Guðjón Þórðar um Gylfa: Fer í eitt af stóru liðunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2012 08:00 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar hér fyrra marki sínu á móti Fulham. Mynd/Nordic Photos/Getty Gylfi Þór Sigurðsson virðist hafa verið síðasta púslið í hið stórskemmtilega og vel spilandi Swansea-lið sem er komið upp í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-0 útisigur á Fulham um helgina. Gylfi Þór átti þarna enn einn stórleikinn og skoraði tvö mörk í annað skiptið á tveimur vikum. „Ég hef skorað fimm mörk í átta byrjunarliðsleikjum í deildinni sem er kannski meira en ég bjóst við fyrir fram. Ég nýt þess að spila með frábæru liði. Það er ekki erfitt að skora þegar þú færð svona þjónustu eins og ég fékk í þessum mörkum," sagði Gylfi lítillátur í viðtali á heimasíðu Swansea City. Fréttablaðið leitaði til Guðjóns Þórðarsonar, núverandi þjálfara Grindavíkur, til að fá hans skoðun á því af hverju Gylfi passar svona vel inn í enska boltann. Það var einmitt Guðjón sem gaf Gylfa fyrsta alvöru tækifærið í enska boltanum þegar hann fékk hann á láni frá Reading í febrúar 2009. Gylfi var þá aðeins 19 ára gamall. „Hann sýndi strax af sér djörfung og dug hjá mér. Hann er ofboðslega vinnusamur, samviskusamur og góður atvinnumaður," sagði Guðjón um Gylfa. „Það var vitað mál að þessi strákur væri að fara langt en þetta var bara spurning um hversu langt hann færi. Þegar ég var að reyna að segja mönnum hér heima á Íslandi hvað hæfileikar byggju í þessum strák þá vildu nú ekki allir hlusta. Menn sem voru að velja úrvalsliðin okkar á Íslandi töldu sig ekki hafa þörf fyrir hann," segir Guðjón en af hverju finnur Gylfi sig betur í enska boltanum en í þeim þýska? „Það er meiri ástríða í fótboltanum í Englandi heldur en í Þýskalandi. Hann er búinn að vera lengi í Englandi og þekkir og skynjar andann," segir Guðjón. Guðjón segir Gylfa hafa alltaf verið tilbúinn að leita leiða til að bæta sinn leik þegar hann var hjá Crewe. „Gylfi er fyrst og fremst ofboðslega vinnusamur. Hann tók alltaf með DVD-klippurnar og DVD af leikjunum og skoðaði þær. Hann hugsar um fótboltann daginn út og daginn inn, Hann var líka alltaf tilbúinn að spyrja til að leita leiða og lausna þótt hann væri bara pjakkur þegar ég tók við honum," rifjar Guðjón upp. En hvar skapar Gylfi sér sérstöðu inni á vellinum að mati Guðjóns. „Það er þessi sýn sem hann hefur. Sýn hans á leikinn er breiðari og magnaðri en hjá mörgum kollegum hans," segir Guðjón og hann spáir því að Gylfi fari til eitt af stóru liðunum á Englandi í sumar. „Ég á von á því að eitt af stóru liðunum á Bretlandi taki hann og gefi honum raunverulegt tækifæri," segir Guðjón að lokum. Gylfi fékk mikið hrós í umfjöllun enskra fjölmiðla um leikinn og einn af þeim sem völdu hann mann leiksins var Patrick Barcklay blaðamaður á The Independent. „Sá renglulegi öðlast glæsileika þegar hann fær boltann og hann hefur alltaf nóg af hugmyndum og eldmóði í sínum leik. Nú er Sigurðsson líka farinn að skora mörk," skrifaði Barcklay í umfjöllun sinn. Það verður spennandi að fylgjast með Gylfa og Swansea-liðinu á næstunni og einhverjir eru örugglega farnir að telja niður þar til liðið spilar næst sem er á móti Everton á laugardaginn kemur. Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn Fleiri fréttir Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson virðist hafa verið síðasta púslið í hið stórskemmtilega og vel spilandi Swansea-lið sem er komið upp í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-0 útisigur á Fulham um helgina. Gylfi Þór átti þarna enn einn stórleikinn og skoraði tvö mörk í annað skiptið á tveimur vikum. „Ég hef skorað fimm mörk í átta byrjunarliðsleikjum í deildinni sem er kannski meira en ég bjóst við fyrir fram. Ég nýt þess að spila með frábæru liði. Það er ekki erfitt að skora þegar þú færð svona þjónustu eins og ég fékk í þessum mörkum," sagði Gylfi lítillátur í viðtali á heimasíðu Swansea City. Fréttablaðið leitaði til Guðjóns Þórðarsonar, núverandi þjálfara Grindavíkur, til að fá hans skoðun á því af hverju Gylfi passar svona vel inn í enska boltann. Það var einmitt Guðjón sem gaf Gylfa fyrsta alvöru tækifærið í enska boltanum þegar hann fékk hann á láni frá Reading í febrúar 2009. Gylfi var þá aðeins 19 ára gamall. „Hann sýndi strax af sér djörfung og dug hjá mér. Hann er ofboðslega vinnusamur, samviskusamur og góður atvinnumaður," sagði Guðjón um Gylfa. „Það var vitað mál að þessi strákur væri að fara langt en þetta var bara spurning um hversu langt hann færi. Þegar ég var að reyna að segja mönnum hér heima á Íslandi hvað hæfileikar byggju í þessum strák þá vildu nú ekki allir hlusta. Menn sem voru að velja úrvalsliðin okkar á Íslandi töldu sig ekki hafa þörf fyrir hann," segir Guðjón en af hverju finnur Gylfi sig betur í enska boltanum en í þeim þýska? „Það er meiri ástríða í fótboltanum í Englandi heldur en í Þýskalandi. Hann er búinn að vera lengi í Englandi og þekkir og skynjar andann," segir Guðjón. Guðjón segir Gylfa hafa alltaf verið tilbúinn að leita leiða til að bæta sinn leik þegar hann var hjá Crewe. „Gylfi er fyrst og fremst ofboðslega vinnusamur. Hann tók alltaf með DVD-klippurnar og DVD af leikjunum og skoðaði þær. Hann hugsar um fótboltann daginn út og daginn inn, Hann var líka alltaf tilbúinn að spyrja til að leita leiða og lausna þótt hann væri bara pjakkur þegar ég tók við honum," rifjar Guðjón upp. En hvar skapar Gylfi sér sérstöðu inni á vellinum að mati Guðjóns. „Það er þessi sýn sem hann hefur. Sýn hans á leikinn er breiðari og magnaðri en hjá mörgum kollegum hans," segir Guðjón og hann spáir því að Gylfi fari til eitt af stóru liðunum á Englandi í sumar. „Ég á von á því að eitt af stóru liðunum á Bretlandi taki hann og gefi honum raunverulegt tækifæri," segir Guðjón að lokum. Gylfi fékk mikið hrós í umfjöllun enskra fjölmiðla um leikinn og einn af þeim sem völdu hann mann leiksins var Patrick Barcklay blaðamaður á The Independent. „Sá renglulegi öðlast glæsileika þegar hann fær boltann og hann hefur alltaf nóg af hugmyndum og eldmóði í sínum leik. Nú er Sigurðsson líka farinn að skora mörk," skrifaði Barcklay í umfjöllun sinn. Það verður spennandi að fylgjast með Gylfa og Swansea-liðinu á næstunni og einhverjir eru örugglega farnir að telja niður þar til liðið spilar næst sem er á móti Everton á laugardaginn kemur.
Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn Fleiri fréttir Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sjá meira