Segir Boeing 737 langbesta kostinn Kristján Már Unnarsson skrifar 6. desember 2012 20:12 Kaupin á tólf Boeing 737-þotum eru langbesti kosturinn fyrir félagið og mjög hagstæð. Þetta sagði forstjóri Icelandair Group, Björgólfur Jóhannsson, þegar hann kynnti endurnýjun flugflotans, sem fer þó fyrst að gerast eftir fimm ár. Það var í Loftleiðabyggingunni á Reykjavíkurflugvelli frammi fyrir fullum sal starfsmanna, fréttamanna og fjárfesta sem ráðamenn Icelandair kynntu ákvörðun sína um að velja Boeing 737-MAX sem framtíðarþotu félagsins. Airbus-verksmiðjurnar kepptu einnig um pakkann en Icelandair-menn mátu Boeing hagstæðari kost. Áætlað er félagið fái fyrstu vélina afhenta í byrjun árs 2018 og þær verða orðnar tólf árið 2020. Þær verða af tveimur stærðum; átta þotur MAX-8 sem taka 153 farþega hver og fjórar MAX-9 sem taka 173 farþega hver, og auk þess á Icelandair kauprétt að tólf þotum til viðbótar. Þær verða knúnar nýjum sparneytnari hreyflum, sem leiða til þess að eldsneytisnotkun verður 20 prósentum minni á hvert sæti miðað við núverandi Boeing 757-vélar Icelandair. Nýju vélarnar hafa hins vegar minna flugdrægi, drífa til dæmis hvorki til Orlando né Seattle frá Íslandi, og því verða gömlu 757-vélarnar áfram í notkun, samhliða 737-vélunum. Miðað við listaverð Boeing kostar hver þota yfir tólf milljarða króna og allar tólf þoturnar því um 150 milljarða. Í slíkum samningum tíðkast þó verulegir afslættir en kaupverð er trúnaðarmál. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 sagði Björgólfur félagið mjög vel í stakk búið til að takast á við þessa fjárfestingu.Í meðfylgjandi frétt Stöðvar 2 má einnig sjá tölvugert myndband af nýju þotunum í litum Icelandair. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Kaupin á tólf Boeing 737-þotum eru langbesti kosturinn fyrir félagið og mjög hagstæð. Þetta sagði forstjóri Icelandair Group, Björgólfur Jóhannsson, þegar hann kynnti endurnýjun flugflotans, sem fer þó fyrst að gerast eftir fimm ár. Það var í Loftleiðabyggingunni á Reykjavíkurflugvelli frammi fyrir fullum sal starfsmanna, fréttamanna og fjárfesta sem ráðamenn Icelandair kynntu ákvörðun sína um að velja Boeing 737-MAX sem framtíðarþotu félagsins. Airbus-verksmiðjurnar kepptu einnig um pakkann en Icelandair-menn mátu Boeing hagstæðari kost. Áætlað er félagið fái fyrstu vélina afhenta í byrjun árs 2018 og þær verða orðnar tólf árið 2020. Þær verða af tveimur stærðum; átta þotur MAX-8 sem taka 153 farþega hver og fjórar MAX-9 sem taka 173 farþega hver, og auk þess á Icelandair kauprétt að tólf þotum til viðbótar. Þær verða knúnar nýjum sparneytnari hreyflum, sem leiða til þess að eldsneytisnotkun verður 20 prósentum minni á hvert sæti miðað við núverandi Boeing 757-vélar Icelandair. Nýju vélarnar hafa hins vegar minna flugdrægi, drífa til dæmis hvorki til Orlando né Seattle frá Íslandi, og því verða gömlu 757-vélarnar áfram í notkun, samhliða 737-vélunum. Miðað við listaverð Boeing kostar hver þota yfir tólf milljarða króna og allar tólf þoturnar því um 150 milljarða. Í slíkum samningum tíðkast þó verulegir afslættir en kaupverð er trúnaðarmál. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 sagði Björgólfur félagið mjög vel í stakk búið til að takast á við þessa fjárfestingu.Í meðfylgjandi frétt Stöðvar 2 má einnig sjá tölvugert myndband af nýju þotunum í litum Icelandair.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira