Fótbolti

Stefán skoraði í sigurleik

Stefán Gíslason.
Stefán Gíslason.
Stefán Gíslason var á meðal markaskorara belgíska liðsins Leuven í kvöld er það skellti Beerschot, 3-1, í belgísku úrvalsdeildinni.

Stefán skoraði þriðja mark Leuven rétt fyrir leikslok. Þetta er annað markið sem Stefán skorar á þessari leiktíð.

Ólafur Ingi Skúlason kom af bekknum hjá Zulte Waregem og spilaði síðustu ellefu mínúturnar í 2-0 sigri á Beveren.

Waregem er í öðru sæti deildarinnar en Leuven því fimmta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×