabrice Muamba.
Fabrice Muamba. Mynd/Nordic Photos/Getty
Fabrice Muamba var dáinn í 78 mínútur eftir að hafa fengið hjartaáfall í bikarleik Bolton Tottenham í mars en var lífgaður við og náði í kjölfarið ótrúlegum bata. Muamba varð hinsvegar að leggja fótboltaskóna á hilluna en áfram stjarna í Bretlandi.

Muamba er 24 ára gamall en hann var útskrifaður af spítalanum 16. apríl mánuði efir að hann hneig niður í miðjum leik með Bolton.

Muamba er þó ekki hættur að hreyfa sig og hélt lengi vel í smá von um að hjartað yrði nógu sterkt svo að hann geti spilað fótbolta á ný. Úr því verður ekki en Muamba vekur alltaf mikla athygli í Bretlandi enda hjartastoppið hans stórfrétt síðasta vor.

Fabrice Muamba hefur nú verið boðið að taka þátt í sérstakri jólaútgáfu af dansþættinum Strictly Come Dancing en þetta kemur fram á BBC. Muamba mun þar reyna að dansa sig inn í hjörtu Breta en þessi brosmikli og vinalegi maður er líklegur til að slá í gegn í þættinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×