Erlent

Madonna biður fyrir Pussy Riot

Klæddist að sið Pussy Riot og bar nafn hljómsveitarinnar á baki sér.
Klæddist að sið Pussy Riot og bar nafn hljómsveitarinnar á baki sér.

Bandaríski tónlistarmaðurinn Madonna kveðst biðja fyrir því að stúlkurnar þrjár í rússnesku pönkhljómsveitinni Pussy Riot verði látnar lausar. Þetta kom fram á tónleikum hennar í Moskvu í fyrrakvöld.

Madonna sagði margar hliðar vera á hverju máli og að hún vildi hvorki sýna kirkjunni né yfirvöldum óvirðingu. Sér fyndist hins vegar að stúlkurnar þrjár – Masha, Katya og Nadya – hefðu sýnt hugrekki.

„Ég held að allir hér, ef þið erum komin hingað sem aðdáendur mínir, telji að þær eigi rétt á að vera frjálsar,“ sagði söngkonan sem stutta stund klæddist skíðagrímu – vörumerki Pussy Riot – á sviðinu og hafði nafn hljómsveitarinnar letrað á bert bak sitt.

Meðlimir Pussy Riot eru nú í haldi og svara til saka fyrir óvirðingu við rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna eftir tónlistarflutning í einni af kirkjum hennar. Myndband er til af uppákomunni þar sem hljómsveitin biður Maríu mey að losa Rússland við Pútín, þáverandi forsætisráðherra og núverandi forseta landsins. Pútin hefur sjálfur beðið stúlkunum vægðar.- gar



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×