Leið strax eins og ég væri heima hjá mér Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. desember 2012 08:15 Jón Daði heldur út á fimmtudaginn að skrifa undir samning við Viking. fréttablaðið/daníel Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson verður næsti atvinnumaður Íslands í knattspyrnu. Þessi efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar karla síðasta sumar er búinn að semja við norska úrvalsdeildarfélagið Viking til þriggja ára. „Ég er búinn að samþykkja samninginn og fer svo út til Noregs á fimmtudaginn í læknisskoðun. Ég skrifa svo undir samning í kjölfarið," sagði Jón Daði kátur er Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Jón Daði fór til reynslu til Viking og fleiri félaga eftir að tímabilinu lauk hér heima og þessi tvítugi strákur var mjög hrifinn af því sem hann sá hjá félaginu. „Það eru frábærar aðstæður þarna og virkilega flottur klúbbur. Mér leið eiginlega strax eins og ég væri heima hjá mér þarna. Þetta er líka fullkominn staður til þess að hefja atvinnumannaferilinn. Ég hef alltaf stefnt að því að komast út í atvinnumennsku og nú er draumurinn að verða að veruleika," sagði Jón Daði en hann hittir fyrir landsliðsmanninn Indriða Sigurðsson hjá Viking. „Það er flott að hafa Indriða þarna. Hann er algjör fagmaður. Það er gott að hafa Íslending á svæðinu og hann á örugglega eftir að hjálpa mér mikið. Hann gerði það er ég fór út um daginn." Jón Daði er klár á því að hann sé að velja rétta félagið og að hann muni fá að spila mikið hjá nýja félaginu. „Þeir eru mjög ánægðir með mig og hafa mikla trú á mér. Þjálfarinn segist vera spenntur fyrir mér. Þetta verður aldrei auðvelt en ég hugsa að þetta muni ganga vel. Ég er til í að leggja mikið á mig." Eins og áður segir höfðu fleiri félög samband og Jón Daði fékk til að mynda tilboð frá Start sem þeir Matthías Vilhjálmsson og Guðmundur Kristjánsson leika með. „Start bauð mér samning sem ég hafnaði. Það var svo áhugi frá fleiri félögum en ég var ekki kominn með nein tilboð frá þeim. Það var líka þannig að ég þegar ég kom til Viking hugsaði ég frá fyrsta degi að þarna vildi ég vera. Ég er því eðlilega mjög ánægður með að hafa komist að þar. Þetta er stökk en ég tel mig vera tilbúinn í slaginn. Vonandi hef ég rétt fyrir mér." Þó svo Jón Daði komi frá litlum stað eins og Selfossi segir hann að það sé ýmislegt sameiginlegt með heimabænum og nýja staðnum. „Þetta er auðvitað miklu stærri bær en það er allt mjög þétt og allir þekkjast vel þarna. Það er því örugglega svipuð stemning þarna og á Selfossi. Ég kann því vel." Jón Daði fer ekki einn út því kærastan hans fer með honum. Leikmaðurinn er mjög ánægður með það. „Hún mun elda ofan í mig. Ég er hræðilegur kokkur og það er því gott að hún kemur með," sagði Jón Daði léttur og hló við. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson verður næsti atvinnumaður Íslands í knattspyrnu. Þessi efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar karla síðasta sumar er búinn að semja við norska úrvalsdeildarfélagið Viking til þriggja ára. „Ég er búinn að samþykkja samninginn og fer svo út til Noregs á fimmtudaginn í læknisskoðun. Ég skrifa svo undir samning í kjölfarið," sagði Jón Daði kátur er Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Jón Daði fór til reynslu til Viking og fleiri félaga eftir að tímabilinu lauk hér heima og þessi tvítugi strákur var mjög hrifinn af því sem hann sá hjá félaginu. „Það eru frábærar aðstæður þarna og virkilega flottur klúbbur. Mér leið eiginlega strax eins og ég væri heima hjá mér þarna. Þetta er líka fullkominn staður til þess að hefja atvinnumannaferilinn. Ég hef alltaf stefnt að því að komast út í atvinnumennsku og nú er draumurinn að verða að veruleika," sagði Jón Daði en hann hittir fyrir landsliðsmanninn Indriða Sigurðsson hjá Viking. „Það er flott að hafa Indriða þarna. Hann er algjör fagmaður. Það er gott að hafa Íslending á svæðinu og hann á örugglega eftir að hjálpa mér mikið. Hann gerði það er ég fór út um daginn." Jón Daði er klár á því að hann sé að velja rétta félagið og að hann muni fá að spila mikið hjá nýja félaginu. „Þeir eru mjög ánægðir með mig og hafa mikla trú á mér. Þjálfarinn segist vera spenntur fyrir mér. Þetta verður aldrei auðvelt en ég hugsa að þetta muni ganga vel. Ég er til í að leggja mikið á mig." Eins og áður segir höfðu fleiri félög samband og Jón Daði fékk til að mynda tilboð frá Start sem þeir Matthías Vilhjálmsson og Guðmundur Kristjánsson leika með. „Start bauð mér samning sem ég hafnaði. Það var svo áhugi frá fleiri félögum en ég var ekki kominn með nein tilboð frá þeim. Það var líka þannig að ég þegar ég kom til Viking hugsaði ég frá fyrsta degi að þarna vildi ég vera. Ég er því eðlilega mjög ánægður með að hafa komist að þar. Þetta er stökk en ég tel mig vera tilbúinn í slaginn. Vonandi hef ég rétt fyrir mér." Þó svo Jón Daði komi frá litlum stað eins og Selfossi segir hann að það sé ýmislegt sameiginlegt með heimabænum og nýja staðnum. „Þetta er auðvitað miklu stærri bær en það er allt mjög þétt og allir þekkjast vel þarna. Það er því örugglega svipuð stemning þarna og á Selfossi. Ég kann því vel." Jón Daði fer ekki einn út því kærastan hans fer með honum. Leikmaðurinn er mjög ánægður með það. „Hún mun elda ofan í mig. Ég er hræðilegur kokkur og það er því gott að hún kemur með," sagði Jón Daði léttur og hló við.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira