Reynir: Real Madrid er ekki of stór biti fyrir Bæjara 17. apríl 2012 10:45 Reynir Leósson, Þorsteinn J, Heimir Guðjónsson og Pétur Marteinsson eru sérfræðingar Stöðvar 2 í Meistaradeildarmörkunum. Bayern München og Real Madrid mætast í kvöld í fyrri leik sínum í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en leikur kvöldsins fer fram í Þýskalandi og er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fréttablaðið fékk knattspyrnuspekinginn Reyni Leósson til að velta fyrir sér þessum leik. „Fyrri leikurinn í undanúrslitum Meistaradeildarinnar er oft lagður upp eins og "skák". Þjálfararnir leggja mikið upp úr því að leikmenn fari rólega af stað og geri engin mistök. Ég er samt á þeirri skoðun að þessi leikur eigi eftir að bjóða upp á mikla skemmtun. Leikurinn í kvöld er konfektkassi sem er fullur af fótboltagóðgæti. Real Madrid er vissulega stór biti fyrir FC Bayern München en ekki of stór biti," segir Reynir Leósson og bætir við: „Ég tel að FC Bayern sé það lið sem geti veitt spænsku liðunum hvað mesta keppni í Meistaradeildinni. Þjóðverjarnir hafa verið gríðarlega öflugir og þá sérstaklega í meistaradeildinni. Þeir eru að missa af meistaratitlinum í heimalandinu en Meistaradeildin hefur verið þeirra mót í vetur. Að mínu mati getur FC Bayern hæglega slegið Real Madrid úr leik," sagði Reynir en ítarleg umfjöllun um leikinn hefst kl. 18 þar sem að knattspyrnusérfræðingar Stöðvar 2 fara yfir málin í þætti Þorsteins J. „Það eru gríðarleg gæði sem búa í liði Real Madrid og FC Bayern verður að forðast það að fá á sig mark á heimavelli. Veikasti hlekkur FC Bayern eru miðverðirnir Jérôme Boateng og Holger Badstuber. Þeir eru alls ekkert lélegir leikmenn ef það er hægt að finna veikleika hjá þessu liði þá eru það þessir leikmenn. Ég á von á því Þjóðverjarnir fari frekar rólega inn í leikinn gegn Real Madrid, ólíkt því sem þeir gerðu gegn Basel og Marseille, þar sem þeir voru á útivelli í fyrri leiknum. Sóknarleikur Real Madrid er öflugur og FC Bayern þarf að leggja áherslu á að tvöfalda og vera með góða hjálparvörn gegn þeim Cristiano Ronaldo, Karim Benzema og Gonzalo Higuaín. FC Bayern fór gjörsamlega hamförum í sóknarleiknum gegn Basel en ég á ekki von á því gegn Real Madrid. Það er mitt mat að Jupp Heynckes þjálfari FC Bayern muni ekki setja einhvern leikmann í „maður á mann" varnarleik gegn Ronaldo. Þeir munu þess í stað hjálpast að með varnarleikinn gegn Ronaldo." Reynir segir að miklar breytingar hafi átt sér stað hjá liði Real Madrid frá því að Jose Mourinho tók við liðinu. „Mourinho þjálfari Real Madrid mun eflaust leggja áherslu á að Ronaldo verði mjög virkur í sóknarleiknum á vinstri vængnum. Arjen Robben er ekki sá besti í hjálparvörninni og Philipp Lahm hægri bakvörður FC Bayern þarf að fá mikla hjálp frá Hollendingnum í þessum leik". Reynir bætir því við að Þjóðverjarnir séu alltaf líklegir til þess að skora mark og agaður varnarleikur liðsins geti skilað góðum úrslitum á heimavelli. Arjen Robben hefur verið mjög vaxandi á þessari leiktíð, Franck Ribéry er frábær leikmaður og ekki má gleyma Mario Gómez sem hefur skorað 12 mörk í 11 leikjum. Aðeins Lionel Messi hjá Barcelona og Ronaldo hjá Real Madrid hafa gert betur í Meistaradeildinni í vetur. Það getur því allt gerst í þessum leik." „Mourinho hefur lagt mikla áherslu á að laga varnarleik liðsins frá því hann tók við liðinu. Hann er óhræddur við að „pakka" í vörn ef þess er þörf og gefa langar sendingar fram völlinn. Þetta er einkenni Mourhino. Real Madrid, þetta stóra og þekkta félag, fer núna í útileiki leikur af varfærni og yfirvegun. Liðið er yfirleitt alltaf með tvo varnartengiliði fyrir framan fjögurra manna varnarlínu. Sami Khedira og Xabi Alonso eru gríðarlega duglegir á miðjunni – og það hefur oft skort hjá Real Madrid í gegnum tíðina, að vera með menn á miðjunni sem geta varist. Real Madrid náði fínum úrslitum gegn CSKA Moskvu í fyrri leiknum í 16-liða úrslitum keppninnar þar sem liðið skoraði mark á útivelli í 1-1 jafnteflisleik. Það var fínt veganesti fyrir síðari leikinn sem endaði 4-1," sagði Reyni Leósson. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Sjá meira
Bayern München og Real Madrid mætast í kvöld í fyrri leik sínum í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en leikur kvöldsins fer fram í Þýskalandi og er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fréttablaðið fékk knattspyrnuspekinginn Reyni Leósson til að velta fyrir sér þessum leik. „Fyrri leikurinn í undanúrslitum Meistaradeildarinnar er oft lagður upp eins og "skák". Þjálfararnir leggja mikið upp úr því að leikmenn fari rólega af stað og geri engin mistök. Ég er samt á þeirri skoðun að þessi leikur eigi eftir að bjóða upp á mikla skemmtun. Leikurinn í kvöld er konfektkassi sem er fullur af fótboltagóðgæti. Real Madrid er vissulega stór biti fyrir FC Bayern München en ekki of stór biti," segir Reynir Leósson og bætir við: „Ég tel að FC Bayern sé það lið sem geti veitt spænsku liðunum hvað mesta keppni í Meistaradeildinni. Þjóðverjarnir hafa verið gríðarlega öflugir og þá sérstaklega í meistaradeildinni. Þeir eru að missa af meistaratitlinum í heimalandinu en Meistaradeildin hefur verið þeirra mót í vetur. Að mínu mati getur FC Bayern hæglega slegið Real Madrid úr leik," sagði Reynir en ítarleg umfjöllun um leikinn hefst kl. 18 þar sem að knattspyrnusérfræðingar Stöðvar 2 fara yfir málin í þætti Þorsteins J. „Það eru gríðarleg gæði sem búa í liði Real Madrid og FC Bayern verður að forðast það að fá á sig mark á heimavelli. Veikasti hlekkur FC Bayern eru miðverðirnir Jérôme Boateng og Holger Badstuber. Þeir eru alls ekkert lélegir leikmenn ef það er hægt að finna veikleika hjá þessu liði þá eru það þessir leikmenn. Ég á von á því Þjóðverjarnir fari frekar rólega inn í leikinn gegn Real Madrid, ólíkt því sem þeir gerðu gegn Basel og Marseille, þar sem þeir voru á útivelli í fyrri leiknum. Sóknarleikur Real Madrid er öflugur og FC Bayern þarf að leggja áherslu á að tvöfalda og vera með góða hjálparvörn gegn þeim Cristiano Ronaldo, Karim Benzema og Gonzalo Higuaín. FC Bayern fór gjörsamlega hamförum í sóknarleiknum gegn Basel en ég á ekki von á því gegn Real Madrid. Það er mitt mat að Jupp Heynckes þjálfari FC Bayern muni ekki setja einhvern leikmann í „maður á mann" varnarleik gegn Ronaldo. Þeir munu þess í stað hjálpast að með varnarleikinn gegn Ronaldo." Reynir segir að miklar breytingar hafi átt sér stað hjá liði Real Madrid frá því að Jose Mourinho tók við liðinu. „Mourinho þjálfari Real Madrid mun eflaust leggja áherslu á að Ronaldo verði mjög virkur í sóknarleiknum á vinstri vængnum. Arjen Robben er ekki sá besti í hjálparvörninni og Philipp Lahm hægri bakvörður FC Bayern þarf að fá mikla hjálp frá Hollendingnum í þessum leik". Reynir bætir því við að Þjóðverjarnir séu alltaf líklegir til þess að skora mark og agaður varnarleikur liðsins geti skilað góðum úrslitum á heimavelli. Arjen Robben hefur verið mjög vaxandi á þessari leiktíð, Franck Ribéry er frábær leikmaður og ekki má gleyma Mario Gómez sem hefur skorað 12 mörk í 11 leikjum. Aðeins Lionel Messi hjá Barcelona og Ronaldo hjá Real Madrid hafa gert betur í Meistaradeildinni í vetur. Það getur því allt gerst í þessum leik." „Mourinho hefur lagt mikla áherslu á að laga varnarleik liðsins frá því hann tók við liðinu. Hann er óhræddur við að „pakka" í vörn ef þess er þörf og gefa langar sendingar fram völlinn. Þetta er einkenni Mourhino. Real Madrid, þetta stóra og þekkta félag, fer núna í útileiki leikur af varfærni og yfirvegun. Liðið er yfirleitt alltaf með tvo varnartengiliði fyrir framan fjögurra manna varnarlínu. Sami Khedira og Xabi Alonso eru gríðarlega duglegir á miðjunni – og það hefur oft skort hjá Real Madrid í gegnum tíðina, að vera með menn á miðjunni sem geta varist. Real Madrid náði fínum úrslitum gegn CSKA Moskvu í fyrri leiknum í 16-liða úrslitum keppninnar þar sem liðið skoraði mark á útivelli í 1-1 jafnteflisleik. Það var fínt veganesti fyrir síðari leikinn sem endaði 4-1," sagði Reyni Leósson.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Sjá meira