Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - FH 2-2 | FH Íslandsmeistari Stefán Árni Pálsson á Samsung-vellinum skrifar 16. september 2012 00:01 FH og Stjarnan skildu jöfn 2-2 á Samsung-vellinum í Garðabænum í kvöld en með úrslitunum tryggðu FH-ingar sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu árið 2012. Frábær árangur hjá Fimleikafélaginu sem tryggir sér titilinn þremur umferðum fyrir mótslok. Stjörnumenn komust yfir í byrjun leiksins í kvöld en FH-ingar svöruðu um hæl. Atli Guðnason tryggði FH-ingum í raun Íslandsmeistaratitilinn tíu mínútum fyrir leiklok þegar hann kom gestunum yfir með laglegu marki. Stjarnan náði aftur á móti að jafna metin þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma og smá stress kom yfir FH-inga í nokkrar sekúndur áður en Þóroddur Hjaltalín Jr. flautaði til leiksloka. Leikurinn hófst með miklum látum og bæði lið sóttu strax af krafti. Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins tíu mínútna leik þegar Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, skoraði frábært mark með skoti rétt fyrir utan vítateig, alveg óverjandi fyrir Gunnleif í markinu. FH-ingar létu markið ekki slá sig útaf laginu og jöfnuðu metin aðeins fjórum mínútum síðar þegar Albert Brynjar Ingason skoraði mark með skalla eftir fína hornspyrnu frá Birni Daníel Sverrissyni. Eftir jöfnunarmarkið róaðist leikurinn töluvert og var staðan 1-1 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn hófst rólega og liðin voru ekki klár í slaginn. Það gerðist fátt fyrstu 30 mínútur hálfleiksins og stefndi allt í jafntefli. FH-ingar voru ekki á sama máli og skoruðu annað mark leiksins tíu mínútum fyrir leikslok. Atli Guðnason skoraði frábært mark eftir góða stungusendingu frá Viktori Erni Guðmundssyni. Íslandsmeistaratitillinn í húsi við markið og allt ætlaði að verða vitlaust á Samsung-vellinum í Garðabænum. Mark Doninger jafnaði metin rétt fyrir leikslok með skoti af stuttu færi í autt markið. Smá spenna kom allt í einu upp í Garðabænum en Þóroddur Hjaltalín Jr. flautaði fljótlega til leiksloka eftir markið. Leiknum lauk með jafntefli Fimleikafélagsins og Stjörnunnar og FH orðið Íslandsmeistari. Guðjón Árni: Alveg sama hvernig leikurinn fór, við erum meistarar„Þetta er frábær tilfinning að vera orðin Íslandsmeistari," sagði Guðjón Árni Antoníusson, leikmaður FH, eftir leikinn. „Við ætluðum auðvitað að vinna leikinn í kvöld en manni er í raun alveg sama núna, þetta er búið að við erum meistarar". „Við vorum aftur á móti ekki góðir í kvöld og í raun var spilamennska okkur ömurleg. Mér fannst leikurinn einhvern veginn bara líða áfram en það var gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að skora annað markið, það kláraði leikinn í raun."Hægt að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Björn Daníel: Bjóst ekki við því að mótið myndi klárast svona snemma„Þetta var rosalega erfiður leikur og maður er alveg búinn á því," sagði Björn Daníel Sverrisson, leikmaður FH, eftir leikinn í kvöld. „Það er virkilega þægilegt að vera búnir að klára þetta þegar þrjár umferðir eru eftir og við getum farið aðeins rólegir inn í næstu leiki, haft gaman af hlutunum og spilað skemmtilegan fótbolta". „Ég bjóst alltaf við því að við yrðum Íslandsmeistara en það kemur mér á óvart að vera búnir að tryggja okkur titilinn svona löngu fyrir mótslok, hélt kannski að við myndum berjast um dolluna alveg fram í lokaumferðina."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Atli Guðnason: Liðheildin skilar okkur þessum titli„Það er mikil liðsheild í þessu liði og það er að skila okkur þessum Íslandsmeistaratitli," sagði Atli Guðnason, leikmaður FH, eftir að liðið hafði tryggt sér titilinn stóra. „Það hefði verið skemmtilegra að vinna leikinn hérna í lokin og leiðinlegt að fá þetta jöfnunarmark á okkur, en við er Íslandsmeistarar og það er gríðarlega gaman". „Það var gaman að sjá boltann í netinu en ég setti hann bara milli lappana á markverðinu, alveg eins og á að gera þetta," sagði Atli Guðnason, markaskorari FH, eftir sigurinn í kvöld.Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
FH og Stjarnan skildu jöfn 2-2 á Samsung-vellinum í Garðabænum í kvöld en með úrslitunum tryggðu FH-ingar sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu árið 2012. Frábær árangur hjá Fimleikafélaginu sem tryggir sér titilinn þremur umferðum fyrir mótslok. Stjörnumenn komust yfir í byrjun leiksins í kvöld en FH-ingar svöruðu um hæl. Atli Guðnason tryggði FH-ingum í raun Íslandsmeistaratitilinn tíu mínútum fyrir leiklok þegar hann kom gestunum yfir með laglegu marki. Stjarnan náði aftur á móti að jafna metin þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma og smá stress kom yfir FH-inga í nokkrar sekúndur áður en Þóroddur Hjaltalín Jr. flautaði til leiksloka. Leikurinn hófst með miklum látum og bæði lið sóttu strax af krafti. Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins tíu mínútna leik þegar Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, skoraði frábært mark með skoti rétt fyrir utan vítateig, alveg óverjandi fyrir Gunnleif í markinu. FH-ingar létu markið ekki slá sig útaf laginu og jöfnuðu metin aðeins fjórum mínútum síðar þegar Albert Brynjar Ingason skoraði mark með skalla eftir fína hornspyrnu frá Birni Daníel Sverrissyni. Eftir jöfnunarmarkið róaðist leikurinn töluvert og var staðan 1-1 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn hófst rólega og liðin voru ekki klár í slaginn. Það gerðist fátt fyrstu 30 mínútur hálfleiksins og stefndi allt í jafntefli. FH-ingar voru ekki á sama máli og skoruðu annað mark leiksins tíu mínútum fyrir leikslok. Atli Guðnason skoraði frábært mark eftir góða stungusendingu frá Viktori Erni Guðmundssyni. Íslandsmeistaratitillinn í húsi við markið og allt ætlaði að verða vitlaust á Samsung-vellinum í Garðabænum. Mark Doninger jafnaði metin rétt fyrir leikslok með skoti af stuttu færi í autt markið. Smá spenna kom allt í einu upp í Garðabænum en Þóroddur Hjaltalín Jr. flautaði fljótlega til leiksloka eftir markið. Leiknum lauk með jafntefli Fimleikafélagsins og Stjörnunnar og FH orðið Íslandsmeistari. Guðjón Árni: Alveg sama hvernig leikurinn fór, við erum meistarar„Þetta er frábær tilfinning að vera orðin Íslandsmeistari," sagði Guðjón Árni Antoníusson, leikmaður FH, eftir leikinn. „Við ætluðum auðvitað að vinna leikinn í kvöld en manni er í raun alveg sama núna, þetta er búið að við erum meistarar". „Við vorum aftur á móti ekki góðir í kvöld og í raun var spilamennska okkur ömurleg. Mér fannst leikurinn einhvern veginn bara líða áfram en það var gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að skora annað markið, það kláraði leikinn í raun."Hægt að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Björn Daníel: Bjóst ekki við því að mótið myndi klárast svona snemma„Þetta var rosalega erfiður leikur og maður er alveg búinn á því," sagði Björn Daníel Sverrisson, leikmaður FH, eftir leikinn í kvöld. „Það er virkilega þægilegt að vera búnir að klára þetta þegar þrjár umferðir eru eftir og við getum farið aðeins rólegir inn í næstu leiki, haft gaman af hlutunum og spilað skemmtilegan fótbolta". „Ég bjóst alltaf við því að við yrðum Íslandsmeistara en það kemur mér á óvart að vera búnir að tryggja okkur titilinn svona löngu fyrir mótslok, hélt kannski að við myndum berjast um dolluna alveg fram í lokaumferðina."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Atli Guðnason: Liðheildin skilar okkur þessum titli„Það er mikil liðsheild í þessu liði og það er að skila okkur þessum Íslandsmeistaratitli," sagði Atli Guðnason, leikmaður FH, eftir að liðið hafði tryggt sér titilinn stóra. „Það hefði verið skemmtilegra að vinna leikinn hérna í lokin og leiðinlegt að fá þetta jöfnunarmark á okkur, en við er Íslandsmeistarar og það er gríðarlega gaman". „Það var gaman að sjá boltann í netinu en ég setti hann bara milli lappana á markverðinu, alveg eins og á að gera þetta," sagði Atli Guðnason, markaskorari FH, eftir sigurinn í kvöld.Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira