Enski boltinn

Mancini á eftir Vidal

Þó svo leikmannamarkaðurinn sé lokaður er Man. City alltaf að leita að leikmönnum og vinna í málunum. Í dag er greint frá því að Roberto Mancini, stjóri City, sé búinn að tala við forráðamenn Juventus um miðjumanninn Arturo Vidal.

Mancini er mikill aðdáandi leikmannsins frá Síle og sér fyrir sér að hann geti komið í stað Daniele de Rossi sem Mancini ætlaði að kaupa.

Mancini er þó ekki einn um að hafa áhuga á leikmanninum því hann er einnig undir smásjá Real Madrid.

Leikmaðurinn er 25 ára gamall og kom til Juve frá Bayer Leverkusen í Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×