Fótbolti

Jóhann Berg í tapliði

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Erfitt hjá Jóhanni og félögum níu gegn ellefu
Erfitt hjá Jóhanni og félögum níu gegn ellefu MYND: NORDIC PHOTOS \ GETTY
Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar sem tapaði 3-0 á útivelli gegn toppliði Twente í hollensku úrvalsdeildinni í dag. AZ missti tvo leikmenn af velli með rautt spjald í stöðunni 1-0 þegar rétt liðlega 50 mínútur voru liðnar af leiknum.

Með níu leikmenn átti AZ aldrei möguleika gegn toppliðinu en Rúmeninn Nacer Chadli skoraði tvö mörk fyrir Twente, á 20. og 60. mínútu. Luc Castaignos gerði út um leikinn með þriðja markinu á 62. mínútu og þar við sat.

Jóhann Berg var tekinn af leikvelli á 74. mínútu.

Kolbeinn Sigþórsson er meiddur sem fyrr og lék því ekki með Ajax sem náði aðeins 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Utrecht. Ryan Babel kom Ajax yfir á 6. mínútu en varamaðurinn Fabian Mitchel Sporkslede jafnaði metin fyrir Utrecht með því að setja boltann í eigið mark á 51. mínútu.

Ajax er fimm stigum á eftir Twente á toppi deildarinnar. AZ er í ellefta sæti með níu stig í átta leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×