Enski boltinn

Walcott má tala við önnur félög í næstu viku

Theo Walcott skoraði þrennu fyrir Arsenal í gær og fór á kostum. Strákurinn er að berjast við að fá stóran samning hjá félaginu og er að standa sig vel í að sanna að hann eigi slíkan samning skilið.

Samningur Walcott við Arsenal rennur út næsta sumar og hann má byrja að tala við önnur félög í næstu viku.

"Minn vilji er að gera nýjan samning við hann. Hann á heima hér og vonandi tekst okkur að ná saman. Það hefði engu breytt þó svo hann hefði átt skelfilegan leik. Ég hefði samt viljað semja við hann," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal.

Walcott hefur lengi viljað fá að spila sem framherji. Hann hefur fengið þá ósk sína uppfyllta síðustu vikur og blómstrað í framlínunni.

"Ég er vonandi búinn að opna augu einhverra fyrir því að ég sé framherji," sagði Walcott sem er búinn að skora 14 mörk í vetur og þar af fjögur í þrem leikjum sem framherji.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×