Er Barca enn besta liðið? Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 14. febrúar 2012 07:00 nordicphotos/getty Sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar byrja í kvöld og augu flestra verða á leik Evrópumeistara Barcelona sem hafa ekki verið alltof sannfærandi en munu heimsækja þýska liðið Bayer Leverkusen. Reynir Leósson þekkir vel til liðanna. Meistaradeild Evrópu hefst á ný eftir vetrarhlé í kvöld og fara fram tveir leikir í 16-liða úrslitum keppninnar. Þar ber hæst leikur Evrópumeistaraliðs Barcelona frá Spáni sem mætir Bayer Leverkusen í Þýskalandi. Franska liðið Lyon tekur á móti APOEL frá Kýpur í hinni viðureign kvöldsins. Báðir leikirnir eru í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og að venju verður ítarleg umfjöllun um viðureignirnar fyrir og eftir leik. Knattspyrnumaðurinn Reynir Leósson er líkt og aðrir fótboltaáhugamenn spenntur yfir því að Meistaradeildin sé að hefjast á ný – en Reynir er einn af sérfræðingunum í Meistaradeildarþáttunum á Stöð 2 sport. Upphitun fyrir leikina hefst kl. 19.00 þar sem Þorsteinn J. Vilhjálmsson ræðir um viðureignirnar við sérfræðingana Reyni og Pétur Marteinsson. „Það verður spennandi að sjá hvar Þjóðverjar standa í samanburðinum við besta félagslið heims undanfarin misseri," sagði Reynir þegar hann var spurður um við hverju má búast í stórleik Bayer Leverkusen og Barcelona. „Það má ekki gleyma því að að Barcelona skoraði 4 mörk að meðaltali í útileikjum sínum í riðlakeppninni. Það er mikið afrek og aðeins frábær lið sem gera slíkt." Barcelona sigraði með yfirburðum í H-riðli þar sem liðið vann 5 leiki og gerði eitt jafntefli. Leverkusen endaði í öðru sæti með 10 stig í E-riðli á eftir Chelsea sem fékk 11 stig. Aðspurður segir Reynir að Leverkusen sé með frábæra leikmenn sem vert sé að veita athygli. „Leverkusen er með stóran kjarna af Þjóðverjum í liðinu, en það eru yfirleitt 8-9 þýskir leikmenn í byrjunarliðinu. Framherjinn stæðilegi Stefan Kiessling er spennandi leikmaður, stór og sterkur, um 1,90 m á hæð, og gríðarlega sterkur skallamaður. Hann hefur reyndar aðeins skorað eitt mark á tímabilinu en er samt sem áður hættulegur leikmaður. Kantmennirnir Sidney Sam og André Schürrle eru hraðir og teknískir ungir leikmenn frá Þýskalandi. Þetta eru nöfn sem vert er að leggja á minnið." Að mati Reynis verður róðurinn þungur hjá Leverkusen. „Ég tel að úrslitin í þessum leik ráðist á miðsvæðinu. Þar ræður Barcelona ríkjum þrátt fyrir að liðið hafi aðeins hikstað eftir tilkomu Fabregas. Ég ætla samt sem áður ekki að afskrifa Leverkusen alveg strax. Þeir mega ekki gefa of mikið svæði á milli varnar og miðju fyrir miðjumenn Barcelona til þess að athafna sig. Ekkert lið getur komist upp með það að láta slitna á milli miðju og varnar gegn Barcelona. Í sóknarleiknum gæti Leverkusen nýtt sér veikleika í vörn Barcelona. Þeir þurfa að senda margar fyrirgjafir inn í vítateiginn og láta miðverði Barcelona hafa fyrir því. Þeir hafa oft lent í vandræðum með háa og líkamlega sterka leikmenn. Hápressan hefur ekki verið að virka hjá Barcelona í deildinni að undanförnu. Það er ástæðan fyrir því að þeir hafa verið að fá svona mörg mörk á sig. Varnarlínan hefur fengið of mikið að gera eftir lélega pressu. Það er lykilatriðið fyrir Leverkusen að þora að halda boltanum, spila sig í gegnum pressuvörnina hjá Barcelona, koma boltanum út á kantana og fá góðar fyrirgjafir. Ef þeim tekst það gætu þeir sært Barcelona líkt og Osasuna gerði í síðustu umferð spænsku deildarkeppninnar," sagði Reynir Leósson. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur Frakklands: Hvað segir Deschamps um Ísland? Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Sjá meira
Sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar byrja í kvöld og augu flestra verða á leik Evrópumeistara Barcelona sem hafa ekki verið alltof sannfærandi en munu heimsækja þýska liðið Bayer Leverkusen. Reynir Leósson þekkir vel til liðanna. Meistaradeild Evrópu hefst á ný eftir vetrarhlé í kvöld og fara fram tveir leikir í 16-liða úrslitum keppninnar. Þar ber hæst leikur Evrópumeistaraliðs Barcelona frá Spáni sem mætir Bayer Leverkusen í Þýskalandi. Franska liðið Lyon tekur á móti APOEL frá Kýpur í hinni viðureign kvöldsins. Báðir leikirnir eru í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og að venju verður ítarleg umfjöllun um viðureignirnar fyrir og eftir leik. Knattspyrnumaðurinn Reynir Leósson er líkt og aðrir fótboltaáhugamenn spenntur yfir því að Meistaradeildin sé að hefjast á ný – en Reynir er einn af sérfræðingunum í Meistaradeildarþáttunum á Stöð 2 sport. Upphitun fyrir leikina hefst kl. 19.00 þar sem Þorsteinn J. Vilhjálmsson ræðir um viðureignirnar við sérfræðingana Reyni og Pétur Marteinsson. „Það verður spennandi að sjá hvar Þjóðverjar standa í samanburðinum við besta félagslið heims undanfarin misseri," sagði Reynir þegar hann var spurður um við hverju má búast í stórleik Bayer Leverkusen og Barcelona. „Það má ekki gleyma því að að Barcelona skoraði 4 mörk að meðaltali í útileikjum sínum í riðlakeppninni. Það er mikið afrek og aðeins frábær lið sem gera slíkt." Barcelona sigraði með yfirburðum í H-riðli þar sem liðið vann 5 leiki og gerði eitt jafntefli. Leverkusen endaði í öðru sæti með 10 stig í E-riðli á eftir Chelsea sem fékk 11 stig. Aðspurður segir Reynir að Leverkusen sé með frábæra leikmenn sem vert sé að veita athygli. „Leverkusen er með stóran kjarna af Þjóðverjum í liðinu, en það eru yfirleitt 8-9 þýskir leikmenn í byrjunarliðinu. Framherjinn stæðilegi Stefan Kiessling er spennandi leikmaður, stór og sterkur, um 1,90 m á hæð, og gríðarlega sterkur skallamaður. Hann hefur reyndar aðeins skorað eitt mark á tímabilinu en er samt sem áður hættulegur leikmaður. Kantmennirnir Sidney Sam og André Schürrle eru hraðir og teknískir ungir leikmenn frá Þýskalandi. Þetta eru nöfn sem vert er að leggja á minnið." Að mati Reynis verður róðurinn þungur hjá Leverkusen. „Ég tel að úrslitin í þessum leik ráðist á miðsvæðinu. Þar ræður Barcelona ríkjum þrátt fyrir að liðið hafi aðeins hikstað eftir tilkomu Fabregas. Ég ætla samt sem áður ekki að afskrifa Leverkusen alveg strax. Þeir mega ekki gefa of mikið svæði á milli varnar og miðju fyrir miðjumenn Barcelona til þess að athafna sig. Ekkert lið getur komist upp með það að láta slitna á milli miðju og varnar gegn Barcelona. Í sóknarleiknum gæti Leverkusen nýtt sér veikleika í vörn Barcelona. Þeir þurfa að senda margar fyrirgjafir inn í vítateiginn og láta miðverði Barcelona hafa fyrir því. Þeir hafa oft lent í vandræðum með háa og líkamlega sterka leikmenn. Hápressan hefur ekki verið að virka hjá Barcelona í deildinni að undanförnu. Það er ástæðan fyrir því að þeir hafa verið að fá svona mörg mörk á sig. Varnarlínan hefur fengið of mikið að gera eftir lélega pressu. Það er lykilatriðið fyrir Leverkusen að þora að halda boltanum, spila sig í gegnum pressuvörnina hjá Barcelona, koma boltanum út á kantana og fá góðar fyrirgjafir. Ef þeim tekst það gætu þeir sært Barcelona líkt og Osasuna gerði í síðustu umferð spænsku deildarkeppninnar," sagði Reynir Leósson.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur Frakklands: Hvað segir Deschamps um Ísland? Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Sjá meira