Ji Dong-Won tryggði Sunderland ótrúlegan sigur á City Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. janúar 2012 00:01 Nordic Photos / Getty Images Sunderland vann hreint ótrúlegan sigur á toppliði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Ji Dong-Won skoraði sigurmarkið á þriðju mínútu uppbótartímans. Manchester City sótti nánast án afláts allan seinni hálfleikinn en leikmönnum liðsins tókst einfaldlega ekki að skora. Simon Mignolet átti stórleik í marki Sunderland og Suður-Kóreumaðurinn Dong-Won, sem kom inn á sem varamaður í leiknum, skoraði með nánast síðustu spyrnu leiksins. Sunderland hefur átt í stökustu vandræðum vegna meiðsla varnarmanna að undanförnu en liðið náði þó að halda aftur af miklum sóknarþunga City-manna sem hafa nú ekki skorað í tveimur leikjum í röð. Liðið gerði markalaust jafntefli við West Brom á öðrum degi jóla. Martin O'Neill hefur náð miklu úr liði Sunderland síðan hann tók við í byrjun desember en liðið er nú komið með 21 stig og situr í þrettánda sæti deildarinnar. Stuðningsmenn Manchester United fagna sjálfsagt þessum úrslitum eftir tapleikinn gegn Blackburn í gær en United og City eru enn jöfn að stigum á toppnum eftir leiki helgarinnar í Englandi. Roberto Mancini, knattspyrnustjóri City, ákvað að hvíla Mario Balotelli í dag auk þess sem að þeir David Silva og Sergio Agüero voru báðir á bekknum í upphafi leiksins. Það hafði greinileg áhrif á lið City því það voru heimamenn sem byrjuðu miklu mun betur í leiknum. Stephane Sessegnon átti góða sendingu inn fyrir vörn City á Nicklas Bendtner sem fór þó afar illa að ráði sínu og lét Joe Hart verja frá sér. City komst ekki almennilega inn í leikinn fyrr en um miðbik hálfleiksins. Edin Dzeko, sem var einn í framlínu City, komst tvívegis nálægt því að skora. Í fyrra skiptið varði Simon Mignolet en í seinna skotinu sleikti boltinn ofanverða slánna. Mancini brást við með því að setja Agüero inn á í hálfleiknum auk þess sem að David Silva kom inn á tíu mínútum síðar. City var meira með boltann en náði ekki að skapa sér mörg færi framan af. Sunderland komst svo í skyndisókn um miðbik hálfleiksins. Sessegnon komst einn gegn Hart í marki City en í stað þess að gefa á Bendtner, sem var dauðafrír hinum megin í teignum, ákvað hann að skjóta. Boltinn hæfði hins vegar ekki markið og O'Neill saup hveljur á hliðarlínunni. Micah Richards kom svo inn á þegar um 25 mínútur voru til leiksloka og var nánast um einstefnu að ræða að marki Sunderland eftir það. Dzeko fékk nokkur hálffæri og Richards átti skalla í slá á 89. mínutu en allt kom fyrir ekki - boltinn vildi ekki inn. City setti allt púðrið í sóknarleikinn og svaf á verðinum þegar að Sunderland komst í skyndisókn eftir að varnarmaður komst í veg fyrir skot Agüero. Boltinn barst á Dong-Won sem lék á Joe Hart og skoraði auðveldlega. Endursýningar í sjónvarpi sýndu samt að líklega var hann rangstæður en markið stóð engu að síður gilt og gríðarlega sætur sigur Sunderland-manna staðreynd. Mignolet átti stórleik í dag en þetta var hans fyrsti leikur síðan hann nef- og kinnbeinsbrotnaði í leik gegn Aston Villa í lok október. Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sjá meira
Sunderland vann hreint ótrúlegan sigur á toppliði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Ji Dong-Won skoraði sigurmarkið á þriðju mínútu uppbótartímans. Manchester City sótti nánast án afláts allan seinni hálfleikinn en leikmönnum liðsins tókst einfaldlega ekki að skora. Simon Mignolet átti stórleik í marki Sunderland og Suður-Kóreumaðurinn Dong-Won, sem kom inn á sem varamaður í leiknum, skoraði með nánast síðustu spyrnu leiksins. Sunderland hefur átt í stökustu vandræðum vegna meiðsla varnarmanna að undanförnu en liðið náði þó að halda aftur af miklum sóknarþunga City-manna sem hafa nú ekki skorað í tveimur leikjum í röð. Liðið gerði markalaust jafntefli við West Brom á öðrum degi jóla. Martin O'Neill hefur náð miklu úr liði Sunderland síðan hann tók við í byrjun desember en liðið er nú komið með 21 stig og situr í þrettánda sæti deildarinnar. Stuðningsmenn Manchester United fagna sjálfsagt þessum úrslitum eftir tapleikinn gegn Blackburn í gær en United og City eru enn jöfn að stigum á toppnum eftir leiki helgarinnar í Englandi. Roberto Mancini, knattspyrnustjóri City, ákvað að hvíla Mario Balotelli í dag auk þess sem að þeir David Silva og Sergio Agüero voru báðir á bekknum í upphafi leiksins. Það hafði greinileg áhrif á lið City því það voru heimamenn sem byrjuðu miklu mun betur í leiknum. Stephane Sessegnon átti góða sendingu inn fyrir vörn City á Nicklas Bendtner sem fór þó afar illa að ráði sínu og lét Joe Hart verja frá sér. City komst ekki almennilega inn í leikinn fyrr en um miðbik hálfleiksins. Edin Dzeko, sem var einn í framlínu City, komst tvívegis nálægt því að skora. Í fyrra skiptið varði Simon Mignolet en í seinna skotinu sleikti boltinn ofanverða slánna. Mancini brást við með því að setja Agüero inn á í hálfleiknum auk þess sem að David Silva kom inn á tíu mínútum síðar. City var meira með boltann en náði ekki að skapa sér mörg færi framan af. Sunderland komst svo í skyndisókn um miðbik hálfleiksins. Sessegnon komst einn gegn Hart í marki City en í stað þess að gefa á Bendtner, sem var dauðafrír hinum megin í teignum, ákvað hann að skjóta. Boltinn hæfði hins vegar ekki markið og O'Neill saup hveljur á hliðarlínunni. Micah Richards kom svo inn á þegar um 25 mínútur voru til leiksloka og var nánast um einstefnu að ræða að marki Sunderland eftir það. Dzeko fékk nokkur hálffæri og Richards átti skalla í slá á 89. mínutu en allt kom fyrir ekki - boltinn vildi ekki inn. City setti allt púðrið í sóknarleikinn og svaf á verðinum þegar að Sunderland komst í skyndisókn eftir að varnarmaður komst í veg fyrir skot Agüero. Boltinn barst á Dong-Won sem lék á Joe Hart og skoraði auðveldlega. Endursýningar í sjónvarpi sýndu samt að líklega var hann rangstæður en markið stóð engu að síður gilt og gríðarlega sætur sigur Sunderland-manna staðreynd. Mignolet átti stórleik í dag en þetta var hans fyrsti leikur síðan hann nef- og kinnbeinsbrotnaði í leik gegn Aston Villa í lok október.
Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sjá meira