Íslenski boltinn

Sverrir samdi við Fylki

Sverrir í leik með FH.
Sverrir í leik með FH.
Varnarmaðurinn Sverrir Garðarsson skrifaði í dag undir eins árs samning við Fylki. Sverrir kemur til félagsins frá Haukum.

Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu í dag. Hinn 28 ára gamli Sverrir er uppalinn FH-ingur en hefur lítið getað spilað síðustu ár vegna meiðsla.

Hann spilaði þó vel fyrir Hauka í sumar og Fylkir treystir á að hann muni reynast liðinu vel.

Sverrir hefur farið víða á sínum ferli. Spilað með Molde í Noregi, Sundsvall í Svíþjóð og svo var hann til skamms tíma á mála hjá ÍBV á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×