Þrjú börn ættleidd til einhleypra á árinu ÞEB skrifar 1. nóvember 2012 08:00 Mynd úr safni. Tvær íslenskar, einhleypar konur hafa ættleitt börn erlendis frá á þessu ári. Sú þriðja fær sitt barn í hendurnar innan skamms. Þetta eru fyrstu ættleiðingar einhleypra hingað til lands frá árinu 2007, en ættleiðingarnar stöðvuðust þá vegna breytinga á reglum í Kína. „Ég fékk Árna í fangið 24. janúar og það var dásamleg stund. Hann var spurður hvort hann vissi hver þetta væri og hann sagði á tékknesku „þetta er mamma mín"." Þetta segir Ásta Bjarney Elíasdóttir, sem ættleiddi soninn Árna Zdenék frá Tékklandi í byrjun ársins. Ásta Bjarney varð fyrsta einhleypa manneskjan til að ættleiða barn erlendis frá í fimm ár. Önnur einhleyp kona hefur síðan ættleitt barn frá Tógó. Þriðja konan á von á sínu barni innan skamms. Eftir að reglur breyttust í Kína í ársbyrjun 2007 var talið að Íslensk ættleiðing gæti ekki sent umsóknir frá einhleypum til nokkurs lands. Því ákvað félagið að setja umsóknir einhleypra á hliðarlista, og á þeim fjórum árum sem þeir voru í notkun söfnuðust um þrjátíu einhleypir einstaklingar á listann, sem vildu ættleiða barn en gátu ekki hafið ferlið. Eftir að málin voru skoðuð nánar var ákveðið að leggja hliðarlistann niður og hefja ættleiðingar einhleypra á nýjan leik. Nú taka öll löndin sem félagið starfar með við umsóknum frá einhleypum með mismunandi skilyrðum. „Mér finnst þetta bara alveg rosalega ánægjulegt ferli allt saman. […] Hann var alltaf ofsalega ákveðinn í því að ég væri mamma hans og hann var greinilega búinn að bíða eftir mér." Útlit er fyrir að átján börn verði ættleidd hingað til lands á þessu ári, einu færra en í fyrra. Á öllum hinum Norðurlöndunum hefur ættleiðingum fækkað mikið milli ára, til að mynda fækkaði þeim um rúm 60 prósent í Noregi. Ísland er eina ríkið á Norðurlöndunum þar sem ættleiðingar standa í stað, þótt þær séu talsvert færri en mest hefur verið. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Sjá meira
Tvær íslenskar, einhleypar konur hafa ættleitt börn erlendis frá á þessu ári. Sú þriðja fær sitt barn í hendurnar innan skamms. Þetta eru fyrstu ættleiðingar einhleypra hingað til lands frá árinu 2007, en ættleiðingarnar stöðvuðust þá vegna breytinga á reglum í Kína. „Ég fékk Árna í fangið 24. janúar og það var dásamleg stund. Hann var spurður hvort hann vissi hver þetta væri og hann sagði á tékknesku „þetta er mamma mín"." Þetta segir Ásta Bjarney Elíasdóttir, sem ættleiddi soninn Árna Zdenék frá Tékklandi í byrjun ársins. Ásta Bjarney varð fyrsta einhleypa manneskjan til að ættleiða barn erlendis frá í fimm ár. Önnur einhleyp kona hefur síðan ættleitt barn frá Tógó. Þriðja konan á von á sínu barni innan skamms. Eftir að reglur breyttust í Kína í ársbyrjun 2007 var talið að Íslensk ættleiðing gæti ekki sent umsóknir frá einhleypum til nokkurs lands. Því ákvað félagið að setja umsóknir einhleypra á hliðarlista, og á þeim fjórum árum sem þeir voru í notkun söfnuðust um þrjátíu einhleypir einstaklingar á listann, sem vildu ættleiða barn en gátu ekki hafið ferlið. Eftir að málin voru skoðuð nánar var ákveðið að leggja hliðarlistann niður og hefja ættleiðingar einhleypra á nýjan leik. Nú taka öll löndin sem félagið starfar með við umsóknum frá einhleypum með mismunandi skilyrðum. „Mér finnst þetta bara alveg rosalega ánægjulegt ferli allt saman. […] Hann var alltaf ofsalega ákveðinn í því að ég væri mamma hans og hann var greinilega búinn að bíða eftir mér." Útlit er fyrir að átján börn verði ættleidd hingað til lands á þessu ári, einu færra en í fyrra. Á öllum hinum Norðurlöndunum hefur ættleiðingum fækkað mikið milli ára, til að mynda fækkaði þeim um rúm 60 prósent í Noregi. Ísland er eina ríkið á Norðurlöndunum þar sem ættleiðingar standa í stað, þótt þær séu talsvert færri en mest hefur verið.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Sjá meira