38 toppleikmenn eiga rætur í Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2012 07:00 Barcelona-menn fagna hér einu af fjölmörgum mörkum sínum í vetur. Mynd/NordicPhotos/Getty Það kemur kannski fáum á óvart en ný svissnesk rannsókn sýnir fram á það að Barcelona er í nokkrum sérflokki þegar kemur að því að framleiða leikmenn fyrir fimm bestu deildirnar í Evrópu. Unglingaakademía félagsins fær enn eitt hrósið í nýrri alþjóðlegri rannsókn. Svissneska CIES-félagið, sem leggur stund á margs konar knattspyrnurannsóknir, ákvað að kanna uppruna leikmanna í fimm bestu deildum Evrópu. Þetta eru enska úrvalsdeildin, spænska úrvalsdeildin, ítalska A-deildin, þýska bundesligan og franska 1. deildin. Lið telst hafa framleitt fótboltamann ef hann hefur verið hjá félaginu frá 15 ára til 21 árs. Í sumum tilfellum hafa tvö félög komið að því að ala upp fótboltamenn ef hann hefur verið hjá tveimur félögum á þessum árum. Alls var uppruninn kannaður hjá 2.286 leikmönnum í þessum fimm deildum sem innihalda alls 98 félög. Eitt félag átti heiðurinn af 2.170 leikmönnum en hjá 116 leikmönnum átti tvö félög heiðurinn að því að gera leikmanninn að toppfótboltamanni. Alls eiga 805 félög uppalinn leikmann í fimm bestu deildum Evrópu. Barcelona hefur náð því á þessu tímabili að stilla upp ellefu manna liði af uppöldum Barcelona-leikmönnum og alls eru fjórtán leikmenn úr akademíu félagsins að spila með aðalliði félagsins. Þar á meðal eru snillingar eins og Lionel Messi, Xavi og Andrés Iniesta en félagið á einnig fullt af mönnum annars staðar. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að alls eiga 38 leikmenn í fimm bestu deildum Evrópu rætur í Katalóníu. Barcelona á eitt heiðurinn af 36 mönnum en tveir eyddu líka nokkrum árum hjá öðru félagi. Meðal Barcelona-manna í öðrum félögum eru Oriol Remeu hjá Chelsea, Pepe Reina hjá Liverpool og Mikel Arteta hjá Arsenal. Barcelona hefur framleitt sjö fleirum leikmenn en næsta félag, sem er Lyon í Frakkklandi. Real Madrid er síðan í þriðja sætinu með 29 leikmenn. Manchester United er efst af liðunum í ensku úrvalsdeildinni (4.-5. sæti) en alls eru 24 leikmenn frá United að spila í fimm bestu deildum Evrópu í dag. Arsenal á 20 leikmenn í bestu deildunum og bæði Aston Villa og Tottenham eiga 15 leikmenn. Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Sjá meira
Það kemur kannski fáum á óvart en ný svissnesk rannsókn sýnir fram á það að Barcelona er í nokkrum sérflokki þegar kemur að því að framleiða leikmenn fyrir fimm bestu deildirnar í Evrópu. Unglingaakademía félagsins fær enn eitt hrósið í nýrri alþjóðlegri rannsókn. Svissneska CIES-félagið, sem leggur stund á margs konar knattspyrnurannsóknir, ákvað að kanna uppruna leikmanna í fimm bestu deildum Evrópu. Þetta eru enska úrvalsdeildin, spænska úrvalsdeildin, ítalska A-deildin, þýska bundesligan og franska 1. deildin. Lið telst hafa framleitt fótboltamann ef hann hefur verið hjá félaginu frá 15 ára til 21 árs. Í sumum tilfellum hafa tvö félög komið að því að ala upp fótboltamenn ef hann hefur verið hjá tveimur félögum á þessum árum. Alls var uppruninn kannaður hjá 2.286 leikmönnum í þessum fimm deildum sem innihalda alls 98 félög. Eitt félag átti heiðurinn af 2.170 leikmönnum en hjá 116 leikmönnum átti tvö félög heiðurinn að því að gera leikmanninn að toppfótboltamanni. Alls eiga 805 félög uppalinn leikmann í fimm bestu deildum Evrópu. Barcelona hefur náð því á þessu tímabili að stilla upp ellefu manna liði af uppöldum Barcelona-leikmönnum og alls eru fjórtán leikmenn úr akademíu félagsins að spila með aðalliði félagsins. Þar á meðal eru snillingar eins og Lionel Messi, Xavi og Andrés Iniesta en félagið á einnig fullt af mönnum annars staðar. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að alls eiga 38 leikmenn í fimm bestu deildum Evrópu rætur í Katalóníu. Barcelona á eitt heiðurinn af 36 mönnum en tveir eyddu líka nokkrum árum hjá öðru félagi. Meðal Barcelona-manna í öðrum félögum eru Oriol Remeu hjá Chelsea, Pepe Reina hjá Liverpool og Mikel Arteta hjá Arsenal. Barcelona hefur framleitt sjö fleirum leikmenn en næsta félag, sem er Lyon í Frakkklandi. Real Madrid er síðan í þriðja sætinu með 29 leikmenn. Manchester United er efst af liðunum í ensku úrvalsdeildinni (4.-5. sæti) en alls eru 24 leikmenn frá United að spila í fimm bestu deildum Evrópu í dag. Arsenal á 20 leikmenn í bestu deildunum og bæði Aston Villa og Tottenham eiga 15 leikmenn.
Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Sjá meira