Segir ákvörðun stjórnar SffR "fráleita“ og "einsdæmi“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. desember 2012 11:58 Formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar segir ákvörðun stjórnar Samfylkingarfélagsins í Reykjavík fráleita og einsdæmi í sögu flokksins, en stjórnin ákvað að gera greiðslu félagsgjalds að skilyrði fyrir þátttöku í allsherjaratkvæðagreiðslu um hver verður næsti formaður flokksins. Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, sem er fjölmennasta aðildarfélag Samfylkingarinnar, tók þá ákvörðun á dögunum að þátttaka á landsfundi og í allsherjaratkvæðagreiðslu um embætti formanns flokksins yrði frá og með áramótum aðeins í boði fyrir virka félagsmenn sem greitt hefðu 4000 króna félagsgjald. Stjórnin ákvað með þessu að nýta sér heimild í lögum félagsins um að krefja félagsmenn um félagsgjald. Fjöldi félagsmanna er 4200 en aðeins 1400 eru virkir. Að óbreyttu munu því 66 prósent félagsmanna ekki fá að greiða atkvæði nema þeir greiði uppsett gjald.Einsdæmi í Samfylkingunni Valgerður Bjarnadóttir þingmaður flokksins gagnrýndi þetta í samtali við vefmiðilinn Eyjuna í gær. Margrét S. Björnsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og einn af æðstu embættismönnum flokksins, gagnrýnir þessa ákvörðun jafnframt harðlega. „Þetta er ákvörðun stjórnar þessa félags og mér finnst hún fráleit og hún er einsdæmi í Samfylkingunni," segir Margrét, en af 43 aðildarfélögum flokksins er þetta eina félagið sem fer þessa leið. Margrét segir að þarna sé verið að útiloka stóran hóp fólks, sem hafi áhuga á að starfa í Samfylkingunni, frá því að hafa áhrif á hver verður næsti formaður flokksins. „Samfylkingin er jafnaðarmannaflokkur og við vitum að það stendur mis vel á hjá fólki, ekki síst á þessum árstíma. Mér finnst þessi ákvörðun, sem ég vona að stjórnin endurskoði, alveg út í hött. En mér finnst rétt að það komi fram að ef fólk er ósátt við þessa ákvörðun stjórnarinnar og þau endurskoða hana ekki þá er mjög auðvelt að flytja sig yfir í önnur aðildarfélög Samfylkingarinnar hér í Reykjavík. Það eru félög eins og Félag frjálslyndra jafnaðarmanna og Rósin og fleiri félög sem gera ekki greiðslu félagsgjalds að skilyrði," segir Margrét. Hún segir að það sé auðvelt að flytja sig milli félaga, tölvupóstur dugi. Mörður Árnason, þingmaður flokksins í Reykjavík og fyrrverandi stjórnarmaður í umræddu félagi, segist skilja þessa ákvörðun. „Ég er alveg rólegur yfir þessu. Þetta stendur ekki í sambandi við formannskjör eða nein slík átök eða flokkadrætti, þannig að ég held að menn eigi ekki að fara af límingunum út af þessu," segir Mörður. Hann segir að stjórn félagsins verði að svara fyrir þessa ákvörðun, en segist telja að þarna sé verið í grunninn að stefna að því að aðeins virkir félagsmenn geti haft áhrif. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar segir ákvörðun stjórnar Samfylkingarfélagsins í Reykjavík fráleita og einsdæmi í sögu flokksins, en stjórnin ákvað að gera greiðslu félagsgjalds að skilyrði fyrir þátttöku í allsherjaratkvæðagreiðslu um hver verður næsti formaður flokksins. Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, sem er fjölmennasta aðildarfélag Samfylkingarinnar, tók þá ákvörðun á dögunum að þátttaka á landsfundi og í allsherjaratkvæðagreiðslu um embætti formanns flokksins yrði frá og með áramótum aðeins í boði fyrir virka félagsmenn sem greitt hefðu 4000 króna félagsgjald. Stjórnin ákvað með þessu að nýta sér heimild í lögum félagsins um að krefja félagsmenn um félagsgjald. Fjöldi félagsmanna er 4200 en aðeins 1400 eru virkir. Að óbreyttu munu því 66 prósent félagsmanna ekki fá að greiða atkvæði nema þeir greiði uppsett gjald.Einsdæmi í Samfylkingunni Valgerður Bjarnadóttir þingmaður flokksins gagnrýndi þetta í samtali við vefmiðilinn Eyjuna í gær. Margrét S. Björnsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og einn af æðstu embættismönnum flokksins, gagnrýnir þessa ákvörðun jafnframt harðlega. „Þetta er ákvörðun stjórnar þessa félags og mér finnst hún fráleit og hún er einsdæmi í Samfylkingunni," segir Margrét, en af 43 aðildarfélögum flokksins er þetta eina félagið sem fer þessa leið. Margrét segir að þarna sé verið að útiloka stóran hóp fólks, sem hafi áhuga á að starfa í Samfylkingunni, frá því að hafa áhrif á hver verður næsti formaður flokksins. „Samfylkingin er jafnaðarmannaflokkur og við vitum að það stendur mis vel á hjá fólki, ekki síst á þessum árstíma. Mér finnst þessi ákvörðun, sem ég vona að stjórnin endurskoði, alveg út í hött. En mér finnst rétt að það komi fram að ef fólk er ósátt við þessa ákvörðun stjórnarinnar og þau endurskoða hana ekki þá er mjög auðvelt að flytja sig yfir í önnur aðildarfélög Samfylkingarinnar hér í Reykjavík. Það eru félög eins og Félag frjálslyndra jafnaðarmanna og Rósin og fleiri félög sem gera ekki greiðslu félagsgjalds að skilyrði," segir Margrét. Hún segir að það sé auðvelt að flytja sig milli félaga, tölvupóstur dugi. Mörður Árnason, þingmaður flokksins í Reykjavík og fyrrverandi stjórnarmaður í umræddu félagi, segist skilja þessa ákvörðun. „Ég er alveg rólegur yfir þessu. Þetta stendur ekki í sambandi við formannskjör eða nein slík átök eða flokkadrætti, þannig að ég held að menn eigi ekki að fara af límingunum út af þessu," segir Mörður. Hann segir að stjórn félagsins verði að svara fyrir þessa ákvörðun, en segist telja að þarna sé verið í grunninn að stefna að því að aðeins virkir félagsmenn geti haft áhrif. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira