Enski boltinn

Stórleikir í enska boltanum í kvöld

Það er risakvöld fram undan í enska boltanum en þá fara fram einir átta leikir. Stórleikur kvöldsins er viðureign Tottenham og Liverpool og spurning hvort Gylfi Þór Sigurðsson fái tækifæri með Spurs í kvöld en hann hefur mátt sætta sig við ansi mikla bekkjarsetu upp á síðkastið.

Gylfi gat valið um að fara til Tottenham eða Liverpool í sumar og valdi Spurs. Því hafa stuðningsmenn Liverpool ekki gleymt.

Tottenham er í sjöunda sæti deildarinnar með 20 stig en Liverpool er í því ellefta með 16 stig.

Topplið deildarinnar, Man. Utd, fær West Ham í heimsókn en Lundúnaliðið hefur komið skemmtilega á óvart í vetur og er í áttunda sæti.

Rafa Benitez, stjóri Chelsea, þarf svo að sætta sig við meira baul frá stuðningsmönnum félagsins á heimavelli er liðið fær nágranna sína í Fulham í heimsókn.

Sex leikir hefjast klukkan 19.45 en leikir Manchester-liðanna hefjast báðir klukkan 20.00.

Leikir kvöldsins:

Southampton – Norwich

Stoke – Newcastle

Swansea – WBA

Tottenham – Liverpool

Chelsea – Fulham

Everton – Arsenal

Man. Utd – West Ham

Wigan – Man. City




Fleiri fréttir

Sjá meira


×