Íslensk ungmenni íhaldssamari en fyrir 20 árum Hugrún Halldórsdóttir skrifar 27. október 2012 18:57 Íslensk ungmenni eru íhaldssamari í viðhorfum til verkaskiptingar kynjanna en jafnaldrar þeirra fyrir tuttugu árum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar íslenskrar rannsóknar sem Andrea Sigrún Hjálmsdóttir, lektor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri framkvæmdi. Mikið áhyggjuefni, segir prófessor í kynjafræði, sem telur að þörf sé á átaki í skólakerfinu öllu. Um 3500 nemendur, eða rúm 80% tíundubekkinga tóku þátt í rannsókninni. Ungmennin voru spurð hvort þau teldu karla eða konur betri í nokkrum tilteknum störfum og þannig sögðu 36% drengja að karlmenn væru hæfari til að sitja í ríkisstjórn og 14% stúlkna voru á þessari sömu skoðun. 4% drengja töldu konur hins vegar hæfari og 9% stúlkna en 60% drengja og 78% stúlkna töldu kynin jafnhæf. Þá taldi tæpur helmingur drengja að karlmenn væru hæfari til að stýra stórum fyrirtækjum og 19% stúlkna. Fjöldi þeirra sem sagði konur vera betur til þess fallnar var öllu minni, eða 4% drengja og 9% stúlkna. Tæpur helmingur drengja og 73% stúlkna töldu kynin hins vegar jafnhæf. Þegar unglingarnir voru spurðir út í hvort kynið væri betur fallið til að sinna umönnunarstörfum voru konur oftar efst á blaði. Þannig sagði til að mynda um helmingur stúlkna og drengja konur vera betri í að hugsa um gamalt fólk. 41% drengja og 54% stúlkna töldu kynin jafnhæf. 6% drengja töldu karla hins vegar betri í að sinna þeim störfum og 1% stúlkna var á þeirri sömu skoðun. Þá töldu 59% stráka og 52% stúlkna að konur væru betri í að sjá um þvottinn, 3% drengja og 1% stúlkna töldu hins vegar karlmennina hæfari til verkanna en 38% drengja og tæpur helmingur stúlkna töldu kynin jafnhæf. 40% drengja og tæpur fjórðungur stúlkna þykja karlar betri í að sjá um fjármálin en 10% drengja og nánast sama hlutfall stúlkna sögðu konurnar betur til þess fallnar. Þá sagðist um helmingur stráka og 66% stúlkna kynin jafnhæf. Svipuð rannsókn var gerð á viðhorfum íslenskra ungmenna til verkaskiptingar kynjanna fyrir tuttugu árum og segir Þorger ður Einarsdóttir prófessor í kynjafræði að unglingar séu íhaldssamari í dag en þá, sérstaklega stúlkur. "Það er náttúrulega sláandi að margt að því sem þau hafa fyrir augunum virðist ekki skila sér í viðhorfum. Það er til dæmis eins og jafnari hlutföll í stjórnmálum, þau hafa samt mjög íhaldssöm viðhorf þegar kemur að því. Það er kannski skiljanlegra ef við hugsum um fyrirmyndir að það séu íhaldssöm viðhorf þar sem að karlar eru mikið fleiri," segir hún. Þá bendir Þorgerður á að ungmenni séu íhaldssamari þegar kemur að því að karlar fari í hin svokölluðu kvennastörf en öfugt. "Mér finnst þetta mikið áhyggjuefni, mjög mikið áhyggjuefni því hérna lengi framan af þá sýndu alþjóðlega rannsóknir fram á það að viðhorf urðu jafnréttissinnaðri og kannski alveg fram undir síðustu 20 ár. Nú erum við búin að fá kannanir sem sýna það svart á hvítu á Íslandi að við förum í hina áttina. Það hefur orðið viðsnúningur, það er aftur íhaldssamara viðhorf og það er mjög mikið áhyggjuefni." Þorgerður segir að það gangi mjög hægt að koma jafnréttisfræðslu inn í skólakerfið þrátt fyrir að hún hafi verið lögboðin í þrjátíu ár. "Mér finnst það ekki seinna vænna að taka þessar niðurstöður mjög alvarlega og það þarf bara að gera gríðarleg átak í skólakerfinu öllu, alveg frá leikskóla og upp úr." Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Sjá meira
Íslensk ungmenni eru íhaldssamari í viðhorfum til verkaskiptingar kynjanna en jafnaldrar þeirra fyrir tuttugu árum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar íslenskrar rannsóknar sem Andrea Sigrún Hjálmsdóttir, lektor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri framkvæmdi. Mikið áhyggjuefni, segir prófessor í kynjafræði, sem telur að þörf sé á átaki í skólakerfinu öllu. Um 3500 nemendur, eða rúm 80% tíundubekkinga tóku þátt í rannsókninni. Ungmennin voru spurð hvort þau teldu karla eða konur betri í nokkrum tilteknum störfum og þannig sögðu 36% drengja að karlmenn væru hæfari til að sitja í ríkisstjórn og 14% stúlkna voru á þessari sömu skoðun. 4% drengja töldu konur hins vegar hæfari og 9% stúlkna en 60% drengja og 78% stúlkna töldu kynin jafnhæf. Þá taldi tæpur helmingur drengja að karlmenn væru hæfari til að stýra stórum fyrirtækjum og 19% stúlkna. Fjöldi þeirra sem sagði konur vera betur til þess fallnar var öllu minni, eða 4% drengja og 9% stúlkna. Tæpur helmingur drengja og 73% stúlkna töldu kynin hins vegar jafnhæf. Þegar unglingarnir voru spurðir út í hvort kynið væri betur fallið til að sinna umönnunarstörfum voru konur oftar efst á blaði. Þannig sagði til að mynda um helmingur stúlkna og drengja konur vera betri í að hugsa um gamalt fólk. 41% drengja og 54% stúlkna töldu kynin jafnhæf. 6% drengja töldu karla hins vegar betri í að sinna þeim störfum og 1% stúlkna var á þeirri sömu skoðun. Þá töldu 59% stráka og 52% stúlkna að konur væru betri í að sjá um þvottinn, 3% drengja og 1% stúlkna töldu hins vegar karlmennina hæfari til verkanna en 38% drengja og tæpur helmingur stúlkna töldu kynin jafnhæf. 40% drengja og tæpur fjórðungur stúlkna þykja karlar betri í að sjá um fjármálin en 10% drengja og nánast sama hlutfall stúlkna sögðu konurnar betur til þess fallnar. Þá sagðist um helmingur stráka og 66% stúlkna kynin jafnhæf. Svipuð rannsókn var gerð á viðhorfum íslenskra ungmenna til verkaskiptingar kynjanna fyrir tuttugu árum og segir Þorger ður Einarsdóttir prófessor í kynjafræði að unglingar séu íhaldssamari í dag en þá, sérstaklega stúlkur. "Það er náttúrulega sláandi að margt að því sem þau hafa fyrir augunum virðist ekki skila sér í viðhorfum. Það er til dæmis eins og jafnari hlutföll í stjórnmálum, þau hafa samt mjög íhaldssöm viðhorf þegar kemur að því. Það er kannski skiljanlegra ef við hugsum um fyrirmyndir að það séu íhaldssöm viðhorf þar sem að karlar eru mikið fleiri," segir hún. Þá bendir Þorgerður á að ungmenni séu íhaldssamari þegar kemur að því að karlar fari í hin svokölluðu kvennastörf en öfugt. "Mér finnst þetta mikið áhyggjuefni, mjög mikið áhyggjuefni því hérna lengi framan af þá sýndu alþjóðlega rannsóknir fram á það að viðhorf urðu jafnréttissinnaðri og kannski alveg fram undir síðustu 20 ár. Nú erum við búin að fá kannanir sem sýna það svart á hvítu á Íslandi að við förum í hina áttina. Það hefur orðið viðsnúningur, það er aftur íhaldssamara viðhorf og það er mjög mikið áhyggjuefni." Þorgerður segir að það gangi mjög hægt að koma jafnréttisfræðslu inn í skólakerfið þrátt fyrir að hún hafi verið lögboðin í þrjátíu ár. "Mér finnst það ekki seinna vænna að taka þessar niðurstöður mjög alvarlega og það þarf bara að gera gríðarleg átak í skólakerfinu öllu, alveg frá leikskóla og upp úr."
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Sjá meira