Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - FH 2-2 | FH Íslandsmeistari Stefán Árni Pálsson á Samsung-vellinum skrifar 16. september 2012 00:01 FH og Stjarnan skildu jöfn 2-2 á Samsung-vellinum í Garðabænum í kvöld en með úrslitunum tryggðu FH-ingar sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu árið 2012. Frábær árangur hjá Fimleikafélaginu sem tryggir sér titilinn þremur umferðum fyrir mótslok. Stjörnumenn komust yfir í byrjun leiksins í kvöld en FH-ingar svöruðu um hæl. Atli Guðnason tryggði FH-ingum í raun Íslandsmeistaratitilinn tíu mínútum fyrir leiklok þegar hann kom gestunum yfir með laglegu marki. Stjarnan náði aftur á móti að jafna metin þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma og smá stress kom yfir FH-inga í nokkrar sekúndur áður en Þóroddur Hjaltalín Jr. flautaði til leiksloka. Leikurinn hófst með miklum látum og bæði lið sóttu strax af krafti. Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins tíu mínútna leik þegar Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, skoraði frábært mark með skoti rétt fyrir utan vítateig, alveg óverjandi fyrir Gunnleif í markinu. FH-ingar létu markið ekki slá sig útaf laginu og jöfnuðu metin aðeins fjórum mínútum síðar þegar Albert Brynjar Ingason skoraði mark með skalla eftir fína hornspyrnu frá Birni Daníel Sverrissyni. Eftir jöfnunarmarkið róaðist leikurinn töluvert og var staðan 1-1 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn hófst rólega og liðin voru ekki klár í slaginn. Það gerðist fátt fyrstu 30 mínútur hálfleiksins og stefndi allt í jafntefli. FH-ingar voru ekki á sama máli og skoruðu annað mark leiksins tíu mínútum fyrir leikslok. Atli Guðnason skoraði frábært mark eftir góða stungusendingu frá Viktori Erni Guðmundssyni. Íslandsmeistaratitillinn í húsi við markið og allt ætlaði að verða vitlaust á Samsung-vellinum í Garðabænum. Mark Doninger jafnaði metin rétt fyrir leikslok með skoti af stuttu færi í autt markið. Smá spenna kom allt í einu upp í Garðabænum en Þóroddur Hjaltalín Jr. flautaði fljótlega til leiksloka eftir markið. Leiknum lauk með jafntefli Fimleikafélagsins og Stjörnunnar og FH orðið Íslandsmeistari. Guðjón Árni: Alveg sama hvernig leikurinn fór, við erum meistarar„Þetta er frábær tilfinning að vera orðin Íslandsmeistari," sagði Guðjón Árni Antoníusson, leikmaður FH, eftir leikinn. „Við ætluðum auðvitað að vinna leikinn í kvöld en manni er í raun alveg sama núna, þetta er búið að við erum meistarar". „Við vorum aftur á móti ekki góðir í kvöld og í raun var spilamennska okkur ömurleg. Mér fannst leikurinn einhvern veginn bara líða áfram en það var gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að skora annað markið, það kláraði leikinn í raun."Hægt að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Björn Daníel: Bjóst ekki við því að mótið myndi klárast svona snemma„Þetta var rosalega erfiður leikur og maður er alveg búinn á því," sagði Björn Daníel Sverrisson, leikmaður FH, eftir leikinn í kvöld. „Það er virkilega þægilegt að vera búnir að klára þetta þegar þrjár umferðir eru eftir og við getum farið aðeins rólegir inn í næstu leiki, haft gaman af hlutunum og spilað skemmtilegan fótbolta". „Ég bjóst alltaf við því að við yrðum Íslandsmeistara en það kemur mér á óvart að vera búnir að tryggja okkur titilinn svona löngu fyrir mótslok, hélt kannski að við myndum berjast um dolluna alveg fram í lokaumferðina."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Atli Guðnason: Liðheildin skilar okkur þessum titli„Það er mikil liðsheild í þessu liði og það er að skila okkur þessum Íslandsmeistaratitli," sagði Atli Guðnason, leikmaður FH, eftir að liðið hafði tryggt sér titilinn stóra. „Það hefði verið skemmtilegra að vinna leikinn hérna í lokin og leiðinlegt að fá þetta jöfnunarmark á okkur, en við er Íslandsmeistarar og það er gríðarlega gaman". „Það var gaman að sjá boltann í netinu en ég setti hann bara milli lappana á markverðinu, alveg eins og á að gera þetta," sagði Atli Guðnason, markaskorari FH, eftir sigurinn í kvöld.Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Sjá meira
FH og Stjarnan skildu jöfn 2-2 á Samsung-vellinum í Garðabænum í kvöld en með úrslitunum tryggðu FH-ingar sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu árið 2012. Frábær árangur hjá Fimleikafélaginu sem tryggir sér titilinn þremur umferðum fyrir mótslok. Stjörnumenn komust yfir í byrjun leiksins í kvöld en FH-ingar svöruðu um hæl. Atli Guðnason tryggði FH-ingum í raun Íslandsmeistaratitilinn tíu mínútum fyrir leiklok þegar hann kom gestunum yfir með laglegu marki. Stjarnan náði aftur á móti að jafna metin þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma og smá stress kom yfir FH-inga í nokkrar sekúndur áður en Þóroddur Hjaltalín Jr. flautaði til leiksloka. Leikurinn hófst með miklum látum og bæði lið sóttu strax af krafti. Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins tíu mínútna leik þegar Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, skoraði frábært mark með skoti rétt fyrir utan vítateig, alveg óverjandi fyrir Gunnleif í markinu. FH-ingar létu markið ekki slá sig útaf laginu og jöfnuðu metin aðeins fjórum mínútum síðar þegar Albert Brynjar Ingason skoraði mark með skalla eftir fína hornspyrnu frá Birni Daníel Sverrissyni. Eftir jöfnunarmarkið róaðist leikurinn töluvert og var staðan 1-1 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn hófst rólega og liðin voru ekki klár í slaginn. Það gerðist fátt fyrstu 30 mínútur hálfleiksins og stefndi allt í jafntefli. FH-ingar voru ekki á sama máli og skoruðu annað mark leiksins tíu mínútum fyrir leikslok. Atli Guðnason skoraði frábært mark eftir góða stungusendingu frá Viktori Erni Guðmundssyni. Íslandsmeistaratitillinn í húsi við markið og allt ætlaði að verða vitlaust á Samsung-vellinum í Garðabænum. Mark Doninger jafnaði metin rétt fyrir leikslok með skoti af stuttu færi í autt markið. Smá spenna kom allt í einu upp í Garðabænum en Þóroddur Hjaltalín Jr. flautaði fljótlega til leiksloka eftir markið. Leiknum lauk með jafntefli Fimleikafélagsins og Stjörnunnar og FH orðið Íslandsmeistari. Guðjón Árni: Alveg sama hvernig leikurinn fór, við erum meistarar„Þetta er frábær tilfinning að vera orðin Íslandsmeistari," sagði Guðjón Árni Antoníusson, leikmaður FH, eftir leikinn. „Við ætluðum auðvitað að vinna leikinn í kvöld en manni er í raun alveg sama núna, þetta er búið að við erum meistarar". „Við vorum aftur á móti ekki góðir í kvöld og í raun var spilamennska okkur ömurleg. Mér fannst leikurinn einhvern veginn bara líða áfram en það var gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að skora annað markið, það kláraði leikinn í raun."Hægt að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Björn Daníel: Bjóst ekki við því að mótið myndi klárast svona snemma„Þetta var rosalega erfiður leikur og maður er alveg búinn á því," sagði Björn Daníel Sverrisson, leikmaður FH, eftir leikinn í kvöld. „Það er virkilega þægilegt að vera búnir að klára þetta þegar þrjár umferðir eru eftir og við getum farið aðeins rólegir inn í næstu leiki, haft gaman af hlutunum og spilað skemmtilegan fótbolta". „Ég bjóst alltaf við því að við yrðum Íslandsmeistara en það kemur mér á óvart að vera búnir að tryggja okkur titilinn svona löngu fyrir mótslok, hélt kannski að við myndum berjast um dolluna alveg fram í lokaumferðina."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Atli Guðnason: Liðheildin skilar okkur þessum titli„Það er mikil liðsheild í þessu liði og það er að skila okkur þessum Íslandsmeistaratitli," sagði Atli Guðnason, leikmaður FH, eftir að liðið hafði tryggt sér titilinn stóra. „Það hefði verið skemmtilegra að vinna leikinn hérna í lokin og leiðinlegt að fá þetta jöfnunarmark á okkur, en við er Íslandsmeistarar og það er gríðarlega gaman". „Það var gaman að sjá boltann í netinu en ég setti hann bara milli lappana á markverðinu, alveg eins og á að gera þetta," sagði Atli Guðnason, markaskorari FH, eftir sigurinn í kvöld.Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Sjá meira