Ji Dong-Won tryggði Sunderland ótrúlegan sigur á City Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. janúar 2012 00:01 Nordic Photos / Getty Images Sunderland vann hreint ótrúlegan sigur á toppliði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Ji Dong-Won skoraði sigurmarkið á þriðju mínútu uppbótartímans. Manchester City sótti nánast án afláts allan seinni hálfleikinn en leikmönnum liðsins tókst einfaldlega ekki að skora. Simon Mignolet átti stórleik í marki Sunderland og Suður-Kóreumaðurinn Dong-Won, sem kom inn á sem varamaður í leiknum, skoraði með nánast síðustu spyrnu leiksins. Sunderland hefur átt í stökustu vandræðum vegna meiðsla varnarmanna að undanförnu en liðið náði þó að halda aftur af miklum sóknarþunga City-manna sem hafa nú ekki skorað í tveimur leikjum í röð. Liðið gerði markalaust jafntefli við West Brom á öðrum degi jóla. Martin O'Neill hefur náð miklu úr liði Sunderland síðan hann tók við í byrjun desember en liðið er nú komið með 21 stig og situr í þrettánda sæti deildarinnar. Stuðningsmenn Manchester United fagna sjálfsagt þessum úrslitum eftir tapleikinn gegn Blackburn í gær en United og City eru enn jöfn að stigum á toppnum eftir leiki helgarinnar í Englandi. Roberto Mancini, knattspyrnustjóri City, ákvað að hvíla Mario Balotelli í dag auk þess sem að þeir David Silva og Sergio Agüero voru báðir á bekknum í upphafi leiksins. Það hafði greinileg áhrif á lið City því það voru heimamenn sem byrjuðu miklu mun betur í leiknum. Stephane Sessegnon átti góða sendingu inn fyrir vörn City á Nicklas Bendtner sem fór þó afar illa að ráði sínu og lét Joe Hart verja frá sér. City komst ekki almennilega inn í leikinn fyrr en um miðbik hálfleiksins. Edin Dzeko, sem var einn í framlínu City, komst tvívegis nálægt því að skora. Í fyrra skiptið varði Simon Mignolet en í seinna skotinu sleikti boltinn ofanverða slánna. Mancini brást við með því að setja Agüero inn á í hálfleiknum auk þess sem að David Silva kom inn á tíu mínútum síðar. City var meira með boltann en náði ekki að skapa sér mörg færi framan af. Sunderland komst svo í skyndisókn um miðbik hálfleiksins. Sessegnon komst einn gegn Hart í marki City en í stað þess að gefa á Bendtner, sem var dauðafrír hinum megin í teignum, ákvað hann að skjóta. Boltinn hæfði hins vegar ekki markið og O'Neill saup hveljur á hliðarlínunni. Micah Richards kom svo inn á þegar um 25 mínútur voru til leiksloka og var nánast um einstefnu að ræða að marki Sunderland eftir það. Dzeko fékk nokkur hálffæri og Richards átti skalla í slá á 89. mínutu en allt kom fyrir ekki - boltinn vildi ekki inn. City setti allt púðrið í sóknarleikinn og svaf á verðinum þegar að Sunderland komst í skyndisókn eftir að varnarmaður komst í veg fyrir skot Agüero. Boltinn barst á Dong-Won sem lék á Joe Hart og skoraði auðveldlega. Endursýningar í sjónvarpi sýndu samt að líklega var hann rangstæður en markið stóð engu að síður gilt og gríðarlega sætur sigur Sunderland-manna staðreynd. Mignolet átti stórleik í dag en þetta var hans fyrsti leikur síðan hann nef- og kinnbeinsbrotnaði í leik gegn Aston Villa í lok október. Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Sjá meira
Sunderland vann hreint ótrúlegan sigur á toppliði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Ji Dong-Won skoraði sigurmarkið á þriðju mínútu uppbótartímans. Manchester City sótti nánast án afláts allan seinni hálfleikinn en leikmönnum liðsins tókst einfaldlega ekki að skora. Simon Mignolet átti stórleik í marki Sunderland og Suður-Kóreumaðurinn Dong-Won, sem kom inn á sem varamaður í leiknum, skoraði með nánast síðustu spyrnu leiksins. Sunderland hefur átt í stökustu vandræðum vegna meiðsla varnarmanna að undanförnu en liðið náði þó að halda aftur af miklum sóknarþunga City-manna sem hafa nú ekki skorað í tveimur leikjum í röð. Liðið gerði markalaust jafntefli við West Brom á öðrum degi jóla. Martin O'Neill hefur náð miklu úr liði Sunderland síðan hann tók við í byrjun desember en liðið er nú komið með 21 stig og situr í þrettánda sæti deildarinnar. Stuðningsmenn Manchester United fagna sjálfsagt þessum úrslitum eftir tapleikinn gegn Blackburn í gær en United og City eru enn jöfn að stigum á toppnum eftir leiki helgarinnar í Englandi. Roberto Mancini, knattspyrnustjóri City, ákvað að hvíla Mario Balotelli í dag auk þess sem að þeir David Silva og Sergio Agüero voru báðir á bekknum í upphafi leiksins. Það hafði greinileg áhrif á lið City því það voru heimamenn sem byrjuðu miklu mun betur í leiknum. Stephane Sessegnon átti góða sendingu inn fyrir vörn City á Nicklas Bendtner sem fór þó afar illa að ráði sínu og lét Joe Hart verja frá sér. City komst ekki almennilega inn í leikinn fyrr en um miðbik hálfleiksins. Edin Dzeko, sem var einn í framlínu City, komst tvívegis nálægt því að skora. Í fyrra skiptið varði Simon Mignolet en í seinna skotinu sleikti boltinn ofanverða slánna. Mancini brást við með því að setja Agüero inn á í hálfleiknum auk þess sem að David Silva kom inn á tíu mínútum síðar. City var meira með boltann en náði ekki að skapa sér mörg færi framan af. Sunderland komst svo í skyndisókn um miðbik hálfleiksins. Sessegnon komst einn gegn Hart í marki City en í stað þess að gefa á Bendtner, sem var dauðafrír hinum megin í teignum, ákvað hann að skjóta. Boltinn hæfði hins vegar ekki markið og O'Neill saup hveljur á hliðarlínunni. Micah Richards kom svo inn á þegar um 25 mínútur voru til leiksloka og var nánast um einstefnu að ræða að marki Sunderland eftir það. Dzeko fékk nokkur hálffæri og Richards átti skalla í slá á 89. mínutu en allt kom fyrir ekki - boltinn vildi ekki inn. City setti allt púðrið í sóknarleikinn og svaf á verðinum þegar að Sunderland komst í skyndisókn eftir að varnarmaður komst í veg fyrir skot Agüero. Boltinn barst á Dong-Won sem lék á Joe Hart og skoraði auðveldlega. Endursýningar í sjónvarpi sýndu samt að líklega var hann rangstæður en markið stóð engu að síður gilt og gríðarlega sætur sigur Sunderland-manna staðreynd. Mignolet átti stórleik í dag en þetta var hans fyrsti leikur síðan hann nef- og kinnbeinsbrotnaði í leik gegn Aston Villa í lok október.
Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Sjá meira