Það gengur illa hjá Real Madrid að finna samastað fyrir Tyrkjann Nuri Sahin en hann verður lánaður til Englands í vetur. Hann hefur verið á leiðinni til Liverpool eða Arsenal alla vikuna.
Nú segir Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, að félagið sé mjög nálægt því að ganga frá lánssamningi við leikmanninn en Arsenal vildi frekar kaupa. Það var Real ekki til í.
"Vonandi fáum við staðfestingu á næstu 24 tímum að þetta sé frágengið," sagði Rodgers. "Þetta er langt komið. Ég er spenntur enda góður leikmaður."
Rodgers segist vera nálægt því að landa Sahin

Mest lesið

Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji?
Enski boltinn

Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak
Enski boltinn

KR sækir ungan bakvörð út á landi
Körfubolti

„Sýna að maður eigi það skilið“
Körfubolti

ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal
Íslenski boltinn





Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik
Íslenski boltinn