Afmælisveisla hjá Arsenalklúbbnum í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2012 06:00 Mynd/Nordic Photos/Getty Arsenalklúbburinn hefur boðað til afmælisfagnaðar í Ölveri í Glæsibæ klukkan 14.00 í dag í tilefni þess að stuðningsmannaklúbbur Arsenal á Íslandi er orðin 30 ára gamall. Selfyssingarnir Kjartan Björnsson og Hilmar Hólmgeirsson, nú bílasali í Reykjavík, stofnuðu klúbbinn 15. október 1982. Tilgangurinn var að gefa út fréttablöð, útvega aðdáendum Arsenalvarning og standa fyrir ferðum á leiki Arsenal til Englands. Klúbburinn hefur síðan stækkað og dafnað síðan þá. Arsenalklúbburinn stendur einnig fyrir 30. ára afmælisferð til London á leik með Arsenal í lok mánaðarins þar sem snætt verður á Emirates stadium, hitt leikmenn og síðan farið á leik með Arsenela en hátt í 300 hundrað meðlimir klúbbsins munu fagna 30 ára afmælinu ytra. Kjartan Björnsson hefur tekið saman stuttan afmælispistil og má finna hann hér fyrir neðan.Arsenalklúbburinn á Íslandi 30 ára 15. október árið 1982 stofnuðu austur á Selfossi, undirritaður og Hilmar Hólmgeirsson nú bílasali í Reykjavík stuðningsmannaklúbb Arsenal á Íslandi með þann tilgang að gefa út fréttablöð, útvega aðdáendum Arsenalvarning og standa fyrir ferðum á leiki Arsenal til Englands. Margir höfðu á orði að þetta væri næsta von-lítið verk og þjónaði svo að segja engum tilgangi en af stað var farið. Við vissum auðvitað að stuðningsmenn Arsenal voru margir á Íslandi enda margir góðir menn borið hróður félagsins hér upp á klakann líkt og Albert heitinn Guðmundsson, Ríkharður Jónsson og Sigurður Jónsson svo dæmi séu tekin. Hægt fór það af stað en hægt og bítandi óx klúbbnum fiskur um hrygg og taldi um og yfir 2000 meðlimi þegar best lét og færast nú á 30. ára afmælinu hægt og bítandi að því marki. Margt skemmtilegt hefur fram farið í starfsemi klúbbsins á þessum 30. árum en á þeim 20. árum sem undirritaður stjórnaði klúbbnum var farið í um 50. ferðir utan til þess að sjá goðin, gefin voru út um 40. fréttablöð, heimsóknir farnar um allt land til þess að hitta félagsmenn og horft saman á leiki, útnefndir voru nokkrir heiðursfélagar og staðið fyrir og tekið þátt í knattspyrnukeppnum við stuðningsmenn annarra enskra knattspyrnuliða svo dæmi séu tekin. Á þessum 20. árum eignaðist maður fjöldann allan af góðum vinum sem enn halda góðu sambandi, lokahnykkurinn í þessu 20. ára starfi mínu sem formaður var síðan að gefa út veglega afmælisbók með um og yfir 1000 ljósmyndum úr starfi klúbbsins. Það er því mikið tilhlökkunarefni að Arsenalklúbburinn hefur boðað til afmælisfagnaðar í Ölveri í Glæsibæ sunnudaginn 14. október n.k. kl 14.00. Klúbburinn stendur svo fyrir 30. ára afmælisferð til London á leik með Arsenal í lok mánaðarins þar sem snætt verður á Emirates stadium, hitt leikmenn og síðan farið á leik með þessu dásamlega knattspyrnufélagi, þar ytra munu fagna 30 ára afmælinu talsvert á þriðja hundrað meðlimir klúbbsins. Stjórn Arsenalklúbbsins er vel skipuð í dag þar sem fremst fer formaðurinn Sigurður Enoksson úr Grindavík. Áður hafði Jón Víkingur Hálfdánarson sinnt formennsku um nokkurra ára skeið. Ég er ákaflega stoltur og glaður yfir starfi og þrótti klúbbsins og vil nota þetta tækifæri og óska Arsenalaðdáendum um allt land innilega til hamingju með afmælið um leið og ég vona að sem flestir samfagni klúbbnum á þessum tímamótum, áfram Arsenal. Kjartan Björnsson Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira
Arsenalklúbburinn hefur boðað til afmælisfagnaðar í Ölveri í Glæsibæ klukkan 14.00 í dag í tilefni þess að stuðningsmannaklúbbur Arsenal á Íslandi er orðin 30 ára gamall. Selfyssingarnir Kjartan Björnsson og Hilmar Hólmgeirsson, nú bílasali í Reykjavík, stofnuðu klúbbinn 15. október 1982. Tilgangurinn var að gefa út fréttablöð, útvega aðdáendum Arsenalvarning og standa fyrir ferðum á leiki Arsenal til Englands. Klúbburinn hefur síðan stækkað og dafnað síðan þá. Arsenalklúbburinn stendur einnig fyrir 30. ára afmælisferð til London á leik með Arsenal í lok mánaðarins þar sem snætt verður á Emirates stadium, hitt leikmenn og síðan farið á leik með Arsenela en hátt í 300 hundrað meðlimir klúbbsins munu fagna 30 ára afmælinu ytra. Kjartan Björnsson hefur tekið saman stuttan afmælispistil og má finna hann hér fyrir neðan.Arsenalklúbburinn á Íslandi 30 ára 15. október árið 1982 stofnuðu austur á Selfossi, undirritaður og Hilmar Hólmgeirsson nú bílasali í Reykjavík stuðningsmannaklúbb Arsenal á Íslandi með þann tilgang að gefa út fréttablöð, útvega aðdáendum Arsenalvarning og standa fyrir ferðum á leiki Arsenal til Englands. Margir höfðu á orði að þetta væri næsta von-lítið verk og þjónaði svo að segja engum tilgangi en af stað var farið. Við vissum auðvitað að stuðningsmenn Arsenal voru margir á Íslandi enda margir góðir menn borið hróður félagsins hér upp á klakann líkt og Albert heitinn Guðmundsson, Ríkharður Jónsson og Sigurður Jónsson svo dæmi séu tekin. Hægt fór það af stað en hægt og bítandi óx klúbbnum fiskur um hrygg og taldi um og yfir 2000 meðlimi þegar best lét og færast nú á 30. ára afmælinu hægt og bítandi að því marki. Margt skemmtilegt hefur fram farið í starfsemi klúbbsins á þessum 30. árum en á þeim 20. árum sem undirritaður stjórnaði klúbbnum var farið í um 50. ferðir utan til þess að sjá goðin, gefin voru út um 40. fréttablöð, heimsóknir farnar um allt land til þess að hitta félagsmenn og horft saman á leiki, útnefndir voru nokkrir heiðursfélagar og staðið fyrir og tekið þátt í knattspyrnukeppnum við stuðningsmenn annarra enskra knattspyrnuliða svo dæmi séu tekin. Á þessum 20. árum eignaðist maður fjöldann allan af góðum vinum sem enn halda góðu sambandi, lokahnykkurinn í þessu 20. ára starfi mínu sem formaður var síðan að gefa út veglega afmælisbók með um og yfir 1000 ljósmyndum úr starfi klúbbsins. Það er því mikið tilhlökkunarefni að Arsenalklúbburinn hefur boðað til afmælisfagnaðar í Ölveri í Glæsibæ sunnudaginn 14. október n.k. kl 14.00. Klúbburinn stendur svo fyrir 30. ára afmælisferð til London á leik með Arsenal í lok mánaðarins þar sem snætt verður á Emirates stadium, hitt leikmenn og síðan farið á leik með þessu dásamlega knattspyrnufélagi, þar ytra munu fagna 30 ára afmælinu talsvert á þriðja hundrað meðlimir klúbbsins. Stjórn Arsenalklúbbsins er vel skipuð í dag þar sem fremst fer formaðurinn Sigurður Enoksson úr Grindavík. Áður hafði Jón Víkingur Hálfdánarson sinnt formennsku um nokkurra ára skeið. Ég er ákaflega stoltur og glaður yfir starfi og þrótti klúbbsins og vil nota þetta tækifæri og óska Arsenalaðdáendum um allt land innilega til hamingju með afmælið um leið og ég vona að sem flestir samfagni klúbbnum á þessum tímamótum, áfram Arsenal. Kjartan Björnsson
Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira