Motörhead gegn íslenska ríkisbákninu Hjörleifur Árnason skrifar 9. febrúar 2012 00:01 Á hverjum degi flytja fimm manns frá Íslandi til þess að hefja nýtt líf í öðru landi. Eftir 2008 hefur hvert áfallið á fætur öðru dunið á hinum almenna borgara með hækkandi sköttum og verðlausari krónu og hafa menn reynt hvað þeir geta til þess að bæta upp tapið með allskyns aukavinnu. Eitt slíkt tilvik átti sér stað í mars 2011. Þá var stofnað fyrirtækið ROKK slf sem ætlaði sér stóra hluti á innflutningi á Rauðvíninu Motörhead Shiraz og verður saga þess rakin hér stuttlega. Stofnendur gerðu sér grein fyrir gríðarlega háum og ósanngjörnum tollum og gjöldum á áfengi en töldu sig vera með nokkuð sérstaka vöru sem hefur ekki verið í boði á íslenskum markaði hingað til. Þeir voru komnir í samband við nokkra aðila sem sérhæfa sig í framleiðslu vína sem eru framleidd í samstarfi við tónlistarmenn og / eða umboðsmenn þeirra og eru kennd við þá. Byrjað var á því að flytja inn einn kassa til að kanna markaðinn og farið með tvær flöskur til ÁTVR sem prufur til að leggja fyrir óskilgreinda nefnd sem leggja átti mat á það hvort vínið kæmist í reynslusölu eða ekki. Þetta var í byrjun mars 2011. 28. mars tekur síðan nefnd ÁTVR ákvörðun um að hafna umsókninni um vínið og vísar þar til siðareglna ÁTVR. ROKK slf leggur þá fram mótgögn í málinu og reynir að snúa við ákvörðun ÁTVR. 29. apríl er svarað með staðfestingu á fyrri höfnun. Þá er málið kært samdægurs til Fjármálaráðuneytis eins og eðlilegt ferli er. Engar upplýsingar eru gefnar um hvar eigi að kæra og kæran því send á skrifsfofustjóra ráðuneytisins sem áframsendir beiðnina samdægurs til lögfræðings ráðuneytisins. 5. maí svarar svo Guðmundur Jóhann Árnason lögfræðingur og er settur á fundur með honum þar sem farið er yfir stöðu mála og í beinu framhaldi lögð fram formleg kæra. 1. júlí kemur loksins svar, eftir margítrekaðar tölvupóstsendingar, um að búið sé að úrskurða í málinu. Niðurstaðan var sú að kærunefnd Fjármálaráðuneytis hefði komist að þeirri niðurstöðu að snúa við ákvörðun ÁTVR um að hafna umsókn um Motörhead Shiraz. Aðgangur að birgja vef ÁTVR er síðan veittur 13. júlí og samdægurs sótt um reynslusölu á Motörhead Shiraz í gegnum vefinn. Fyrir fyrirtæki sem er nýstofnað og á vægast sagt mjög erfitt með að fá skýr svör um næstu skref var álitið sem svo að málið væri í höfn og því farið í það að panta eitt bretti af rauðvíni. Annað kom hinsvegar í ljós. ÁTVR hafði eingöngu verið að hafna "umsókn" um reynslusölu, en ekki reynslusölunni sjálfri. Einnig er rétt að taka fram á þessum tímapunkti að ROKK slf hefur enginn svör fengið um það hvaða fólk situr í ákvörðunarnefnd ÁTVR né hverjir sitja í kærunefnd Fjármálaráðuneytisins. Eftir margítrekaðar tilraunir til svars um ákvörðun um sölu, kemur, þann 3. Ágúst, loksins svar frá framkvæmdastjóra sölu og þjónustusviðs ÁTVR, þar sem hann segir að svars megi vænta á næstu dögum. 17. ágúst er svo þolinmæðin á þrotum og póstur sendur á Guðmund Árnason ráðuneytisstjóra Fjármálaráðuneytisins og Ívar J. Arndal forstjóra ÁTVR til að fá úr því skorið hvort yfir höfuð væri verið að vinna í málum ROKK slf, hvorugur þeirra hafði fyrir því að svara. 22. ágúst kemur svo niðurstaða ÁTVR um að stofnunin hafni reynslusölu á Motörhead Shiraz. 2. september er því leitað til lögmannsstofu sem sendir formlegt bréf til ÁTVR þar sem bent er á að engin ný gögn hafi komið fram í málinu síðan ráðuneytið úrskurðaði að ÁTVR bæri að taka við umsókn um reynslusölu og þess krafist að taka vínið í reynslusölu. Við því var ekki orðið. 19. september er seinni kæran því send inn til Fjármálaráðuneytisins og enn og aftur eftir margítrekaðar tilraunir til þess að ná sambandi við lögfræðing ráðuneytisins kemur loks lokaniðurstaða inn um lúguna í byrjun árs 2012. Á einhvern óskiljanlegan hátt tekst kærunefnd ráðuneytisins að vera sammála ÁTVR og hafna reynslusölu á víninu í verslunum ÁTVR. Þetta er þveröfug niðurstaða við fyrra svari ráðuneytisins með nákvæmlega sömu gögn í höndunum. Fyrirspurn ROKK slf um reynslusölu á Motörhead Shiraz í ÁTVR hefur því tekið um það bil 10 mánuði og eru helstu ástæður höfnunar eftirfarandi: „Nafn hljómsveitarinnar er vísun í notendur hins ólöglega fíkniefnis amfetamíns ásamt því að textar við lög hljómsveitarinnar fjalli iðulega um stríð, misnotkun valds, óábyrgt kynlíf og misnotkun vímuefna ". Þessar upplýsingar fékk ÁTVR af hinum opna upplýsingavef Wikipedia en á honum getur hver sem er sett inn þær upplýsingar sem honum sýnist og er hann því varla marktækur í kærumálum sem þessum. Einnig segir í úrskurði að umrætt rauðvín sé ekki framleitt af Motörhead heldur af Broken Back Winery í Ástralíu og þar af leiðandi má ekki standa Motörhead framann á flöskunni. Semsagt meðlimir hljómsveitarinnar eru ekki sveittir að tína ber og tappa á flöskur og þess vegna má nafn hljómsveitarinnar ekki prýða miðann á flöskunni. Rétt er að það komi einnig fram að lönd sem við miðum okkur oft við í regluverki eru að selja Motörhead Shiraz. Í Svíþjóð seldist fyrsta upplag upp á nokkrum dögum, í Finnlandi seldist það einnig upp á nokkrum dögum. Í Noregi, Bretlandi og Þýskalandi hefur salan einnig farið vel af stað. Einnig er komið á markaðinn Motörhead Vodka og selst hann einnig mjög vel erlendis. Af þessu má einfaldlega sjá að allt vín sem ber merki tónlistarmanns eða hljómsveitar, sem kemur ekki beint sjálfur að gerð vínsins, hvernig sem það er svo metið, verður aldrei selt í ÁTVR með núgildandi reglum. ROKK slf er komið í samband við birgja sem eru með vín merktum Rolling Stones, Police, AC/DC, Pink Floyd og í lauslegum viðræðum við birgja sem er með nokkrar Elvis Presley flöskur til sölu. Ekkert af þessu víni verður nokkurn tímann til sölu í ÁTVR. Síðan vaknar óneitanlega spurningin hvort stóru fyrirtækin lúta öðrum reglum en litlu fyrirtækin ? Heilagur Papi er gott dæmi en þar setti umboðsmaður Alþingis ofaní við ÁTVR og Fjármálaráðuneytið eftir að Papinn fékk ekki náð hjá þessum stofnunum. Ómögulegt er að vita um allar þær tegundir sem særðu blygðunarkennd "nefndarmanna" og var hafnað. Þá er brugghúsið Borg sem er í eigu Ölgerðarinnar að setja á markað nýjan bjór sem ber nafnið Surtur. Rétt er að það komi skýrt fram að ROKK slf hefur ekkert á móti Ölgerðinni en ef nota ætti sömu rök á stór og lítil fyrirtæki sem eru að setja nýjar vörur á markað þá kæmist þessi vara líklega ekki í sölu í ÁTVR. Surtur er ekkert minna en heimsendaspá með tilheyrandi morðum og blóðsúthellingum og ekki þykir líklegt að Surtur sjálfur komi mikið að framleiðslu bjórsins. Þessi bjór fór í sölu í ÁTVR á bóndadaginn og selst vonandi vel. Fleiri tegundir sem ÁTVR selur sem hljóta að falla undir sömu rök og varð til þess að Motörhead Shiraz var synjað eru meðal annars Captain Morgan (kemur hann að gerð rommsins?), Dooley´s Toffee (skírskotun í nammi), Hobgoblin bjór, Fjallagrasaseyði (inniheldur gildishlaðnar upplýsingar) og Hoegarden Verbuten Vrucht þar sem miðinn inniheldur nekt, sem er náttúrulega tabú á Íslandi og má helst hvergi sjást. ROKK slf biður innflytjendur þessara vína fyrirfram afsökunar á þessari upptalningu og vonar að hún geri ekkert annað en auka söluna hjá þeim. Hún er eingöngu til að sýna fram á mismunun ÁTVR á birgjum sínum. Væri ekki bara einfaldast að láta markaðinn ráða því hvað er selt í ÁTVR og hvað ekki ? Ef fólki líkar ekki innihaldið eða umbúðirnar sem það er í þá er það einfaldlega ekki keypt og fellur því um sjálft sig. Hversu langt á forræðishyggjan að ganga í okkar annars frábæra landi ? Einhver hefði haldið að það væri alveg nóg að skattleggja áfengi til tunglsins og til baka svo ekki bætist við ótrúlegar siðareglur sem gilda einungis fyrir suma en ekki alla til að fara eftir. Þess má að lokum geta að umboðsmaður Alþingis er kominn með þetta mál inná borð hjá sér. Á hverjum degi flytja fimm manns frá Íslandi til þess að hefja nýtt líf í öðru landi og lái þeim hver sem vill.Fyrir hönd ROKK slf.Hjörleifur Árnason Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Á hverjum degi flytja fimm manns frá Íslandi til þess að hefja nýtt líf í öðru landi. Eftir 2008 hefur hvert áfallið á fætur öðru dunið á hinum almenna borgara með hækkandi sköttum og verðlausari krónu og hafa menn reynt hvað þeir geta til þess að bæta upp tapið með allskyns aukavinnu. Eitt slíkt tilvik átti sér stað í mars 2011. Þá var stofnað fyrirtækið ROKK slf sem ætlaði sér stóra hluti á innflutningi á Rauðvíninu Motörhead Shiraz og verður saga þess rakin hér stuttlega. Stofnendur gerðu sér grein fyrir gríðarlega háum og ósanngjörnum tollum og gjöldum á áfengi en töldu sig vera með nokkuð sérstaka vöru sem hefur ekki verið í boði á íslenskum markaði hingað til. Þeir voru komnir í samband við nokkra aðila sem sérhæfa sig í framleiðslu vína sem eru framleidd í samstarfi við tónlistarmenn og / eða umboðsmenn þeirra og eru kennd við þá. Byrjað var á því að flytja inn einn kassa til að kanna markaðinn og farið með tvær flöskur til ÁTVR sem prufur til að leggja fyrir óskilgreinda nefnd sem leggja átti mat á það hvort vínið kæmist í reynslusölu eða ekki. Þetta var í byrjun mars 2011. 28. mars tekur síðan nefnd ÁTVR ákvörðun um að hafna umsókninni um vínið og vísar þar til siðareglna ÁTVR. ROKK slf leggur þá fram mótgögn í málinu og reynir að snúa við ákvörðun ÁTVR. 29. apríl er svarað með staðfestingu á fyrri höfnun. Þá er málið kært samdægurs til Fjármálaráðuneytis eins og eðlilegt ferli er. Engar upplýsingar eru gefnar um hvar eigi að kæra og kæran því send á skrifsfofustjóra ráðuneytisins sem áframsendir beiðnina samdægurs til lögfræðings ráðuneytisins. 5. maí svarar svo Guðmundur Jóhann Árnason lögfræðingur og er settur á fundur með honum þar sem farið er yfir stöðu mála og í beinu framhaldi lögð fram formleg kæra. 1. júlí kemur loksins svar, eftir margítrekaðar tölvupóstsendingar, um að búið sé að úrskurða í málinu. Niðurstaðan var sú að kærunefnd Fjármálaráðuneytis hefði komist að þeirri niðurstöðu að snúa við ákvörðun ÁTVR um að hafna umsókn um Motörhead Shiraz. Aðgangur að birgja vef ÁTVR er síðan veittur 13. júlí og samdægurs sótt um reynslusölu á Motörhead Shiraz í gegnum vefinn. Fyrir fyrirtæki sem er nýstofnað og á vægast sagt mjög erfitt með að fá skýr svör um næstu skref var álitið sem svo að málið væri í höfn og því farið í það að panta eitt bretti af rauðvíni. Annað kom hinsvegar í ljós. ÁTVR hafði eingöngu verið að hafna "umsókn" um reynslusölu, en ekki reynslusölunni sjálfri. Einnig er rétt að taka fram á þessum tímapunkti að ROKK slf hefur enginn svör fengið um það hvaða fólk situr í ákvörðunarnefnd ÁTVR né hverjir sitja í kærunefnd Fjármálaráðuneytisins. Eftir margítrekaðar tilraunir til svars um ákvörðun um sölu, kemur, þann 3. Ágúst, loksins svar frá framkvæmdastjóra sölu og þjónustusviðs ÁTVR, þar sem hann segir að svars megi vænta á næstu dögum. 17. ágúst er svo þolinmæðin á þrotum og póstur sendur á Guðmund Árnason ráðuneytisstjóra Fjármálaráðuneytisins og Ívar J. Arndal forstjóra ÁTVR til að fá úr því skorið hvort yfir höfuð væri verið að vinna í málum ROKK slf, hvorugur þeirra hafði fyrir því að svara. 22. ágúst kemur svo niðurstaða ÁTVR um að stofnunin hafni reynslusölu á Motörhead Shiraz. 2. september er því leitað til lögmannsstofu sem sendir formlegt bréf til ÁTVR þar sem bent er á að engin ný gögn hafi komið fram í málinu síðan ráðuneytið úrskurðaði að ÁTVR bæri að taka við umsókn um reynslusölu og þess krafist að taka vínið í reynslusölu. Við því var ekki orðið. 19. september er seinni kæran því send inn til Fjármálaráðuneytisins og enn og aftur eftir margítrekaðar tilraunir til þess að ná sambandi við lögfræðing ráðuneytisins kemur loks lokaniðurstaða inn um lúguna í byrjun árs 2012. Á einhvern óskiljanlegan hátt tekst kærunefnd ráðuneytisins að vera sammála ÁTVR og hafna reynslusölu á víninu í verslunum ÁTVR. Þetta er þveröfug niðurstaða við fyrra svari ráðuneytisins með nákvæmlega sömu gögn í höndunum. Fyrirspurn ROKK slf um reynslusölu á Motörhead Shiraz í ÁTVR hefur því tekið um það bil 10 mánuði og eru helstu ástæður höfnunar eftirfarandi: „Nafn hljómsveitarinnar er vísun í notendur hins ólöglega fíkniefnis amfetamíns ásamt því að textar við lög hljómsveitarinnar fjalli iðulega um stríð, misnotkun valds, óábyrgt kynlíf og misnotkun vímuefna ". Þessar upplýsingar fékk ÁTVR af hinum opna upplýsingavef Wikipedia en á honum getur hver sem er sett inn þær upplýsingar sem honum sýnist og er hann því varla marktækur í kærumálum sem þessum. Einnig segir í úrskurði að umrætt rauðvín sé ekki framleitt af Motörhead heldur af Broken Back Winery í Ástralíu og þar af leiðandi má ekki standa Motörhead framann á flöskunni. Semsagt meðlimir hljómsveitarinnar eru ekki sveittir að tína ber og tappa á flöskur og þess vegna má nafn hljómsveitarinnar ekki prýða miðann á flöskunni. Rétt er að það komi einnig fram að lönd sem við miðum okkur oft við í regluverki eru að selja Motörhead Shiraz. Í Svíþjóð seldist fyrsta upplag upp á nokkrum dögum, í Finnlandi seldist það einnig upp á nokkrum dögum. Í Noregi, Bretlandi og Þýskalandi hefur salan einnig farið vel af stað. Einnig er komið á markaðinn Motörhead Vodka og selst hann einnig mjög vel erlendis. Af þessu má einfaldlega sjá að allt vín sem ber merki tónlistarmanns eða hljómsveitar, sem kemur ekki beint sjálfur að gerð vínsins, hvernig sem það er svo metið, verður aldrei selt í ÁTVR með núgildandi reglum. ROKK slf er komið í samband við birgja sem eru með vín merktum Rolling Stones, Police, AC/DC, Pink Floyd og í lauslegum viðræðum við birgja sem er með nokkrar Elvis Presley flöskur til sölu. Ekkert af þessu víni verður nokkurn tímann til sölu í ÁTVR. Síðan vaknar óneitanlega spurningin hvort stóru fyrirtækin lúta öðrum reglum en litlu fyrirtækin ? Heilagur Papi er gott dæmi en þar setti umboðsmaður Alþingis ofaní við ÁTVR og Fjármálaráðuneytið eftir að Papinn fékk ekki náð hjá þessum stofnunum. Ómögulegt er að vita um allar þær tegundir sem særðu blygðunarkennd "nefndarmanna" og var hafnað. Þá er brugghúsið Borg sem er í eigu Ölgerðarinnar að setja á markað nýjan bjór sem ber nafnið Surtur. Rétt er að það komi skýrt fram að ROKK slf hefur ekkert á móti Ölgerðinni en ef nota ætti sömu rök á stór og lítil fyrirtæki sem eru að setja nýjar vörur á markað þá kæmist þessi vara líklega ekki í sölu í ÁTVR. Surtur er ekkert minna en heimsendaspá með tilheyrandi morðum og blóðsúthellingum og ekki þykir líklegt að Surtur sjálfur komi mikið að framleiðslu bjórsins. Þessi bjór fór í sölu í ÁTVR á bóndadaginn og selst vonandi vel. Fleiri tegundir sem ÁTVR selur sem hljóta að falla undir sömu rök og varð til þess að Motörhead Shiraz var synjað eru meðal annars Captain Morgan (kemur hann að gerð rommsins?), Dooley´s Toffee (skírskotun í nammi), Hobgoblin bjór, Fjallagrasaseyði (inniheldur gildishlaðnar upplýsingar) og Hoegarden Verbuten Vrucht þar sem miðinn inniheldur nekt, sem er náttúrulega tabú á Íslandi og má helst hvergi sjást. ROKK slf biður innflytjendur þessara vína fyrirfram afsökunar á þessari upptalningu og vonar að hún geri ekkert annað en auka söluna hjá þeim. Hún er eingöngu til að sýna fram á mismunun ÁTVR á birgjum sínum. Væri ekki bara einfaldast að láta markaðinn ráða því hvað er selt í ÁTVR og hvað ekki ? Ef fólki líkar ekki innihaldið eða umbúðirnar sem það er í þá er það einfaldlega ekki keypt og fellur því um sjálft sig. Hversu langt á forræðishyggjan að ganga í okkar annars frábæra landi ? Einhver hefði haldið að það væri alveg nóg að skattleggja áfengi til tunglsins og til baka svo ekki bætist við ótrúlegar siðareglur sem gilda einungis fyrir suma en ekki alla til að fara eftir. Þess má að lokum geta að umboðsmaður Alþingis er kominn með þetta mál inná borð hjá sér. Á hverjum degi flytja fimm manns frá Íslandi til þess að hefja nýtt líf í öðru landi og lái þeim hver sem vill.Fyrir hönd ROKK slf.Hjörleifur Árnason
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun