25.000 nýir borgarbúar vestan Elliðaáa Hjálmar Sveinsson skrifar 9. júlí 2012 02:00 Aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að borgarbúum fjölgi um að minnsta kosti 25.000 á næstu 18 árum. Reisa á 14.500 íbúðir fyrir árið 2030 til að mæta þeirri fjölgun. Unnið verður að því að þétta byggð og verða þær því allar vestan Elliðaáa. Í bæklingi um aðalskipulagsvinnuna, en nú stendur yfir endurskoðun á því, segir að miðað sé við að allt að 90% nýrra íbúða rísi innan núverandi þéttbýlismarka. Stærstu uppbyggingarsvæðin eru í Vatnsmýri við Mýrargötu og í Elliðaárvogi. Þá verður byggð þétt á öðrum vannýttum svæðum. „Skipulag bygginga, gatna og opinna svæða verður samtvinnað á heildrænan hátt með borgarmiðað gatnakerfi að leiðarljósi. Íbúðir, skrifstofur, verslun og þjónustu verður að finna innan sömu götureita. Byggðin verður almennt 3-5 hæðir og íbúðarþéttleiki um 60 íbúðir/ha,“ segir í bæklingnum. Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsráðs, segir mörg rök liggja fyrir því að stöðva útþenslu borgarinnar og byggja inn á við. Götur Reykjavíkurborgar séu yfir 1.000 kílómetrar að lengd og reksturinn dýr eftir því. „Allar kannanir á markaði segja okkur að straumurinn liggi inn í borgina. Við sem borgaryfirvöld hljótum að svara því.“ Hjálmar segir að nú þegar sé hafin uppbygging í Vatnsmýri sem falli vel að áherslum aðalskipulagsins. „Þar vísa ég til 280 stúdentaíbúða sem byrjað er að byggja í Vatnsmýrinni. Þá er Búseti búinn að kynna fyrirætlanir um reit við Einholt og Þverholt, en þær ganga út á allt að 250 íbúðir. Þá má búast við að fljótlega gerist eitthvað á Hampiðjureitnum og vonandi kynnum við í borgarráði nýtt rammaskipulag fyrir Hafnarsvæðið frá Sjóminjasafni að Hörpu í þessari viku. Á Mýrargötusvæðinu geta risið 250 íbúðir.“ Stýrihópur skipaður fulltrúum allra flokka hefur unnið að aðalskipulagsvinnunni og hefur hún verið kynnt á hverfisfundum. Þá vinnur skipulagssvið að frekari útfærslu. Vonast er til að ráðherra staðfesti skipulagið fyrir vorið. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að borgarbúum fjölgi um að minnsta kosti 25.000 á næstu 18 árum. Reisa á 14.500 íbúðir fyrir árið 2030 til að mæta þeirri fjölgun. Unnið verður að því að þétta byggð og verða þær því allar vestan Elliðaáa. Í bæklingi um aðalskipulagsvinnuna, en nú stendur yfir endurskoðun á því, segir að miðað sé við að allt að 90% nýrra íbúða rísi innan núverandi þéttbýlismarka. Stærstu uppbyggingarsvæðin eru í Vatnsmýri við Mýrargötu og í Elliðaárvogi. Þá verður byggð þétt á öðrum vannýttum svæðum. „Skipulag bygginga, gatna og opinna svæða verður samtvinnað á heildrænan hátt með borgarmiðað gatnakerfi að leiðarljósi. Íbúðir, skrifstofur, verslun og þjónustu verður að finna innan sömu götureita. Byggðin verður almennt 3-5 hæðir og íbúðarþéttleiki um 60 íbúðir/ha,“ segir í bæklingnum. Hjálmar Sveinsson, varaformaður skipulagsráðs, segir mörg rök liggja fyrir því að stöðva útþenslu borgarinnar og byggja inn á við. Götur Reykjavíkurborgar séu yfir 1.000 kílómetrar að lengd og reksturinn dýr eftir því. „Allar kannanir á markaði segja okkur að straumurinn liggi inn í borgina. Við sem borgaryfirvöld hljótum að svara því.“ Hjálmar segir að nú þegar sé hafin uppbygging í Vatnsmýri sem falli vel að áherslum aðalskipulagsins. „Þar vísa ég til 280 stúdentaíbúða sem byrjað er að byggja í Vatnsmýrinni. Þá er Búseti búinn að kynna fyrirætlanir um reit við Einholt og Þverholt, en þær ganga út á allt að 250 íbúðir. Þá má búast við að fljótlega gerist eitthvað á Hampiðjureitnum og vonandi kynnum við í borgarráði nýtt rammaskipulag fyrir Hafnarsvæðið frá Sjóminjasafni að Hörpu í þessari viku. Á Mýrargötusvæðinu geta risið 250 íbúðir.“ Stýrihópur skipaður fulltrúum allra flokka hefur unnið að aðalskipulagsvinnunni og hefur hún verið kynnt á hverfisfundum. Þá vinnur skipulagssvið að frekari útfærslu. Vonast er til að ráðherra staðfesti skipulagið fyrir vorið. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira