Ji Dong-Won tryggði Sunderland ótrúlegan sigur á City Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. janúar 2012 00:01 Nordic Photos / Getty Images Sunderland vann hreint ótrúlegan sigur á toppliði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Ji Dong-Won skoraði sigurmarkið á þriðju mínútu uppbótartímans. Manchester City sótti nánast án afláts allan seinni hálfleikinn en leikmönnum liðsins tókst einfaldlega ekki að skora. Simon Mignolet átti stórleik í marki Sunderland og Suður-Kóreumaðurinn Dong-Won, sem kom inn á sem varamaður í leiknum, skoraði með nánast síðustu spyrnu leiksins. Sunderland hefur átt í stökustu vandræðum vegna meiðsla varnarmanna að undanförnu en liðið náði þó að halda aftur af miklum sóknarþunga City-manna sem hafa nú ekki skorað í tveimur leikjum í röð. Liðið gerði markalaust jafntefli við West Brom á öðrum degi jóla. Martin O'Neill hefur náð miklu úr liði Sunderland síðan hann tók við í byrjun desember en liðið er nú komið með 21 stig og situr í þrettánda sæti deildarinnar. Stuðningsmenn Manchester United fagna sjálfsagt þessum úrslitum eftir tapleikinn gegn Blackburn í gær en United og City eru enn jöfn að stigum á toppnum eftir leiki helgarinnar í Englandi. Roberto Mancini, knattspyrnustjóri City, ákvað að hvíla Mario Balotelli í dag auk þess sem að þeir David Silva og Sergio Agüero voru báðir á bekknum í upphafi leiksins. Það hafði greinileg áhrif á lið City því það voru heimamenn sem byrjuðu miklu mun betur í leiknum. Stephane Sessegnon átti góða sendingu inn fyrir vörn City á Nicklas Bendtner sem fór þó afar illa að ráði sínu og lét Joe Hart verja frá sér. City komst ekki almennilega inn í leikinn fyrr en um miðbik hálfleiksins. Edin Dzeko, sem var einn í framlínu City, komst tvívegis nálægt því að skora. Í fyrra skiptið varði Simon Mignolet en í seinna skotinu sleikti boltinn ofanverða slánna. Mancini brást við með því að setja Agüero inn á í hálfleiknum auk þess sem að David Silva kom inn á tíu mínútum síðar. City var meira með boltann en náði ekki að skapa sér mörg færi framan af. Sunderland komst svo í skyndisókn um miðbik hálfleiksins. Sessegnon komst einn gegn Hart í marki City en í stað þess að gefa á Bendtner, sem var dauðafrír hinum megin í teignum, ákvað hann að skjóta. Boltinn hæfði hins vegar ekki markið og O'Neill saup hveljur á hliðarlínunni. Micah Richards kom svo inn á þegar um 25 mínútur voru til leiksloka og var nánast um einstefnu að ræða að marki Sunderland eftir það. Dzeko fékk nokkur hálffæri og Richards átti skalla í slá á 89. mínutu en allt kom fyrir ekki - boltinn vildi ekki inn. City setti allt púðrið í sóknarleikinn og svaf á verðinum þegar að Sunderland komst í skyndisókn eftir að varnarmaður komst í veg fyrir skot Agüero. Boltinn barst á Dong-Won sem lék á Joe Hart og skoraði auðveldlega. Endursýningar í sjónvarpi sýndu samt að líklega var hann rangstæður en markið stóð engu að síður gilt og gríðarlega sætur sigur Sunderland-manna staðreynd. Mignolet átti stórleik í dag en þetta var hans fyrsti leikur síðan hann nef- og kinnbeinsbrotnaði í leik gegn Aston Villa í lok október. Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Sjá meira
Sunderland vann hreint ótrúlegan sigur á toppliði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Ji Dong-Won skoraði sigurmarkið á þriðju mínútu uppbótartímans. Manchester City sótti nánast án afláts allan seinni hálfleikinn en leikmönnum liðsins tókst einfaldlega ekki að skora. Simon Mignolet átti stórleik í marki Sunderland og Suður-Kóreumaðurinn Dong-Won, sem kom inn á sem varamaður í leiknum, skoraði með nánast síðustu spyrnu leiksins. Sunderland hefur átt í stökustu vandræðum vegna meiðsla varnarmanna að undanförnu en liðið náði þó að halda aftur af miklum sóknarþunga City-manna sem hafa nú ekki skorað í tveimur leikjum í röð. Liðið gerði markalaust jafntefli við West Brom á öðrum degi jóla. Martin O'Neill hefur náð miklu úr liði Sunderland síðan hann tók við í byrjun desember en liðið er nú komið með 21 stig og situr í þrettánda sæti deildarinnar. Stuðningsmenn Manchester United fagna sjálfsagt þessum úrslitum eftir tapleikinn gegn Blackburn í gær en United og City eru enn jöfn að stigum á toppnum eftir leiki helgarinnar í Englandi. Roberto Mancini, knattspyrnustjóri City, ákvað að hvíla Mario Balotelli í dag auk þess sem að þeir David Silva og Sergio Agüero voru báðir á bekknum í upphafi leiksins. Það hafði greinileg áhrif á lið City því það voru heimamenn sem byrjuðu miklu mun betur í leiknum. Stephane Sessegnon átti góða sendingu inn fyrir vörn City á Nicklas Bendtner sem fór þó afar illa að ráði sínu og lét Joe Hart verja frá sér. City komst ekki almennilega inn í leikinn fyrr en um miðbik hálfleiksins. Edin Dzeko, sem var einn í framlínu City, komst tvívegis nálægt því að skora. Í fyrra skiptið varði Simon Mignolet en í seinna skotinu sleikti boltinn ofanverða slánna. Mancini brást við með því að setja Agüero inn á í hálfleiknum auk þess sem að David Silva kom inn á tíu mínútum síðar. City var meira með boltann en náði ekki að skapa sér mörg færi framan af. Sunderland komst svo í skyndisókn um miðbik hálfleiksins. Sessegnon komst einn gegn Hart í marki City en í stað þess að gefa á Bendtner, sem var dauðafrír hinum megin í teignum, ákvað hann að skjóta. Boltinn hæfði hins vegar ekki markið og O'Neill saup hveljur á hliðarlínunni. Micah Richards kom svo inn á þegar um 25 mínútur voru til leiksloka og var nánast um einstefnu að ræða að marki Sunderland eftir það. Dzeko fékk nokkur hálffæri og Richards átti skalla í slá á 89. mínutu en allt kom fyrir ekki - boltinn vildi ekki inn. City setti allt púðrið í sóknarleikinn og svaf á verðinum þegar að Sunderland komst í skyndisókn eftir að varnarmaður komst í veg fyrir skot Agüero. Boltinn barst á Dong-Won sem lék á Joe Hart og skoraði auðveldlega. Endursýningar í sjónvarpi sýndu samt að líklega var hann rangstæður en markið stóð engu að síður gilt og gríðarlega sætur sigur Sunderland-manna staðreynd. Mignolet átti stórleik í dag en þetta var hans fyrsti leikur síðan hann nef- og kinnbeinsbrotnaði í leik gegn Aston Villa í lok október.
Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Sjá meira