Íslensk ungmenni íhaldssamari en fyrir 20 árum Hugrún Halldórsdóttir skrifar 27. október 2012 18:57 Íslensk ungmenni eru íhaldssamari í viðhorfum til verkaskiptingar kynjanna en jafnaldrar þeirra fyrir tuttugu árum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar íslenskrar rannsóknar sem Andrea Sigrún Hjálmsdóttir, lektor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri framkvæmdi. Mikið áhyggjuefni, segir prófessor í kynjafræði, sem telur að þörf sé á átaki í skólakerfinu öllu. Um 3500 nemendur, eða rúm 80% tíundubekkinga tóku þátt í rannsókninni. Ungmennin voru spurð hvort þau teldu karla eða konur betri í nokkrum tilteknum störfum og þannig sögðu 36% drengja að karlmenn væru hæfari til að sitja í ríkisstjórn og 14% stúlkna voru á þessari sömu skoðun. 4% drengja töldu konur hins vegar hæfari og 9% stúlkna en 60% drengja og 78% stúlkna töldu kynin jafnhæf. Þá taldi tæpur helmingur drengja að karlmenn væru hæfari til að stýra stórum fyrirtækjum og 19% stúlkna. Fjöldi þeirra sem sagði konur vera betur til þess fallnar var öllu minni, eða 4% drengja og 9% stúlkna. Tæpur helmingur drengja og 73% stúlkna töldu kynin hins vegar jafnhæf. Þegar unglingarnir voru spurðir út í hvort kynið væri betur fallið til að sinna umönnunarstörfum voru konur oftar efst á blaði. Þannig sagði til að mynda um helmingur stúlkna og drengja konur vera betri í að hugsa um gamalt fólk. 41% drengja og 54% stúlkna töldu kynin jafnhæf. 6% drengja töldu karla hins vegar betri í að sinna þeim störfum og 1% stúlkna var á þeirri sömu skoðun. Þá töldu 59% stráka og 52% stúlkna að konur væru betri í að sjá um þvottinn, 3% drengja og 1% stúlkna töldu hins vegar karlmennina hæfari til verkanna en 38% drengja og tæpur helmingur stúlkna töldu kynin jafnhæf. 40% drengja og tæpur fjórðungur stúlkna þykja karlar betri í að sjá um fjármálin en 10% drengja og nánast sama hlutfall stúlkna sögðu konurnar betur til þess fallnar. Þá sagðist um helmingur stráka og 66% stúlkna kynin jafnhæf. Svipuð rannsókn var gerð á viðhorfum íslenskra ungmenna til verkaskiptingar kynjanna fyrir tuttugu árum og segir Þorger ður Einarsdóttir prófessor í kynjafræði að unglingar séu íhaldssamari í dag en þá, sérstaklega stúlkur. "Það er náttúrulega sláandi að margt að því sem þau hafa fyrir augunum virðist ekki skila sér í viðhorfum. Það er til dæmis eins og jafnari hlutföll í stjórnmálum, þau hafa samt mjög íhaldssöm viðhorf þegar kemur að því. Það er kannski skiljanlegra ef við hugsum um fyrirmyndir að það séu íhaldssöm viðhorf þar sem að karlar eru mikið fleiri," segir hún. Þá bendir Þorgerður á að ungmenni séu íhaldssamari þegar kemur að því að karlar fari í hin svokölluðu kvennastörf en öfugt. "Mér finnst þetta mikið áhyggjuefni, mjög mikið áhyggjuefni því hérna lengi framan af þá sýndu alþjóðlega rannsóknir fram á það að viðhorf urðu jafnréttissinnaðri og kannski alveg fram undir síðustu 20 ár. Nú erum við búin að fá kannanir sem sýna það svart á hvítu á Íslandi að við förum í hina áttina. Það hefur orðið viðsnúningur, það er aftur íhaldssamara viðhorf og það er mjög mikið áhyggjuefni." Þorgerður segir að það gangi mjög hægt að koma jafnréttisfræðslu inn í skólakerfið þrátt fyrir að hún hafi verið lögboðin í þrjátíu ár. "Mér finnst það ekki seinna vænna að taka þessar niðurstöður mjög alvarlega og það þarf bara að gera gríðarleg átak í skólakerfinu öllu, alveg frá leikskóla og upp úr." Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Íslensk ungmenni eru íhaldssamari í viðhorfum til verkaskiptingar kynjanna en jafnaldrar þeirra fyrir tuttugu árum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar íslenskrar rannsóknar sem Andrea Sigrún Hjálmsdóttir, lektor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri framkvæmdi. Mikið áhyggjuefni, segir prófessor í kynjafræði, sem telur að þörf sé á átaki í skólakerfinu öllu. Um 3500 nemendur, eða rúm 80% tíundubekkinga tóku þátt í rannsókninni. Ungmennin voru spurð hvort þau teldu karla eða konur betri í nokkrum tilteknum störfum og þannig sögðu 36% drengja að karlmenn væru hæfari til að sitja í ríkisstjórn og 14% stúlkna voru á þessari sömu skoðun. 4% drengja töldu konur hins vegar hæfari og 9% stúlkna en 60% drengja og 78% stúlkna töldu kynin jafnhæf. Þá taldi tæpur helmingur drengja að karlmenn væru hæfari til að stýra stórum fyrirtækjum og 19% stúlkna. Fjöldi þeirra sem sagði konur vera betur til þess fallnar var öllu minni, eða 4% drengja og 9% stúlkna. Tæpur helmingur drengja og 73% stúlkna töldu kynin hins vegar jafnhæf. Þegar unglingarnir voru spurðir út í hvort kynið væri betur fallið til að sinna umönnunarstörfum voru konur oftar efst á blaði. Þannig sagði til að mynda um helmingur stúlkna og drengja konur vera betri í að hugsa um gamalt fólk. 41% drengja og 54% stúlkna töldu kynin jafnhæf. 6% drengja töldu karla hins vegar betri í að sinna þeim störfum og 1% stúlkna var á þeirri sömu skoðun. Þá töldu 59% stráka og 52% stúlkna að konur væru betri í að sjá um þvottinn, 3% drengja og 1% stúlkna töldu hins vegar karlmennina hæfari til verkanna en 38% drengja og tæpur helmingur stúlkna töldu kynin jafnhæf. 40% drengja og tæpur fjórðungur stúlkna þykja karlar betri í að sjá um fjármálin en 10% drengja og nánast sama hlutfall stúlkna sögðu konurnar betur til þess fallnar. Þá sagðist um helmingur stráka og 66% stúlkna kynin jafnhæf. Svipuð rannsókn var gerð á viðhorfum íslenskra ungmenna til verkaskiptingar kynjanna fyrir tuttugu árum og segir Þorger ður Einarsdóttir prófessor í kynjafræði að unglingar séu íhaldssamari í dag en þá, sérstaklega stúlkur. "Það er náttúrulega sláandi að margt að því sem þau hafa fyrir augunum virðist ekki skila sér í viðhorfum. Það er til dæmis eins og jafnari hlutföll í stjórnmálum, þau hafa samt mjög íhaldssöm viðhorf þegar kemur að því. Það er kannski skiljanlegra ef við hugsum um fyrirmyndir að það séu íhaldssöm viðhorf þar sem að karlar eru mikið fleiri," segir hún. Þá bendir Þorgerður á að ungmenni séu íhaldssamari þegar kemur að því að karlar fari í hin svokölluðu kvennastörf en öfugt. "Mér finnst þetta mikið áhyggjuefni, mjög mikið áhyggjuefni því hérna lengi framan af þá sýndu alþjóðlega rannsóknir fram á það að viðhorf urðu jafnréttissinnaðri og kannski alveg fram undir síðustu 20 ár. Nú erum við búin að fá kannanir sem sýna það svart á hvítu á Íslandi að við förum í hina áttina. Það hefur orðið viðsnúningur, það er aftur íhaldssamara viðhorf og það er mjög mikið áhyggjuefni." Þorgerður segir að það gangi mjög hægt að koma jafnréttisfræðslu inn í skólakerfið þrátt fyrir að hún hafi verið lögboðin í þrjátíu ár. "Mér finnst það ekki seinna vænna að taka þessar niðurstöður mjög alvarlega og það þarf bara að gera gríðarleg átak í skólakerfinu öllu, alveg frá leikskóla og upp úr."
Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira