Ríkið telur rokkvín hvetja til ólifnaðar 9. febrúar 2012 08:30 Shiraz-vínið þykir í raun lítið annað en auglýsing fyrir ólifnað Lemmy og félaga í Motörhead. Það vill ÁTVR ekki sjá. nordicphotos/afp ÁTVR neitar að taka til sölu rauðvín merkt ensku rokkhljómsveitinni Motörhead. Rökstutt með því að nafnið sé vísun í amfetamínneyslu og sveitin syngi um stríð, óábyrgt kynlíf og fíkniefni. Málið á borði umboðsmanns Alþingis. Rauðvín merkt ensku rokkhljómsveitinni Motörhead fæst ekki selt í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Ástæðan er sú að sveitin framleiðir vínið ekki sjálf og nafnið þykir auk þess skírskota til óheilbrigðra lifnaðarhátta. Þetta kemur fram í grein eftir Hjörleif Árnason, innflytjanda vínsins, sem birtist á Vísi í dag. Þar segir að málið sé nú komið inn á borð umboðsmanns Alþingis. Rokksveitin, sem hefur verið starfrækt í 37 ár, ljær víninu Motörhead Shiraz nafn sitt, líkt og nokkrum öðrum áfengistegundum á borð við vodka og rósavín. Í mars í fyrra ákvað Hjörleifur að flytja inn kassa af víninu í gegnum fyrirtækið Rokk slf. og sækja um leyfi til reynslusölu í ÁTVR. Umsókninni hafnaði ÁTVR með þeim rökum að annars vegar hefði hljómsveitin Motörhead ekkert með vínið að gera, annað en að nafn hennar væri á flöskunni, og hins vegar að skilaboðin sem fylgdu nafninu væru miður falleg. Þannig sé enska orðið ‚motorhead' slanguryrði yfir amfetamínneytanda og þar að auki fjalli textar sveitarinnar „iðulega um stríð, misnotkun valds, óábyrgt kynlíf og misnotkun vímuefna". Hjörleifur vísaði málinu til kærunefndar fjármálaráðuneytisins sem sneri ákvörðuninni með vísan til þess að ekki væri annað að sjá af gögnum en að hljómsveitarmeðlimir Motörhead kæmu sannarlega að framleiðslu vínsins sjálfir. Þetta reyndist röng ályktun hjá ráðuneytinu, sem skipti um skoðun eftir að sótt hafði verið um reynslusöluna á nýjan leik og ÁTVR aftur hafnað henni með sömu rökum. Ráðuneytið tekur þá undir það með ÁTVR að það sé einungis markaðsleg ákvörðun að nefna vínið í höfuðið á sveitinni og nafnið tengist því hvorki gerð vörunnar né eiginleikum hennar. Með nafninu, sem tengist misjöfnum lifnaðarháttum, sé einungis verið að stíla inn á aðdáendur sveitarinnar. Þetta sé bannað. „Sem sagt, meðlimir hljómsveitarinnar eru ekki sveittir að tína ber og tappa á flöskur og þess vegna má nafn hljómsveitarinnar ekki prýða miðann á flöskunni," skrifar Hjörleifur í grein sinni. Hann segist þegar hafa sett sig í samband við birgja sem selja vín merkt Rolling Stones, AC/DC, Elvis Presley og fleirum en hann fái ekki betur séð en að ákvörðunin útiloki allar áfengistegundir sem beri nafn tónlistarmanna eða hljómsveita. stigur@frettabladid.is Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
ÁTVR neitar að taka til sölu rauðvín merkt ensku rokkhljómsveitinni Motörhead. Rökstutt með því að nafnið sé vísun í amfetamínneyslu og sveitin syngi um stríð, óábyrgt kynlíf og fíkniefni. Málið á borði umboðsmanns Alþingis. Rauðvín merkt ensku rokkhljómsveitinni Motörhead fæst ekki selt í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Ástæðan er sú að sveitin framleiðir vínið ekki sjálf og nafnið þykir auk þess skírskota til óheilbrigðra lifnaðarhátta. Þetta kemur fram í grein eftir Hjörleif Árnason, innflytjanda vínsins, sem birtist á Vísi í dag. Þar segir að málið sé nú komið inn á borð umboðsmanns Alþingis. Rokksveitin, sem hefur verið starfrækt í 37 ár, ljær víninu Motörhead Shiraz nafn sitt, líkt og nokkrum öðrum áfengistegundum á borð við vodka og rósavín. Í mars í fyrra ákvað Hjörleifur að flytja inn kassa af víninu í gegnum fyrirtækið Rokk slf. og sækja um leyfi til reynslusölu í ÁTVR. Umsókninni hafnaði ÁTVR með þeim rökum að annars vegar hefði hljómsveitin Motörhead ekkert með vínið að gera, annað en að nafn hennar væri á flöskunni, og hins vegar að skilaboðin sem fylgdu nafninu væru miður falleg. Þannig sé enska orðið ‚motorhead' slanguryrði yfir amfetamínneytanda og þar að auki fjalli textar sveitarinnar „iðulega um stríð, misnotkun valds, óábyrgt kynlíf og misnotkun vímuefna". Hjörleifur vísaði málinu til kærunefndar fjármálaráðuneytisins sem sneri ákvörðuninni með vísan til þess að ekki væri annað að sjá af gögnum en að hljómsveitarmeðlimir Motörhead kæmu sannarlega að framleiðslu vínsins sjálfir. Þetta reyndist röng ályktun hjá ráðuneytinu, sem skipti um skoðun eftir að sótt hafði verið um reynslusöluna á nýjan leik og ÁTVR aftur hafnað henni með sömu rökum. Ráðuneytið tekur þá undir það með ÁTVR að það sé einungis markaðsleg ákvörðun að nefna vínið í höfuðið á sveitinni og nafnið tengist því hvorki gerð vörunnar né eiginleikum hennar. Með nafninu, sem tengist misjöfnum lifnaðarháttum, sé einungis verið að stíla inn á aðdáendur sveitarinnar. Þetta sé bannað. „Sem sagt, meðlimir hljómsveitarinnar eru ekki sveittir að tína ber og tappa á flöskur og þess vegna má nafn hljómsveitarinnar ekki prýða miðann á flöskunni," skrifar Hjörleifur í grein sinni. Hann segist þegar hafa sett sig í samband við birgja sem selja vín merkt Rolling Stones, AC/DC, Elvis Presley og fleirum en hann fái ekki betur séð en að ákvörðunin útiloki allar áfengistegundir sem beri nafn tónlistarmanna eða hljómsveita. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent