Fótbolti

Ummæli Villas-Boas komu Deschamps á óvart

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, vildi ekki láta draga sig í deilur við Andre Villas-Boas, stjóra Tottenham, vegna ummæla þess síðarnefnda um Hugo Lloris.

Lloris, landsliðsmarkvörður Frakka, gekk í raðir Tottenham á föstudag en Brad Friedel átti stórleik í marki liðsins gegn Norwich á laugardaginn.

„Það stendur ekki í samningum manna að þeir eigi að spila eftir að þeir skipta um félag," sagði Villas-Boas eftir leikinn.

„Hann [Lloris] verður að keppa við þrjá góða markverði um stöðu í byrjunarliðinu. Brad hefur staðið sig virkilega vel og á skilið að spila. Enda mun hann halda áfram að spila."

„Ég sá ummæli Villas-Boas," sagði Deschamps. „Þau komu mér á óvart. Ég vil þó ekki valda einhverju vandamáli sem er ekki til í dag. Ég þarf að glíma við önnur vandamál eins og er. En eitthvað gerist meira í þessum málum þarf vissulega að skoða þau."

„Hugo var ekki ánægður með ummælin og við vitum öll hvað hann getur. Hann ætlar að einbeita sér að þessum tveimur landsleikjum og ég vona að það gangi vel hjá honum eftir það."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×