Segir ákvörðun stjórnar SffR "fráleita“ og "einsdæmi“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. desember 2012 11:58 Formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar segir ákvörðun stjórnar Samfylkingarfélagsins í Reykjavík fráleita og einsdæmi í sögu flokksins, en stjórnin ákvað að gera greiðslu félagsgjalds að skilyrði fyrir þátttöku í allsherjaratkvæðagreiðslu um hver verður næsti formaður flokksins. Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, sem er fjölmennasta aðildarfélag Samfylkingarinnar, tók þá ákvörðun á dögunum að þátttaka á landsfundi og í allsherjaratkvæðagreiðslu um embætti formanns flokksins yrði frá og með áramótum aðeins í boði fyrir virka félagsmenn sem greitt hefðu 4000 króna félagsgjald. Stjórnin ákvað með þessu að nýta sér heimild í lögum félagsins um að krefja félagsmenn um félagsgjald. Fjöldi félagsmanna er 4200 en aðeins 1400 eru virkir. Að óbreyttu munu því 66 prósent félagsmanna ekki fá að greiða atkvæði nema þeir greiði uppsett gjald.Einsdæmi í Samfylkingunni Valgerður Bjarnadóttir þingmaður flokksins gagnrýndi þetta í samtali við vefmiðilinn Eyjuna í gær. Margrét S. Björnsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og einn af æðstu embættismönnum flokksins, gagnrýnir þessa ákvörðun jafnframt harðlega. „Þetta er ákvörðun stjórnar þessa félags og mér finnst hún fráleit og hún er einsdæmi í Samfylkingunni," segir Margrét, en af 43 aðildarfélögum flokksins er þetta eina félagið sem fer þessa leið. Margrét segir að þarna sé verið að útiloka stóran hóp fólks, sem hafi áhuga á að starfa í Samfylkingunni, frá því að hafa áhrif á hver verður næsti formaður flokksins. „Samfylkingin er jafnaðarmannaflokkur og við vitum að það stendur mis vel á hjá fólki, ekki síst á þessum árstíma. Mér finnst þessi ákvörðun, sem ég vona að stjórnin endurskoði, alveg út í hött. En mér finnst rétt að það komi fram að ef fólk er ósátt við þessa ákvörðun stjórnarinnar og þau endurskoða hana ekki þá er mjög auðvelt að flytja sig yfir í önnur aðildarfélög Samfylkingarinnar hér í Reykjavík. Það eru félög eins og Félag frjálslyndra jafnaðarmanna og Rósin og fleiri félög sem gera ekki greiðslu félagsgjalds að skilyrði," segir Margrét. Hún segir að það sé auðvelt að flytja sig milli félaga, tölvupóstur dugi. Mörður Árnason, þingmaður flokksins í Reykjavík og fyrrverandi stjórnarmaður í umræddu félagi, segist skilja þessa ákvörðun. „Ég er alveg rólegur yfir þessu. Þetta stendur ekki í sambandi við formannskjör eða nein slík átök eða flokkadrætti, þannig að ég held að menn eigi ekki að fara af límingunum út af þessu," segir Mörður. Hann segir að stjórn félagsins verði að svara fyrir þessa ákvörðun, en segist telja að þarna sé verið í grunninn að stefna að því að aðeins virkir félagsmenn geti haft áhrif. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira
Formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar segir ákvörðun stjórnar Samfylkingarfélagsins í Reykjavík fráleita og einsdæmi í sögu flokksins, en stjórnin ákvað að gera greiðslu félagsgjalds að skilyrði fyrir þátttöku í allsherjaratkvæðagreiðslu um hver verður næsti formaður flokksins. Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, sem er fjölmennasta aðildarfélag Samfylkingarinnar, tók þá ákvörðun á dögunum að þátttaka á landsfundi og í allsherjaratkvæðagreiðslu um embætti formanns flokksins yrði frá og með áramótum aðeins í boði fyrir virka félagsmenn sem greitt hefðu 4000 króna félagsgjald. Stjórnin ákvað með þessu að nýta sér heimild í lögum félagsins um að krefja félagsmenn um félagsgjald. Fjöldi félagsmanna er 4200 en aðeins 1400 eru virkir. Að óbreyttu munu því 66 prósent félagsmanna ekki fá að greiða atkvæði nema þeir greiði uppsett gjald.Einsdæmi í Samfylkingunni Valgerður Bjarnadóttir þingmaður flokksins gagnrýndi þetta í samtali við vefmiðilinn Eyjuna í gær. Margrét S. Björnsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og einn af æðstu embættismönnum flokksins, gagnrýnir þessa ákvörðun jafnframt harðlega. „Þetta er ákvörðun stjórnar þessa félags og mér finnst hún fráleit og hún er einsdæmi í Samfylkingunni," segir Margrét, en af 43 aðildarfélögum flokksins er þetta eina félagið sem fer þessa leið. Margrét segir að þarna sé verið að útiloka stóran hóp fólks, sem hafi áhuga á að starfa í Samfylkingunni, frá því að hafa áhrif á hver verður næsti formaður flokksins. „Samfylkingin er jafnaðarmannaflokkur og við vitum að það stendur mis vel á hjá fólki, ekki síst á þessum árstíma. Mér finnst þessi ákvörðun, sem ég vona að stjórnin endurskoði, alveg út í hött. En mér finnst rétt að það komi fram að ef fólk er ósátt við þessa ákvörðun stjórnarinnar og þau endurskoða hana ekki þá er mjög auðvelt að flytja sig yfir í önnur aðildarfélög Samfylkingarinnar hér í Reykjavík. Það eru félög eins og Félag frjálslyndra jafnaðarmanna og Rósin og fleiri félög sem gera ekki greiðslu félagsgjalds að skilyrði," segir Margrét. Hún segir að það sé auðvelt að flytja sig milli félaga, tölvupóstur dugi. Mörður Árnason, þingmaður flokksins í Reykjavík og fyrrverandi stjórnarmaður í umræddu félagi, segist skilja þessa ákvörðun. „Ég er alveg rólegur yfir þessu. Þetta stendur ekki í sambandi við formannskjör eða nein slík átök eða flokkadrætti, þannig að ég held að menn eigi ekki að fara af límingunum út af þessu," segir Mörður. Hann segir að stjórn félagsins verði að svara fyrir þessa ákvörðun, en segist telja að þarna sé verið í grunninn að stefna að því að aðeins virkir félagsmenn geti haft áhrif. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira