Segir ákvörðun stjórnar SffR "fráleita“ og "einsdæmi“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. desember 2012 11:58 Formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar segir ákvörðun stjórnar Samfylkingarfélagsins í Reykjavík fráleita og einsdæmi í sögu flokksins, en stjórnin ákvað að gera greiðslu félagsgjalds að skilyrði fyrir þátttöku í allsherjaratkvæðagreiðslu um hver verður næsti formaður flokksins. Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, sem er fjölmennasta aðildarfélag Samfylkingarinnar, tók þá ákvörðun á dögunum að þátttaka á landsfundi og í allsherjaratkvæðagreiðslu um embætti formanns flokksins yrði frá og með áramótum aðeins í boði fyrir virka félagsmenn sem greitt hefðu 4000 króna félagsgjald. Stjórnin ákvað með þessu að nýta sér heimild í lögum félagsins um að krefja félagsmenn um félagsgjald. Fjöldi félagsmanna er 4200 en aðeins 1400 eru virkir. Að óbreyttu munu því 66 prósent félagsmanna ekki fá að greiða atkvæði nema þeir greiði uppsett gjald.Einsdæmi í Samfylkingunni Valgerður Bjarnadóttir þingmaður flokksins gagnrýndi þetta í samtali við vefmiðilinn Eyjuna í gær. Margrét S. Björnsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og einn af æðstu embættismönnum flokksins, gagnrýnir þessa ákvörðun jafnframt harðlega. „Þetta er ákvörðun stjórnar þessa félags og mér finnst hún fráleit og hún er einsdæmi í Samfylkingunni," segir Margrét, en af 43 aðildarfélögum flokksins er þetta eina félagið sem fer þessa leið. Margrét segir að þarna sé verið að útiloka stóran hóp fólks, sem hafi áhuga á að starfa í Samfylkingunni, frá því að hafa áhrif á hver verður næsti formaður flokksins. „Samfylkingin er jafnaðarmannaflokkur og við vitum að það stendur mis vel á hjá fólki, ekki síst á þessum árstíma. Mér finnst þessi ákvörðun, sem ég vona að stjórnin endurskoði, alveg út í hött. En mér finnst rétt að það komi fram að ef fólk er ósátt við þessa ákvörðun stjórnarinnar og þau endurskoða hana ekki þá er mjög auðvelt að flytja sig yfir í önnur aðildarfélög Samfylkingarinnar hér í Reykjavík. Það eru félög eins og Félag frjálslyndra jafnaðarmanna og Rósin og fleiri félög sem gera ekki greiðslu félagsgjalds að skilyrði," segir Margrét. Hún segir að það sé auðvelt að flytja sig milli félaga, tölvupóstur dugi. Mörður Árnason, þingmaður flokksins í Reykjavík og fyrrverandi stjórnarmaður í umræddu félagi, segist skilja þessa ákvörðun. „Ég er alveg rólegur yfir þessu. Þetta stendur ekki í sambandi við formannskjör eða nein slík átök eða flokkadrætti, þannig að ég held að menn eigi ekki að fara af límingunum út af þessu," segir Mörður. Hann segir að stjórn félagsins verði að svara fyrir þessa ákvörðun, en segist telja að þarna sé verið í grunninn að stefna að því að aðeins virkir félagsmenn geti haft áhrif. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar segir ákvörðun stjórnar Samfylkingarfélagsins í Reykjavík fráleita og einsdæmi í sögu flokksins, en stjórnin ákvað að gera greiðslu félagsgjalds að skilyrði fyrir þátttöku í allsherjaratkvæðagreiðslu um hver verður næsti formaður flokksins. Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, sem er fjölmennasta aðildarfélag Samfylkingarinnar, tók þá ákvörðun á dögunum að þátttaka á landsfundi og í allsherjaratkvæðagreiðslu um embætti formanns flokksins yrði frá og með áramótum aðeins í boði fyrir virka félagsmenn sem greitt hefðu 4000 króna félagsgjald. Stjórnin ákvað með þessu að nýta sér heimild í lögum félagsins um að krefja félagsmenn um félagsgjald. Fjöldi félagsmanna er 4200 en aðeins 1400 eru virkir. Að óbreyttu munu því 66 prósent félagsmanna ekki fá að greiða atkvæði nema þeir greiði uppsett gjald.Einsdæmi í Samfylkingunni Valgerður Bjarnadóttir þingmaður flokksins gagnrýndi þetta í samtali við vefmiðilinn Eyjuna í gær. Margrét S. Björnsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og einn af æðstu embættismönnum flokksins, gagnrýnir þessa ákvörðun jafnframt harðlega. „Þetta er ákvörðun stjórnar þessa félags og mér finnst hún fráleit og hún er einsdæmi í Samfylkingunni," segir Margrét, en af 43 aðildarfélögum flokksins er þetta eina félagið sem fer þessa leið. Margrét segir að þarna sé verið að útiloka stóran hóp fólks, sem hafi áhuga á að starfa í Samfylkingunni, frá því að hafa áhrif á hver verður næsti formaður flokksins. „Samfylkingin er jafnaðarmannaflokkur og við vitum að það stendur mis vel á hjá fólki, ekki síst á þessum árstíma. Mér finnst þessi ákvörðun, sem ég vona að stjórnin endurskoði, alveg út í hött. En mér finnst rétt að það komi fram að ef fólk er ósátt við þessa ákvörðun stjórnarinnar og þau endurskoða hana ekki þá er mjög auðvelt að flytja sig yfir í önnur aðildarfélög Samfylkingarinnar hér í Reykjavík. Það eru félög eins og Félag frjálslyndra jafnaðarmanna og Rósin og fleiri félög sem gera ekki greiðslu félagsgjalds að skilyrði," segir Margrét. Hún segir að það sé auðvelt að flytja sig milli félaga, tölvupóstur dugi. Mörður Árnason, þingmaður flokksins í Reykjavík og fyrrverandi stjórnarmaður í umræddu félagi, segist skilja þessa ákvörðun. „Ég er alveg rólegur yfir þessu. Þetta stendur ekki í sambandi við formannskjör eða nein slík átök eða flokkadrætti, þannig að ég held að menn eigi ekki að fara af límingunum út af þessu," segir Mörður. Hann segir að stjórn félagsins verði að svara fyrir þessa ákvörðun, en segist telja að þarna sé verið í grunninn að stefna að því að aðeins virkir félagsmenn geti haft áhrif. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira