Erlent

Stakk systur sína 100 sinnum

ÞEB skrifar
Réttarhöld hófust í gær í Lundi í Svíþjóð yfir sautján ára gömlum dreng sem er ákærður fyrir að myrða nítján ára gamla systur sína.

Stúlkan var stungin meira en hundrað sinnum með tveimur hnífum og skærum. Drengurinn hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu. Hann var handtekinn fyrir utan heimili systur sinnar, en hann hringdi í neyðarlínu eftir atburðinn. Hann var þá alblóðugur og með skurði á höndum. Þá fundust fingraför hans á einum hnífnum.

Stúlkan hafði áður verið neydd til að giftast til heimalands þeirra, Íraks, en tókst að komast aftur til Svíþjóðar. Morðið var rannsakað sem heiðursmorð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×