Áhorfandi á leik Mainz og Kölnar í þýsku úrvalsdeildinni í gær kastaði smápening í höfuð sóknarmannsins Lukas Podolski.
Mainz vann leikinn, 4-0, og hefur Köln ekki unnið síðustu fimm deildarleiki sína. Talið er að starf þjálfarans Stale Solbakken hangi á bláþræði.
Podolski var að leið að hornfánanum til að taka hornspyrnu þegar áhorfandi grýtti myntinni í höfuð hans, eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir ofan. Talið er að Mainz verði refsað vegna atviksins.
Podolski er sem kunnugt er á leið til Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í sumar.

