Enski boltinn

Kagawa: Hef þurft að passa mig í Manchester

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Shinji Kagawa.
Shinji Kagawa. Mynd/Nordic Photos/Getty
Shinji Kagawa tryggði japanska landsliðinu 1-0 sigur á Frökkum í vináttulandsleik á föstudagskvöldið en þessi leikmaður Manchester United hefur byrjað vel hjá enska félaginu og blaðamenn eru þegar farnir að sjá hann fyrir sér hjá félögum eins og Barcelona eða Paris St. Germain.

„Ég hef aldrei hugsað um Barcelona eða Madrid," sagði Shinji Kagawa við blaðamann franska íþróttablaðsins L'Equipe sem spurði hann líka út í Paris St. Germain. „París er með frábært lið sem á bara eftir að verða betra þegar líður á tímabilið. París er líka mjög fín borg en einbeiti mér hundrað prósent að lífinu í Manchester," sagði Kagawa.

Kagawa sá til þess að Japanar náðu að vinna Frakka í fyrsta sinn í sögunni en hann hefur nú skorað 12 mörk í 36 landsleikjum.

„Ég er núna leikmaður Manchester United og stuðningsmennirnir og liðsfélagarnir ætlast til mikils af mér. Ég þurft að passa mig síðan að ég kom til Manchester bæði innan og utan vallar. Ég fann ekki fyrir þannig pressu í Japan eða hjá Dortmund," sagði Kagawa.

„Fyrir þremur áður hefði ég aldrei getað séð það fyrir mér að ég kæmist að hjá frábærum klúbbi eins og Manchester United. Það sönnun fyrir því að allt getur gerst," sagði Kagawa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×