Fótbolti

Pelé: Neymar er ekki nógu sterkur fyrir enska boltann

Pelé ásamt Ronaldo.
Pelé ásamt Ronaldo.
Brasilíumaðurinn Pelé er afar málglaður og leiðist ekkert sérstaklega að tjá sig um menn og málefni. Hann hefur nú enn eina ferðina tjáð sig um landa sinn, Neymar, sem menn bíða eftir að fara í evrópska boltann.

Pelé segir að hinn tvítugi landi sinn hafi ekkert í enska boltann að gera þar sem hann hafi ekki líkamlega burði til þess að standa sig í enska boltanum.

"Ég vil alls ekki að Neymar fari strax til Evrópu. Hann gat farið til Englands á síðustu leiktíð en þá talaði ég við hann og pabba hans og tjáði þeim að nú væri ekki rétti tíminn til þess að fara," sagði Pelé.

"Enski boltinn er harður og Neymar hefur ekki líkamlega burði til þess að standast þá hörku."

Neymar virðist hafa hlustað á Pelé en það gera reyndar ekki allir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×