Fótbolti

Drillo valdi ungan framherja Manchester United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Joshua King verður í leikmannahópi Noregs sem mætir Íslandi í fyrsta leik liðanna í undankeppni HM 2014 á föstudagskvöldið.

Vegard Forren, leikmaður Molde, hafði áður verið kallaður inn í hópinn vegna forfalla og nú hefur King bæst í hópinn sem mætir Íslandi og Slóveníu á næstu dögum.

King, sem er 20 ára gamall, hefur ekki áður spilað með A-landsliðið Noregs en á nokkra leiki að baki með yngri landsliðum. Hann kom til United frá Vålerenga árið 2008, þá sextán ára gamall. Hann hefur ekki spilað með aðalliði félagsins en hefur leikið sem lánsmaður með Preston North End, Gladbach og Hull City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×