Ríkið telur rokkvín hvetja til ólifnaðar 9. febrúar 2012 08:30 Shiraz-vínið þykir í raun lítið annað en auglýsing fyrir ólifnað Lemmy og félaga í Motörhead. Það vill ÁTVR ekki sjá. nordicphotos/afp ÁTVR neitar að taka til sölu rauðvín merkt ensku rokkhljómsveitinni Motörhead. Rökstutt með því að nafnið sé vísun í amfetamínneyslu og sveitin syngi um stríð, óábyrgt kynlíf og fíkniefni. Málið á borði umboðsmanns Alþingis. Rauðvín merkt ensku rokkhljómsveitinni Motörhead fæst ekki selt í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Ástæðan er sú að sveitin framleiðir vínið ekki sjálf og nafnið þykir auk þess skírskota til óheilbrigðra lifnaðarhátta. Þetta kemur fram í grein eftir Hjörleif Árnason, innflytjanda vínsins, sem birtist á Vísi í dag. Þar segir að málið sé nú komið inn á borð umboðsmanns Alþingis. Rokksveitin, sem hefur verið starfrækt í 37 ár, ljær víninu Motörhead Shiraz nafn sitt, líkt og nokkrum öðrum áfengistegundum á borð við vodka og rósavín. Í mars í fyrra ákvað Hjörleifur að flytja inn kassa af víninu í gegnum fyrirtækið Rokk slf. og sækja um leyfi til reynslusölu í ÁTVR. Umsókninni hafnaði ÁTVR með þeim rökum að annars vegar hefði hljómsveitin Motörhead ekkert með vínið að gera, annað en að nafn hennar væri á flöskunni, og hins vegar að skilaboðin sem fylgdu nafninu væru miður falleg. Þannig sé enska orðið ‚motorhead' slanguryrði yfir amfetamínneytanda og þar að auki fjalli textar sveitarinnar „iðulega um stríð, misnotkun valds, óábyrgt kynlíf og misnotkun vímuefna". Hjörleifur vísaði málinu til kærunefndar fjármálaráðuneytisins sem sneri ákvörðuninni með vísan til þess að ekki væri annað að sjá af gögnum en að hljómsveitarmeðlimir Motörhead kæmu sannarlega að framleiðslu vínsins sjálfir. Þetta reyndist röng ályktun hjá ráðuneytinu, sem skipti um skoðun eftir að sótt hafði verið um reynslusöluna á nýjan leik og ÁTVR aftur hafnað henni með sömu rökum. Ráðuneytið tekur þá undir það með ÁTVR að það sé einungis markaðsleg ákvörðun að nefna vínið í höfuðið á sveitinni og nafnið tengist því hvorki gerð vörunnar né eiginleikum hennar. Með nafninu, sem tengist misjöfnum lifnaðarháttum, sé einungis verið að stíla inn á aðdáendur sveitarinnar. Þetta sé bannað. „Sem sagt, meðlimir hljómsveitarinnar eru ekki sveittir að tína ber og tappa á flöskur og þess vegna má nafn hljómsveitarinnar ekki prýða miðann á flöskunni," skrifar Hjörleifur í grein sinni. Hann segist þegar hafa sett sig í samband við birgja sem selja vín merkt Rolling Stones, AC/DC, Elvis Presley og fleirum en hann fái ekki betur séð en að ákvörðunin útiloki allar áfengistegundir sem beri nafn tónlistarmanna eða hljómsveita. stigur@frettabladid.is Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Fleiri fréttir Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur Sjá meira
ÁTVR neitar að taka til sölu rauðvín merkt ensku rokkhljómsveitinni Motörhead. Rökstutt með því að nafnið sé vísun í amfetamínneyslu og sveitin syngi um stríð, óábyrgt kynlíf og fíkniefni. Málið á borði umboðsmanns Alþingis. Rauðvín merkt ensku rokkhljómsveitinni Motörhead fæst ekki selt í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Ástæðan er sú að sveitin framleiðir vínið ekki sjálf og nafnið þykir auk þess skírskota til óheilbrigðra lifnaðarhátta. Þetta kemur fram í grein eftir Hjörleif Árnason, innflytjanda vínsins, sem birtist á Vísi í dag. Þar segir að málið sé nú komið inn á borð umboðsmanns Alþingis. Rokksveitin, sem hefur verið starfrækt í 37 ár, ljær víninu Motörhead Shiraz nafn sitt, líkt og nokkrum öðrum áfengistegundum á borð við vodka og rósavín. Í mars í fyrra ákvað Hjörleifur að flytja inn kassa af víninu í gegnum fyrirtækið Rokk slf. og sækja um leyfi til reynslusölu í ÁTVR. Umsókninni hafnaði ÁTVR með þeim rökum að annars vegar hefði hljómsveitin Motörhead ekkert með vínið að gera, annað en að nafn hennar væri á flöskunni, og hins vegar að skilaboðin sem fylgdu nafninu væru miður falleg. Þannig sé enska orðið ‚motorhead' slanguryrði yfir amfetamínneytanda og þar að auki fjalli textar sveitarinnar „iðulega um stríð, misnotkun valds, óábyrgt kynlíf og misnotkun vímuefna". Hjörleifur vísaði málinu til kærunefndar fjármálaráðuneytisins sem sneri ákvörðuninni með vísan til þess að ekki væri annað að sjá af gögnum en að hljómsveitarmeðlimir Motörhead kæmu sannarlega að framleiðslu vínsins sjálfir. Þetta reyndist röng ályktun hjá ráðuneytinu, sem skipti um skoðun eftir að sótt hafði verið um reynslusöluna á nýjan leik og ÁTVR aftur hafnað henni með sömu rökum. Ráðuneytið tekur þá undir það með ÁTVR að það sé einungis markaðsleg ákvörðun að nefna vínið í höfuðið á sveitinni og nafnið tengist því hvorki gerð vörunnar né eiginleikum hennar. Með nafninu, sem tengist misjöfnum lifnaðarháttum, sé einungis verið að stíla inn á aðdáendur sveitarinnar. Þetta sé bannað. „Sem sagt, meðlimir hljómsveitarinnar eru ekki sveittir að tína ber og tappa á flöskur og þess vegna má nafn hljómsveitarinnar ekki prýða miðann á flöskunni," skrifar Hjörleifur í grein sinni. Hann segist þegar hafa sett sig í samband við birgja sem selja vín merkt Rolling Stones, AC/DC, Elvis Presley og fleirum en hann fái ekki betur séð en að ákvörðunin útiloki allar áfengistegundir sem beri nafn tónlistarmanna eða hljómsveita. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Fleiri fréttir Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent