Segir Boeing 737 langbesta kostinn Kristján Már Unnarsson skrifar 6. desember 2012 20:12 Kaupin á tólf Boeing 737-þotum eru langbesti kosturinn fyrir félagið og mjög hagstæð. Þetta sagði forstjóri Icelandair Group, Björgólfur Jóhannsson, þegar hann kynnti endurnýjun flugflotans, sem fer þó fyrst að gerast eftir fimm ár. Það var í Loftleiðabyggingunni á Reykjavíkurflugvelli frammi fyrir fullum sal starfsmanna, fréttamanna og fjárfesta sem ráðamenn Icelandair kynntu ákvörðun sína um að velja Boeing 737-MAX sem framtíðarþotu félagsins. Airbus-verksmiðjurnar kepptu einnig um pakkann en Icelandair-menn mátu Boeing hagstæðari kost. Áætlað er félagið fái fyrstu vélina afhenta í byrjun árs 2018 og þær verða orðnar tólf árið 2020. Þær verða af tveimur stærðum; átta þotur MAX-8 sem taka 153 farþega hver og fjórar MAX-9 sem taka 173 farþega hver, og auk þess á Icelandair kauprétt að tólf þotum til viðbótar. Þær verða knúnar nýjum sparneytnari hreyflum, sem leiða til þess að eldsneytisnotkun verður 20 prósentum minni á hvert sæti miðað við núverandi Boeing 757-vélar Icelandair. Nýju vélarnar hafa hins vegar minna flugdrægi, drífa til dæmis hvorki til Orlando né Seattle frá Íslandi, og því verða gömlu 757-vélarnar áfram í notkun, samhliða 737-vélunum. Miðað við listaverð Boeing kostar hver þota yfir tólf milljarða króna og allar tólf þoturnar því um 150 milljarða. Í slíkum samningum tíðkast þó verulegir afslættir en kaupverð er trúnaðarmál. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 sagði Björgólfur félagið mjög vel í stakk búið til að takast á við þessa fjárfestingu.Í meðfylgjandi frétt Stöðvar 2 má einnig sjá tölvugert myndband af nýju þotunum í litum Icelandair. Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Kaupin á tólf Boeing 737-þotum eru langbesti kosturinn fyrir félagið og mjög hagstæð. Þetta sagði forstjóri Icelandair Group, Björgólfur Jóhannsson, þegar hann kynnti endurnýjun flugflotans, sem fer þó fyrst að gerast eftir fimm ár. Það var í Loftleiðabyggingunni á Reykjavíkurflugvelli frammi fyrir fullum sal starfsmanna, fréttamanna og fjárfesta sem ráðamenn Icelandair kynntu ákvörðun sína um að velja Boeing 737-MAX sem framtíðarþotu félagsins. Airbus-verksmiðjurnar kepptu einnig um pakkann en Icelandair-menn mátu Boeing hagstæðari kost. Áætlað er félagið fái fyrstu vélina afhenta í byrjun árs 2018 og þær verða orðnar tólf árið 2020. Þær verða af tveimur stærðum; átta þotur MAX-8 sem taka 153 farþega hver og fjórar MAX-9 sem taka 173 farþega hver, og auk þess á Icelandair kauprétt að tólf þotum til viðbótar. Þær verða knúnar nýjum sparneytnari hreyflum, sem leiða til þess að eldsneytisnotkun verður 20 prósentum minni á hvert sæti miðað við núverandi Boeing 757-vélar Icelandair. Nýju vélarnar hafa hins vegar minna flugdrægi, drífa til dæmis hvorki til Orlando né Seattle frá Íslandi, og því verða gömlu 757-vélarnar áfram í notkun, samhliða 737-vélunum. Miðað við listaverð Boeing kostar hver þota yfir tólf milljarða króna og allar tólf þoturnar því um 150 milljarða. Í slíkum samningum tíðkast þó verulegir afslættir en kaupverð er trúnaðarmál. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 sagði Björgólfur félagið mjög vel í stakk búið til að takast á við þessa fjárfestingu.Í meðfylgjandi frétt Stöðvar 2 má einnig sjá tölvugert myndband af nýju þotunum í litum Icelandair.
Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira