Innlent

Lést í slysi á sunnudag

Ökumaður sem lést í slysi nærri Steingrímsfjarðarheiði á sunnudagskvöld hér Halldór Jónsson. Halldór var fæddur 8. febrúar 1932 á Ísafirði, en starfaði sem ökukennari í Reykjavík. Hann lætur eftir sig eiginkonu. Hann eignaðist fimm börn, en eitt þeirra er látið.

Líðan kanadísks pars sem var farþegar í bíl Halldórs var að sögn vakthafandi læknis á gjörgæslu óbreytt í gærkvöldi. Karlmaðurinn var enn í lífshættu og var haldið sofandi og í öndunarvél, en konan er ekki lengur í lífshættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×