Selfoss og Keflavík munu falla Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. maí 2012 07:00 Guðjón Þórðarson er mættur aftur til starfa í efstu deild og það gleður marga knattspyrnuáhugamenn.fréttablaðið/daníel Fréttablaðið hefur í dag upphitun sína fyrir Pepsi-deild karla sem hefst á sunnudag. Að þessu sinni munum við líta á liðin sem við spáum að muni berjast í neðri hlutanum. Fréttablaðið hefur fengið hinn reynda og sigursæla þjálfara, Willum Þór Þórsson, til þess rýna í liðin í Pepsi-deildinni í ár. 12. sæti: SelfossFréttablaðið spáir því að Selfoss muni fara rakleitt niður aftur. Liðið er betur mannað nú en það var síðast er liðið kom upp. Liðið mætir einnig til leiks með reynslumikinn þjálfara að þessu sinni. Þó svo Selfyssingar hafi lært af reynslunni er liðið enn mikið spurningamerki. „Mín tilfinning er sú að Logi Ólafsson þjálfari sé enn að raða saman liðinu. Mér sýnist hann samt vera kominn með nægan efnivið til að setja saman lið sem gæti látið að sér kveða," segir Willum Þór. „Þeir lærðu mikið af síðustu ferð upp í efstu deild eins og sést á leikmannakaupum. Þetta lið gæti blásið á allar hrakspár og Logi er refur. Ef hann nær að raða saman réttu liði þá er aldrei að vita hvað Selfoss gerir í sumar." 11. sæti: KeflavíkFréttablaðið spáir Keflavík líka falli. Liðið hefur misst reynslumikinn þjálfara í Willum og í hans stað er kominn Zoran Ljubicic sem er óreyndur. „Ég er ekki sammála ykkur í því að Keflavík falli. Ég held að þeir muni spjara sig vel í sumar. Hryggjarstykkið í liðinu er reynt og öflugt, Ómar markvörður, Haraldur í vörninni og svo Guðmundur Steinars. Miðjan er samt spurningamerki en ég hef trú á Arnóri Ingva, Einari Orra og Frans Elvarssyni," segir Willum um sína gömlu lærisveina en honum líst einnig vel á miðvörðinn sem kemur frá Balkanskaganum. „Vissulega er hópurinn þunnur og það má auðvitað minnast á þjálfarann sem er reynslulaus en þekkir fótbolta. Hann er samt með góðan mann með sér sem mun vega upp reynsluleysið. Þeir verða fínir saman." 10. sæti: FylkirFylkismenn mæta til leiks með nýjan þjálfara, Ásmund Arnarsson, sem hefur sýnt að hann er klókur. Það eru búin að vera mikil meiðsli á Fylkisliðinu og óreyndir menn munu fá stór hlutverk. Einnig er liðið í vandræðum með markaskorara og þarf að stóla á Jóhann Þórhallsson í upphafi móts en hann hefur lítið skorað síðustu ár. „Það þarf eitthvað mikið að gerast ef liðið á ekki að fara lóðrétt niður að mínu mati. Það eru miklar breytingar á hópnum og vantar reynslu. Af því sem ég hef séð á Fylkir lengst í land," segir Willum. „Það mun mæða mikið á Kristjáni Valdimars, Ásgeiri Berki og Ingimundi Níels. Ég hef líka áhyggjur af því hver eigi að skora í upphafi móts en byrjun mótsins skiptir gríðarlegu máli. Ási hefur sýnt að hann er flottur þjálfari en það verður ný pressa á honum núna. Það á eftir að koma í ljós hvernig hann höndlar hana." 9. sæti: GrindavíkGrindavík mætir til leiks með Guðjón Þórðarson í brúnni en þunnan hóp. Liðið er nokkuð spurningamerki. „Mér líst betur á Grindavík með Guðjón. Mér fannst Grindavík vera slakasta liðið í deildinni í fyrra. Það var laskað og lítið í gangi. Leikmenn eins og þeir væru varla að leggja sig fram nema rétt í restina. Þetta var eins og blanda af áhugaleysi og kæruleysi," segir Willum og bætir við að Guðjón sé maðurinn sem félagið þarf á að halda. „Það þarf slíkan foringja til að rífa félag upp. Ég tel að Grindvíkingar hafi gert rétt með því að ráða hann. Liðið mun spila agað undir hans stjórn og kraftmikið. Það verður erfiðara að eiga við þá núna. Hópurinn er samt ekki stór og það hlýtur að valda Guðjóni áhyggjum." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira
Fréttablaðið hefur í dag upphitun sína fyrir Pepsi-deild karla sem hefst á sunnudag. Að þessu sinni munum við líta á liðin sem við spáum að muni berjast í neðri hlutanum. Fréttablaðið hefur fengið hinn reynda og sigursæla þjálfara, Willum Þór Þórsson, til þess rýna í liðin í Pepsi-deildinni í ár. 12. sæti: SelfossFréttablaðið spáir því að Selfoss muni fara rakleitt niður aftur. Liðið er betur mannað nú en það var síðast er liðið kom upp. Liðið mætir einnig til leiks með reynslumikinn þjálfara að þessu sinni. Þó svo Selfyssingar hafi lært af reynslunni er liðið enn mikið spurningamerki. „Mín tilfinning er sú að Logi Ólafsson þjálfari sé enn að raða saman liðinu. Mér sýnist hann samt vera kominn með nægan efnivið til að setja saman lið sem gæti látið að sér kveða," segir Willum Þór. „Þeir lærðu mikið af síðustu ferð upp í efstu deild eins og sést á leikmannakaupum. Þetta lið gæti blásið á allar hrakspár og Logi er refur. Ef hann nær að raða saman réttu liði þá er aldrei að vita hvað Selfoss gerir í sumar." 11. sæti: KeflavíkFréttablaðið spáir Keflavík líka falli. Liðið hefur misst reynslumikinn þjálfara í Willum og í hans stað er kominn Zoran Ljubicic sem er óreyndur. „Ég er ekki sammála ykkur í því að Keflavík falli. Ég held að þeir muni spjara sig vel í sumar. Hryggjarstykkið í liðinu er reynt og öflugt, Ómar markvörður, Haraldur í vörninni og svo Guðmundur Steinars. Miðjan er samt spurningamerki en ég hef trú á Arnóri Ingva, Einari Orra og Frans Elvarssyni," segir Willum um sína gömlu lærisveina en honum líst einnig vel á miðvörðinn sem kemur frá Balkanskaganum. „Vissulega er hópurinn þunnur og það má auðvitað minnast á þjálfarann sem er reynslulaus en þekkir fótbolta. Hann er samt með góðan mann með sér sem mun vega upp reynsluleysið. Þeir verða fínir saman." 10. sæti: FylkirFylkismenn mæta til leiks með nýjan þjálfara, Ásmund Arnarsson, sem hefur sýnt að hann er klókur. Það eru búin að vera mikil meiðsli á Fylkisliðinu og óreyndir menn munu fá stór hlutverk. Einnig er liðið í vandræðum með markaskorara og þarf að stóla á Jóhann Þórhallsson í upphafi móts en hann hefur lítið skorað síðustu ár. „Það þarf eitthvað mikið að gerast ef liðið á ekki að fara lóðrétt niður að mínu mati. Það eru miklar breytingar á hópnum og vantar reynslu. Af því sem ég hef séð á Fylkir lengst í land," segir Willum. „Það mun mæða mikið á Kristjáni Valdimars, Ásgeiri Berki og Ingimundi Níels. Ég hef líka áhyggjur af því hver eigi að skora í upphafi móts en byrjun mótsins skiptir gríðarlegu máli. Ási hefur sýnt að hann er flottur þjálfari en það verður ný pressa á honum núna. Það á eftir að koma í ljós hvernig hann höndlar hana." 9. sæti: GrindavíkGrindavík mætir til leiks með Guðjón Þórðarson í brúnni en þunnan hóp. Liðið er nokkuð spurningamerki. „Mér líst betur á Grindavík með Guðjón. Mér fannst Grindavík vera slakasta liðið í deildinni í fyrra. Það var laskað og lítið í gangi. Leikmenn eins og þeir væru varla að leggja sig fram nema rétt í restina. Þetta var eins og blanda af áhugaleysi og kæruleysi," segir Willum og bætir við að Guðjón sé maðurinn sem félagið þarf á að halda. „Það þarf slíkan foringja til að rífa félag upp. Ég tel að Grindvíkingar hafi gert rétt með því að ráða hann. Liðið mun spila agað undir hans stjórn og kraftmikið. Það verður erfiðara að eiga við þá núna. Hópurinn er samt ekki stór og það hlýtur að valda Guðjóni áhyggjum."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Sjá meira