Innlent

Vodafone hækkaði á fyrsta degi

Skráning Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, og Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone, við upphaf viðskipta í gærmorgun. fréttablaðið/gva
Skráning Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, og Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone, við upphaf viðskipta í gærmorgun. fréttablaðið/gva
Hlutabréf í Vodafone voru tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands í gærmorgun. Skráningargengi bréfanna var 31,5 krónur á hlut en í lok dags hafði gengið hækkað í 32,2 krónur á hlut í 162 milljóna króna viðskiptum. Alls hækkaði gengi bréfanna því um 2,2 prósent á fyrsta degi viðskipta. Miðað við gengið í lok dags í gær er markaðsvirði Vodafone um 10,8 milljarðar króna.Vodafone hefur undanfarin misseri verið að mestu í eigu Framtakssjóðs Íslands (FSÍ). Sjóðurinn seldi sextíu prósenta hlut í félaginu í útboði í byrjun desembermánaðar. FSÍ er enn stærsti einstaki eigandi Vodafone með 19,7 prósenta hlut. Lífeyrissjóður verslunarmanna kemur þar á eftir með 12,3 prósent og Ursus ehf., félag í eigu Heiðars Más Guðjónssonar, er þriðji stærsti eigandinn með 4,7 prósenta hlut.Í tilkynningu til Kauphallar er haft eftir Ómari Svavarssyni, forstjóra Vodafone, að með skráningu félagsins hafi ný atvinnugrein bæst við á hlutabréfamarkaðinn. „Skráningarferlið hefur á undanförnum mánuðum verið bæði krefjandi og gagnlegt. Við höfum velt við hverjum steini í rekstrinum og hlökkum til verunnar á hlutabréfamarkaðnum."- þsj

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.