Segir Boeing 737 langbesta kostinn Kristján Már Unnarsson skrifar 6. desember 2012 20:12 Kaupin á tólf Boeing 737-þotum eru langbesti kosturinn fyrir félagið og mjög hagstæð. Þetta sagði forstjóri Icelandair Group, Björgólfur Jóhannsson, þegar hann kynnti endurnýjun flugflotans, sem fer þó fyrst að gerast eftir fimm ár. Það var í Loftleiðabyggingunni á Reykjavíkurflugvelli frammi fyrir fullum sal starfsmanna, fréttamanna og fjárfesta sem ráðamenn Icelandair kynntu ákvörðun sína um að velja Boeing 737-MAX sem framtíðarþotu félagsins. Airbus-verksmiðjurnar kepptu einnig um pakkann en Icelandair-menn mátu Boeing hagstæðari kost. Áætlað er félagið fái fyrstu vélina afhenta í byrjun árs 2018 og þær verða orðnar tólf árið 2020. Þær verða af tveimur stærðum; átta þotur MAX-8 sem taka 153 farþega hver og fjórar MAX-9 sem taka 173 farþega hver, og auk þess á Icelandair kauprétt að tólf þotum til viðbótar. Þær verða knúnar nýjum sparneytnari hreyflum, sem leiða til þess að eldsneytisnotkun verður 20 prósentum minni á hvert sæti miðað við núverandi Boeing 757-vélar Icelandair. Nýju vélarnar hafa hins vegar minna flugdrægi, drífa til dæmis hvorki til Orlando né Seattle frá Íslandi, og því verða gömlu 757-vélarnar áfram í notkun, samhliða 737-vélunum. Miðað við listaverð Boeing kostar hver þota yfir tólf milljarða króna og allar tólf þoturnar því um 150 milljarða. Í slíkum samningum tíðkast þó verulegir afslættir en kaupverð er trúnaðarmál. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 sagði Björgólfur félagið mjög vel í stakk búið til að takast á við þessa fjárfestingu.Í meðfylgjandi frétt Stöðvar 2 má einnig sjá tölvugert myndband af nýju þotunum í litum Icelandair. Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Kaupin á tólf Boeing 737-þotum eru langbesti kosturinn fyrir félagið og mjög hagstæð. Þetta sagði forstjóri Icelandair Group, Björgólfur Jóhannsson, þegar hann kynnti endurnýjun flugflotans, sem fer þó fyrst að gerast eftir fimm ár. Það var í Loftleiðabyggingunni á Reykjavíkurflugvelli frammi fyrir fullum sal starfsmanna, fréttamanna og fjárfesta sem ráðamenn Icelandair kynntu ákvörðun sína um að velja Boeing 737-MAX sem framtíðarþotu félagsins. Airbus-verksmiðjurnar kepptu einnig um pakkann en Icelandair-menn mátu Boeing hagstæðari kost. Áætlað er félagið fái fyrstu vélina afhenta í byrjun árs 2018 og þær verða orðnar tólf árið 2020. Þær verða af tveimur stærðum; átta þotur MAX-8 sem taka 153 farþega hver og fjórar MAX-9 sem taka 173 farþega hver, og auk þess á Icelandair kauprétt að tólf þotum til viðbótar. Þær verða knúnar nýjum sparneytnari hreyflum, sem leiða til þess að eldsneytisnotkun verður 20 prósentum minni á hvert sæti miðað við núverandi Boeing 757-vélar Icelandair. Nýju vélarnar hafa hins vegar minna flugdrægi, drífa til dæmis hvorki til Orlando né Seattle frá Íslandi, og því verða gömlu 757-vélarnar áfram í notkun, samhliða 737-vélunum. Miðað við listaverð Boeing kostar hver þota yfir tólf milljarða króna og allar tólf þoturnar því um 150 milljarða. Í slíkum samningum tíðkast þó verulegir afslættir en kaupverð er trúnaðarmál. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 sagði Björgólfur félagið mjög vel í stakk búið til að takast á við þessa fjárfestingu.Í meðfylgjandi frétt Stöðvar 2 má einnig sjá tölvugert myndband af nýju þotunum í litum Icelandair.
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira