Íslensk ungmenni íhaldssamari en fyrir 20 árum Hugrún Halldórsdóttir skrifar 27. október 2012 18:57 Íslensk ungmenni eru íhaldssamari í viðhorfum til verkaskiptingar kynjanna en jafnaldrar þeirra fyrir tuttugu árum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar íslenskrar rannsóknar sem Andrea Sigrún Hjálmsdóttir, lektor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri framkvæmdi. Mikið áhyggjuefni, segir prófessor í kynjafræði, sem telur að þörf sé á átaki í skólakerfinu öllu. Um 3500 nemendur, eða rúm 80% tíundubekkinga tóku þátt í rannsókninni. Ungmennin voru spurð hvort þau teldu karla eða konur betri í nokkrum tilteknum störfum og þannig sögðu 36% drengja að karlmenn væru hæfari til að sitja í ríkisstjórn og 14% stúlkna voru á þessari sömu skoðun. 4% drengja töldu konur hins vegar hæfari og 9% stúlkna en 60% drengja og 78% stúlkna töldu kynin jafnhæf. Þá taldi tæpur helmingur drengja að karlmenn væru hæfari til að stýra stórum fyrirtækjum og 19% stúlkna. Fjöldi þeirra sem sagði konur vera betur til þess fallnar var öllu minni, eða 4% drengja og 9% stúlkna. Tæpur helmingur drengja og 73% stúlkna töldu kynin hins vegar jafnhæf. Þegar unglingarnir voru spurðir út í hvort kynið væri betur fallið til að sinna umönnunarstörfum voru konur oftar efst á blaði. Þannig sagði til að mynda um helmingur stúlkna og drengja konur vera betri í að hugsa um gamalt fólk. 41% drengja og 54% stúlkna töldu kynin jafnhæf. 6% drengja töldu karla hins vegar betri í að sinna þeim störfum og 1% stúlkna var á þeirri sömu skoðun. Þá töldu 59% stráka og 52% stúlkna að konur væru betri í að sjá um þvottinn, 3% drengja og 1% stúlkna töldu hins vegar karlmennina hæfari til verkanna en 38% drengja og tæpur helmingur stúlkna töldu kynin jafnhæf. 40% drengja og tæpur fjórðungur stúlkna þykja karlar betri í að sjá um fjármálin en 10% drengja og nánast sama hlutfall stúlkna sögðu konurnar betur til þess fallnar. Þá sagðist um helmingur stráka og 66% stúlkna kynin jafnhæf. Svipuð rannsókn var gerð á viðhorfum íslenskra ungmenna til verkaskiptingar kynjanna fyrir tuttugu árum og segir Þorger ður Einarsdóttir prófessor í kynjafræði að unglingar séu íhaldssamari í dag en þá, sérstaklega stúlkur. "Það er náttúrulega sláandi að margt að því sem þau hafa fyrir augunum virðist ekki skila sér í viðhorfum. Það er til dæmis eins og jafnari hlutföll í stjórnmálum, þau hafa samt mjög íhaldssöm viðhorf þegar kemur að því. Það er kannski skiljanlegra ef við hugsum um fyrirmyndir að það séu íhaldssöm viðhorf þar sem að karlar eru mikið fleiri," segir hún. Þá bendir Þorgerður á að ungmenni séu íhaldssamari þegar kemur að því að karlar fari í hin svokölluðu kvennastörf en öfugt. "Mér finnst þetta mikið áhyggjuefni, mjög mikið áhyggjuefni því hérna lengi framan af þá sýndu alþjóðlega rannsóknir fram á það að viðhorf urðu jafnréttissinnaðri og kannski alveg fram undir síðustu 20 ár. Nú erum við búin að fá kannanir sem sýna það svart á hvítu á Íslandi að við förum í hina áttina. Það hefur orðið viðsnúningur, það er aftur íhaldssamara viðhorf og það er mjög mikið áhyggjuefni." Þorgerður segir að það gangi mjög hægt að koma jafnréttisfræðslu inn í skólakerfið þrátt fyrir að hún hafi verið lögboðin í þrjátíu ár. "Mér finnst það ekki seinna vænna að taka þessar niðurstöður mjög alvarlega og það þarf bara að gera gríðarleg átak í skólakerfinu öllu, alveg frá leikskóla og upp úr." Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Íslensk ungmenni eru íhaldssamari í viðhorfum til verkaskiptingar kynjanna en jafnaldrar þeirra fyrir tuttugu árum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar íslenskrar rannsóknar sem Andrea Sigrún Hjálmsdóttir, lektor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri framkvæmdi. Mikið áhyggjuefni, segir prófessor í kynjafræði, sem telur að þörf sé á átaki í skólakerfinu öllu. Um 3500 nemendur, eða rúm 80% tíundubekkinga tóku þátt í rannsókninni. Ungmennin voru spurð hvort þau teldu karla eða konur betri í nokkrum tilteknum störfum og þannig sögðu 36% drengja að karlmenn væru hæfari til að sitja í ríkisstjórn og 14% stúlkna voru á þessari sömu skoðun. 4% drengja töldu konur hins vegar hæfari og 9% stúlkna en 60% drengja og 78% stúlkna töldu kynin jafnhæf. Þá taldi tæpur helmingur drengja að karlmenn væru hæfari til að stýra stórum fyrirtækjum og 19% stúlkna. Fjöldi þeirra sem sagði konur vera betur til þess fallnar var öllu minni, eða 4% drengja og 9% stúlkna. Tæpur helmingur drengja og 73% stúlkna töldu kynin hins vegar jafnhæf. Þegar unglingarnir voru spurðir út í hvort kynið væri betur fallið til að sinna umönnunarstörfum voru konur oftar efst á blaði. Þannig sagði til að mynda um helmingur stúlkna og drengja konur vera betri í að hugsa um gamalt fólk. 41% drengja og 54% stúlkna töldu kynin jafnhæf. 6% drengja töldu karla hins vegar betri í að sinna þeim störfum og 1% stúlkna var á þeirri sömu skoðun. Þá töldu 59% stráka og 52% stúlkna að konur væru betri í að sjá um þvottinn, 3% drengja og 1% stúlkna töldu hins vegar karlmennina hæfari til verkanna en 38% drengja og tæpur helmingur stúlkna töldu kynin jafnhæf. 40% drengja og tæpur fjórðungur stúlkna þykja karlar betri í að sjá um fjármálin en 10% drengja og nánast sama hlutfall stúlkna sögðu konurnar betur til þess fallnar. Þá sagðist um helmingur stráka og 66% stúlkna kynin jafnhæf. Svipuð rannsókn var gerð á viðhorfum íslenskra ungmenna til verkaskiptingar kynjanna fyrir tuttugu árum og segir Þorger ður Einarsdóttir prófessor í kynjafræði að unglingar séu íhaldssamari í dag en þá, sérstaklega stúlkur. "Það er náttúrulega sláandi að margt að því sem þau hafa fyrir augunum virðist ekki skila sér í viðhorfum. Það er til dæmis eins og jafnari hlutföll í stjórnmálum, þau hafa samt mjög íhaldssöm viðhorf þegar kemur að því. Það er kannski skiljanlegra ef við hugsum um fyrirmyndir að það séu íhaldssöm viðhorf þar sem að karlar eru mikið fleiri," segir hún. Þá bendir Þorgerður á að ungmenni séu íhaldssamari þegar kemur að því að karlar fari í hin svokölluðu kvennastörf en öfugt. "Mér finnst þetta mikið áhyggjuefni, mjög mikið áhyggjuefni því hérna lengi framan af þá sýndu alþjóðlega rannsóknir fram á það að viðhorf urðu jafnréttissinnaðri og kannski alveg fram undir síðustu 20 ár. Nú erum við búin að fá kannanir sem sýna það svart á hvítu á Íslandi að við förum í hina áttina. Það hefur orðið viðsnúningur, það er aftur íhaldssamara viðhorf og það er mjög mikið áhyggjuefni." Þorgerður segir að það gangi mjög hægt að koma jafnréttisfræðslu inn í skólakerfið þrátt fyrir að hún hafi verið lögboðin í þrjátíu ár. "Mér finnst það ekki seinna vænna að taka þessar niðurstöður mjög alvarlega og það þarf bara að gera gríðarleg átak í skólakerfinu öllu, alveg frá leikskóla og upp úr."
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira