Enski boltinn

Lindegaard: Liðið þarf að fá mark á sig til að vakna

SÁP skrifar
Markmaður Manchester United, Anders Lindegaard, segir í viðtölum í Englandi að hann hafi áhyggjur af spilamennsku liðsins og þá sérstaklega að leikmenn liðsins mæti ekki nægilega sannfærandi til leiks og lendi oft á tíðum undir.

Um helgina lenti United undir gegn QPR 1-0 og var það í 13. skipti sem liðið lendir undir á tímabilinu.

„Við eigum að líta á þetta alvarlegum augum og þetta er virkilega slæmur vani hjá liðinu að lenda svona oft undir."

„Það er eins og liðið vakni loksins þegar við fáum á okkur mark, það er spurning hvað hefði gerst ef mark andstæðingsins hefði ekki komið? Þetta verðum við að skoða og lagfæra, það gengur ekki að þurfa fá á sig mark til að mæta til leiks."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×