Pistill: Þú getur breytt heiminum! 24. október 2012 09:50 Sigurður Ragnar Eyjólfsson. vísir/stefán Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur birt áhugaverðan pistil á heimasíðu Knattspyrnusambandsins. Pistillinn er skrifaður í tilefni af landsleik Íslands og Úkraínu á morgun en mikið er undir hjá stelpunum okkar í leiknum. Farmiði á lokamót EM er undir. Hér að neðan má lesa pistil Sigurðar Ragnars. Kæri fótboltaunnandi, Í dag ætlar þú að hjálpa mér að breyta heiminum... Ég heiti Siggi Raggi og þjálfa A-landslið kvenna í knattspyrnu. Ég held stundum fyrirlestra um hvað þarf til að ná árangri og hugarfar sigurvegarans og í upphafi þeirra segi ég oft að "það fyrsta sem maður þarf til að ná árangri er að eiga sér draum". Fimmtudaginn 25. október klukkan 18.30 á Laugardalsvelli munu 18 landsliðskonur Íslands sjá æskudrauma sína um að komast í lokakeppni stórmóts rætast eða verða að engu. Ísland spilar þá við Úkraínu úrslitaleik um að komast í lokakeppni Evrópumóts kvennalandsliða. Nú ætla ég að hugsa eins og sigurvegari og biðja þig um greiða sem breytir heiminum... Heimurinn sem þú ætlar að hjálpa mér að breyta er í huga þessara 18 stúlkna sem leika knattspyrnu fyrir íslenska kvennalandsliðið og dreymir um að komast í lokakeppni. Það eru 18 stelpur sem spila alltaf með hjartanu og fórna sér fyrir íslensku þjóðina. Þær hafa alist upp við að stelpur í fótbolta séu ekki jafn merkilegar og strákar. Það hefur meðal annars endurspeglast í því að mun færri koma að styðja þær heldur en strákana okkar. Ég ætla því að biðja þig um að kaupa miða á landsleikinn og mæta og styðja stelpurnar á þessum A-landsleik Íslands og Úkraínu sem fer fram á morgun (fimmtudaginn 25.okt) kl 18:30 á Laugardalsvelli. Miðinn kostar bara 1.000 krónur. Ef allir segja já eins og þú verður pottþétt uppselt! Ég hef þjálfað kvennalandsliðið í 6 ár. Öll árin hefur mig dreymt um að stelpurnar fengju að upplifa það að spila fyrir framan fullan Laugardalsvöll en völlurinn tekur 10.000 manns í sæti. Ég á sjálfur litla stelpu sem er að alast upp við það að íþróttir stúlkna fá ekki sömu athygli, umfjöllun og fjármagn og karlaíþróttir. Hver segir að heimurinn okkar þurfi að vera svoleiðis? Við erum föst í viðhorfum sem gamlar hefðir hafa mótað en það er hægt að breyta heiminum. Ég og þú getum það saman! Venjulega koma á milli 3.000 og 4.000 manns á landsleikina okkar en mest hafa komið 6.000 manns á völlinn. En ég vil fá 10.000 manns! Með því að það verður uppselt á kvennalandsleikinn breytum við heiminum. Ekki bara hjá þeim 18 stelpum sem klæðast landsliðstreyjunni í leiknum. Heldur í huga allra lítilla stúlkna sem æfa íþróttir á Íslandi. Stelpurnar eru nefnilega jafn merkilegar og strákarnir. Innst inni vitum við að það er rétt. Ég ætla að taka þátt í að breyta heiminum og ég vona að þú gerir það líka. Ég treysti á að þú kaupir miða og allir sem þú þekkir mæti á völlinn með þér! Takk fyrir að hjálpa mér að breyta heiminum! Sjáumst á vellinum. Áfram Ísland! Siggi Raggi A-landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu p.s. Landsleikurinn á morgun er úrslitaleikur um að komast í lokakeppni Evrópumóts kvennalandsliða sem fer fram í Svíþjóð á næsta ári. Ef þú vilt breyta heiminum deildu þá þessum pistli út um allt. Sendu hann til allra sem þú þekkir! Siggi Raggi Fótbolti Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur birt áhugaverðan pistil á heimasíðu Knattspyrnusambandsins. Pistillinn er skrifaður í tilefni af landsleik Íslands og Úkraínu á morgun en mikið er undir hjá stelpunum okkar í leiknum. Farmiði á lokamót EM er undir. Hér að neðan má lesa pistil Sigurðar Ragnars. Kæri fótboltaunnandi, Í dag ætlar þú að hjálpa mér að breyta heiminum... Ég heiti Siggi Raggi og þjálfa A-landslið kvenna í knattspyrnu. Ég held stundum fyrirlestra um hvað þarf til að ná árangri og hugarfar sigurvegarans og í upphafi þeirra segi ég oft að "það fyrsta sem maður þarf til að ná árangri er að eiga sér draum". Fimmtudaginn 25. október klukkan 18.30 á Laugardalsvelli munu 18 landsliðskonur Íslands sjá æskudrauma sína um að komast í lokakeppni stórmóts rætast eða verða að engu. Ísland spilar þá við Úkraínu úrslitaleik um að komast í lokakeppni Evrópumóts kvennalandsliða. Nú ætla ég að hugsa eins og sigurvegari og biðja þig um greiða sem breytir heiminum... Heimurinn sem þú ætlar að hjálpa mér að breyta er í huga þessara 18 stúlkna sem leika knattspyrnu fyrir íslenska kvennalandsliðið og dreymir um að komast í lokakeppni. Það eru 18 stelpur sem spila alltaf með hjartanu og fórna sér fyrir íslensku þjóðina. Þær hafa alist upp við að stelpur í fótbolta séu ekki jafn merkilegar og strákar. Það hefur meðal annars endurspeglast í því að mun færri koma að styðja þær heldur en strákana okkar. Ég ætla því að biðja þig um að kaupa miða á landsleikinn og mæta og styðja stelpurnar á þessum A-landsleik Íslands og Úkraínu sem fer fram á morgun (fimmtudaginn 25.okt) kl 18:30 á Laugardalsvelli. Miðinn kostar bara 1.000 krónur. Ef allir segja já eins og þú verður pottþétt uppselt! Ég hef þjálfað kvennalandsliðið í 6 ár. Öll árin hefur mig dreymt um að stelpurnar fengju að upplifa það að spila fyrir framan fullan Laugardalsvöll en völlurinn tekur 10.000 manns í sæti. Ég á sjálfur litla stelpu sem er að alast upp við það að íþróttir stúlkna fá ekki sömu athygli, umfjöllun og fjármagn og karlaíþróttir. Hver segir að heimurinn okkar þurfi að vera svoleiðis? Við erum föst í viðhorfum sem gamlar hefðir hafa mótað en það er hægt að breyta heiminum. Ég og þú getum það saman! Venjulega koma á milli 3.000 og 4.000 manns á landsleikina okkar en mest hafa komið 6.000 manns á völlinn. En ég vil fá 10.000 manns! Með því að það verður uppselt á kvennalandsleikinn breytum við heiminum. Ekki bara hjá þeim 18 stelpum sem klæðast landsliðstreyjunni í leiknum. Heldur í huga allra lítilla stúlkna sem æfa íþróttir á Íslandi. Stelpurnar eru nefnilega jafn merkilegar og strákarnir. Innst inni vitum við að það er rétt. Ég ætla að taka þátt í að breyta heiminum og ég vona að þú gerir það líka. Ég treysti á að þú kaupir miða og allir sem þú þekkir mæti á völlinn með þér! Takk fyrir að hjálpa mér að breyta heiminum! Sjáumst á vellinum. Áfram Ísland! Siggi Raggi A-landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu p.s. Landsleikurinn á morgun er úrslitaleikur um að komast í lokakeppni Evrópumóts kvennalandsliða sem fer fram í Svíþjóð á næsta ári. Ef þú vilt breyta heiminum deildu þá þessum pistli út um allt. Sendu hann til allra sem þú þekkir! Siggi Raggi
Fótbolti Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira