Útilokað að flugvöllurinn fari án samþykkis ríkisins Kristján Már Unnarsson skrifar 10. júlí 2012 20:15 Innanríkisráðherra segir útilokað að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýri án samþykkis ríkisins, enda eigi ríkið landið að mestu. Það sé því óráð hjá borgarstjórn að skipuleggja þar íbúðahverfi, - auk þess vilji yfirgnæfandi meirihluti borgarbúa halda flugvellinum. Borgarstjórn Reykjavíkur boðar nú þéttingu byggðar með fjórtán þúsund nýjum íbúðum á næstu 18 árum, þar af á helmingurinn, eða um sjö þúsund íbúðir, að rísa í Vatnsmýri. Ögmundur Jónasson, ráðherra flugmála, telur að borgin geti ekki án samþykkis ríkisins knúið það fram að flugvöllurinn fari. „Það finnst mér alveg útilokað að borgin geti gert," segir Ögmundur og vísar til þess að stór hluti flugvallarsvæðisins sé í eigu ríkisins. „Og það verður ekkert gert með þetta eignarland ríkisins án samráðs við ríkið. Það liggur í augum uppi," segir Ögmundur í viðtali í fréttum Stöðvar 2. En það er ekki aðeins eignarhald á landinu sem kemur í veg fyrir að borgarstjórn Reykjavíkur hafi fulla stjórn á málinu. Það gerir einnig fyrirvari sem umhverfisráðherra gerði fyrir tíu árum við aðalskipulag Reykjavíkur. Vegna fyrirvarans fær sá hluti aðalskipulagsins sem lýtur að Vatnsmýri ekki gildi fyrr en niðurstaða er fengin um flugstarfsemina. „Flugvöllurinn, hann er ekkert á leiðinni burt. Það er alveg ljóst að það gerist ekki á allra næstu árum og ef minn vilji næði fram að ganga þá yrði hann hér til frambúðar," segir Ögmundur. Ráðherrann segir að bærileg sátt sé meðal landsmanna um flugvöllinn, einnig meðal borgarbúa, og bendir á nýlegar skoðanakannanir, en fyrir hálfu ári kom fram að 88 prósent íbúa landsbyggðar og 82 prósent borgarbúa vilja völlinn áfram í Vatnsmýri. „Yfirgnæfandi meirihluti borgarbúa vill halda flugvellinum þar sem hann er. Og er ekki rétt að hlusta á rödd þjóðarinnar og rödd borgarbúa? Og kannski rödd skynseminnar líka." En hvað finnst ráðherranum um að borgin skipuleggi nú flugvallarsvæðið undir annað? „Hún náttúrlega tekur ákvörðun um það sjálf. En sjálfum finnst mér það vera óráð. Þar er ég nú bara að tala sem Reykvíkingur líka," svarar Ögmundur. Tengdar fréttir 25.000 nýir borgarbúar vestan Elliðaáa Aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að borgarbúum fjölgi um að minnsta kosti 25.000 á næstu 18 árum. Reisa á 14.500 íbúðir fyrir árið 2030 til að mæta þeirri fjölgun. Unnið verður að því að þétta byggð og verða þær því allar vestan Elliðaáa. 9. júlí 2012 02:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Innanríkisráðherra segir útilokað að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýri án samþykkis ríkisins, enda eigi ríkið landið að mestu. Það sé því óráð hjá borgarstjórn að skipuleggja þar íbúðahverfi, - auk þess vilji yfirgnæfandi meirihluti borgarbúa halda flugvellinum. Borgarstjórn Reykjavíkur boðar nú þéttingu byggðar með fjórtán þúsund nýjum íbúðum á næstu 18 árum, þar af á helmingurinn, eða um sjö þúsund íbúðir, að rísa í Vatnsmýri. Ögmundur Jónasson, ráðherra flugmála, telur að borgin geti ekki án samþykkis ríkisins knúið það fram að flugvöllurinn fari. „Það finnst mér alveg útilokað að borgin geti gert," segir Ögmundur og vísar til þess að stór hluti flugvallarsvæðisins sé í eigu ríkisins. „Og það verður ekkert gert með þetta eignarland ríkisins án samráðs við ríkið. Það liggur í augum uppi," segir Ögmundur í viðtali í fréttum Stöðvar 2. En það er ekki aðeins eignarhald á landinu sem kemur í veg fyrir að borgarstjórn Reykjavíkur hafi fulla stjórn á málinu. Það gerir einnig fyrirvari sem umhverfisráðherra gerði fyrir tíu árum við aðalskipulag Reykjavíkur. Vegna fyrirvarans fær sá hluti aðalskipulagsins sem lýtur að Vatnsmýri ekki gildi fyrr en niðurstaða er fengin um flugstarfsemina. „Flugvöllurinn, hann er ekkert á leiðinni burt. Það er alveg ljóst að það gerist ekki á allra næstu árum og ef minn vilji næði fram að ganga þá yrði hann hér til frambúðar," segir Ögmundur. Ráðherrann segir að bærileg sátt sé meðal landsmanna um flugvöllinn, einnig meðal borgarbúa, og bendir á nýlegar skoðanakannanir, en fyrir hálfu ári kom fram að 88 prósent íbúa landsbyggðar og 82 prósent borgarbúa vilja völlinn áfram í Vatnsmýri. „Yfirgnæfandi meirihluti borgarbúa vill halda flugvellinum þar sem hann er. Og er ekki rétt að hlusta á rödd þjóðarinnar og rödd borgarbúa? Og kannski rödd skynseminnar líka." En hvað finnst ráðherranum um að borgin skipuleggi nú flugvallarsvæðið undir annað? „Hún náttúrlega tekur ákvörðun um það sjálf. En sjálfum finnst mér það vera óráð. Þar er ég nú bara að tala sem Reykvíkingur líka," svarar Ögmundur.
Tengdar fréttir 25.000 nýir borgarbúar vestan Elliðaáa Aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að borgarbúum fjölgi um að minnsta kosti 25.000 á næstu 18 árum. Reisa á 14.500 íbúðir fyrir árið 2030 til að mæta þeirri fjölgun. Unnið verður að því að þétta byggð og verða þær því allar vestan Elliðaáa. 9. júlí 2012 02:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
25.000 nýir borgarbúar vestan Elliðaáa Aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að borgarbúum fjölgi um að minnsta kosti 25.000 á næstu 18 árum. Reisa á 14.500 íbúðir fyrir árið 2030 til að mæta þeirri fjölgun. Unnið verður að því að þétta byggð og verða þær því allar vestan Elliðaáa. 9. júlí 2012 02:00