Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - FH 2-2 | FH Íslandsmeistari Stefán Árni Pálsson á Samsung-vellinum skrifar 16. september 2012 00:01 FH og Stjarnan skildu jöfn 2-2 á Samsung-vellinum í Garðabænum í kvöld en með úrslitunum tryggðu FH-ingar sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu árið 2012. Frábær árangur hjá Fimleikafélaginu sem tryggir sér titilinn þremur umferðum fyrir mótslok. Stjörnumenn komust yfir í byrjun leiksins í kvöld en FH-ingar svöruðu um hæl. Atli Guðnason tryggði FH-ingum í raun Íslandsmeistaratitilinn tíu mínútum fyrir leiklok þegar hann kom gestunum yfir með laglegu marki. Stjarnan náði aftur á móti að jafna metin þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma og smá stress kom yfir FH-inga í nokkrar sekúndur áður en Þóroddur Hjaltalín Jr. flautaði til leiksloka. Leikurinn hófst með miklum látum og bæði lið sóttu strax af krafti. Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins tíu mínútna leik þegar Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, skoraði frábært mark með skoti rétt fyrir utan vítateig, alveg óverjandi fyrir Gunnleif í markinu. FH-ingar létu markið ekki slá sig útaf laginu og jöfnuðu metin aðeins fjórum mínútum síðar þegar Albert Brynjar Ingason skoraði mark með skalla eftir fína hornspyrnu frá Birni Daníel Sverrissyni. Eftir jöfnunarmarkið róaðist leikurinn töluvert og var staðan 1-1 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn hófst rólega og liðin voru ekki klár í slaginn. Það gerðist fátt fyrstu 30 mínútur hálfleiksins og stefndi allt í jafntefli. FH-ingar voru ekki á sama máli og skoruðu annað mark leiksins tíu mínútum fyrir leikslok. Atli Guðnason skoraði frábært mark eftir góða stungusendingu frá Viktori Erni Guðmundssyni. Íslandsmeistaratitillinn í húsi við markið og allt ætlaði að verða vitlaust á Samsung-vellinum í Garðabænum. Mark Doninger jafnaði metin rétt fyrir leikslok með skoti af stuttu færi í autt markið. Smá spenna kom allt í einu upp í Garðabænum en Þóroddur Hjaltalín Jr. flautaði fljótlega til leiksloka eftir markið. Leiknum lauk með jafntefli Fimleikafélagsins og Stjörnunnar og FH orðið Íslandsmeistari. Guðjón Árni: Alveg sama hvernig leikurinn fór, við erum meistarar„Þetta er frábær tilfinning að vera orðin Íslandsmeistari," sagði Guðjón Árni Antoníusson, leikmaður FH, eftir leikinn. „Við ætluðum auðvitað að vinna leikinn í kvöld en manni er í raun alveg sama núna, þetta er búið að við erum meistarar". „Við vorum aftur á móti ekki góðir í kvöld og í raun var spilamennska okkur ömurleg. Mér fannst leikurinn einhvern veginn bara líða áfram en það var gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að skora annað markið, það kláraði leikinn í raun."Hægt að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Björn Daníel: Bjóst ekki við því að mótið myndi klárast svona snemma„Þetta var rosalega erfiður leikur og maður er alveg búinn á því," sagði Björn Daníel Sverrisson, leikmaður FH, eftir leikinn í kvöld. „Það er virkilega þægilegt að vera búnir að klára þetta þegar þrjár umferðir eru eftir og við getum farið aðeins rólegir inn í næstu leiki, haft gaman af hlutunum og spilað skemmtilegan fótbolta". „Ég bjóst alltaf við því að við yrðum Íslandsmeistara en það kemur mér á óvart að vera búnir að tryggja okkur titilinn svona löngu fyrir mótslok, hélt kannski að við myndum berjast um dolluna alveg fram í lokaumferðina."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Atli Guðnason: Liðheildin skilar okkur þessum titli„Það er mikil liðsheild í þessu liði og það er að skila okkur þessum Íslandsmeistaratitli," sagði Atli Guðnason, leikmaður FH, eftir að liðið hafði tryggt sér titilinn stóra. „Það hefði verið skemmtilegra að vinna leikinn hérna í lokin og leiðinlegt að fá þetta jöfnunarmark á okkur, en við er Íslandsmeistarar og það er gríðarlega gaman". „Það var gaman að sjá boltann í netinu en ég setti hann bara milli lappana á markverðinu, alveg eins og á að gera þetta," sagði Atli Guðnason, markaskorari FH, eftir sigurinn í kvöld.Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
FH og Stjarnan skildu jöfn 2-2 á Samsung-vellinum í Garðabænum í kvöld en með úrslitunum tryggðu FH-ingar sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu árið 2012. Frábær árangur hjá Fimleikafélaginu sem tryggir sér titilinn þremur umferðum fyrir mótslok. Stjörnumenn komust yfir í byrjun leiksins í kvöld en FH-ingar svöruðu um hæl. Atli Guðnason tryggði FH-ingum í raun Íslandsmeistaratitilinn tíu mínútum fyrir leiklok þegar hann kom gestunum yfir með laglegu marki. Stjarnan náði aftur á móti að jafna metin þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma og smá stress kom yfir FH-inga í nokkrar sekúndur áður en Þóroddur Hjaltalín Jr. flautaði til leiksloka. Leikurinn hófst með miklum látum og bæði lið sóttu strax af krafti. Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins tíu mínútna leik þegar Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, skoraði frábært mark með skoti rétt fyrir utan vítateig, alveg óverjandi fyrir Gunnleif í markinu. FH-ingar létu markið ekki slá sig útaf laginu og jöfnuðu metin aðeins fjórum mínútum síðar þegar Albert Brynjar Ingason skoraði mark með skalla eftir fína hornspyrnu frá Birni Daníel Sverrissyni. Eftir jöfnunarmarkið róaðist leikurinn töluvert og var staðan 1-1 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn hófst rólega og liðin voru ekki klár í slaginn. Það gerðist fátt fyrstu 30 mínútur hálfleiksins og stefndi allt í jafntefli. FH-ingar voru ekki á sama máli og skoruðu annað mark leiksins tíu mínútum fyrir leikslok. Atli Guðnason skoraði frábært mark eftir góða stungusendingu frá Viktori Erni Guðmundssyni. Íslandsmeistaratitillinn í húsi við markið og allt ætlaði að verða vitlaust á Samsung-vellinum í Garðabænum. Mark Doninger jafnaði metin rétt fyrir leikslok með skoti af stuttu færi í autt markið. Smá spenna kom allt í einu upp í Garðabænum en Þóroddur Hjaltalín Jr. flautaði fljótlega til leiksloka eftir markið. Leiknum lauk með jafntefli Fimleikafélagsins og Stjörnunnar og FH orðið Íslandsmeistari. Guðjón Árni: Alveg sama hvernig leikurinn fór, við erum meistarar„Þetta er frábær tilfinning að vera orðin Íslandsmeistari," sagði Guðjón Árni Antoníusson, leikmaður FH, eftir leikinn. „Við ætluðum auðvitað að vinna leikinn í kvöld en manni er í raun alveg sama núna, þetta er búið að við erum meistarar". „Við vorum aftur á móti ekki góðir í kvöld og í raun var spilamennska okkur ömurleg. Mér fannst leikurinn einhvern veginn bara líða áfram en það var gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að skora annað markið, það kláraði leikinn í raun."Hægt að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Björn Daníel: Bjóst ekki við því að mótið myndi klárast svona snemma„Þetta var rosalega erfiður leikur og maður er alveg búinn á því," sagði Björn Daníel Sverrisson, leikmaður FH, eftir leikinn í kvöld. „Það er virkilega þægilegt að vera búnir að klára þetta þegar þrjár umferðir eru eftir og við getum farið aðeins rólegir inn í næstu leiki, haft gaman af hlutunum og spilað skemmtilegan fótbolta". „Ég bjóst alltaf við því að við yrðum Íslandsmeistara en það kemur mér á óvart að vera búnir að tryggja okkur titilinn svona löngu fyrir mótslok, hélt kannski að við myndum berjast um dolluna alveg fram í lokaumferðina."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Atli Guðnason: Liðheildin skilar okkur þessum titli„Það er mikil liðsheild í þessu liði og það er að skila okkur þessum Íslandsmeistaratitli," sagði Atli Guðnason, leikmaður FH, eftir að liðið hafði tryggt sér titilinn stóra. „Það hefði verið skemmtilegra að vinna leikinn hérna í lokin og leiðinlegt að fá þetta jöfnunarmark á okkur, en við er Íslandsmeistarar og það er gríðarlega gaman". „Það var gaman að sjá boltann í netinu en ég setti hann bara milli lappana á markverðinu, alveg eins og á að gera þetta," sagði Atli Guðnason, markaskorari FH, eftir sigurinn í kvöld.Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira