Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Keflavík 4-0 Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Vodafonevellinum skrifar 31. maí 2012 13:35 Mynd/Vilhelm Valur vann öruggan 4-0 sigur á Keflavík á Vodafone-vellinum í kvöld þar sem öll fjögur mörk leiksins komu í síðari hálfleik. Kolbeinn Kárason skoraði tvívegis fyrir Valsmenn. Lítið benti til þess í fyrri hálfleik að Valsmenn myndu vinna 4-0 sigur en þeir rauðklæddu mættu mjög frískir til leiks í síðari hálfleik og gerðu út um leikinn með tveimur mörkum á fyrstu fjórum mínútunum. Kolbeinn skoraði fyrst og svo Matthías Guðmundsson. Kolbeinn skoraði svo þriðja markið áður en varamaðurinn Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði fjórða og síðasta mark leiksins. Fyrri hálfleikur var ekki mikið fyrir augað. Hvorugu liðinu gekk vel að halda boltanum innan liðsins og sóknaraðgerðirnar eftir því. Nokkur hálffæri litu þó dagsins ljós en án þess þó að valda markvörðum liðanna verulegum vandræðum. Guðmundur Steinarsson, sóknarmaðurinn öflugi hjá Keflavík, meiddist svo nánast um leið og flautað var til hálfleiks eftir samstuð við leikmann Vals. Hann þurfti að fara af velli í hálfleik og munaði um minna fyrir Keflavíkurliðið. Það var þó varnarleikur Keflvíkinga sem var þeim helst til vandræða í síðari hálfleik, sem og markvarslan. Ómar Jóhannsson leit illa út þegar að Kolbeinn skoraði fyrsta markið en skot þess síðarnefnda þó fast. Ómar var þó í boltanum en missti hann inn fyrir marklínuna. Varnarlínan leit svo mjög illa út í marki númer tvö. Boltinn barst út frá bakverðinum Brynjari Kristmundssyni á Matthías Guðmundsson sem lagði boltann snyrtilega í nærhornið. Kolbeinn gerði svo endanlega út um leikinn á 60. mínútu. Hann fékk boltann eftir innkast og lék bakvörðinn Grétar Atla Grétarsson grátt. Kolbeinn tróð sér einfaldlega fram hjá honum og þrumaði boltanum að marki úr þröngu færi. Ómar var greinilega að reikna með fyrirgjöf því hann opnaði nærhornið fyrir Kolbein og söng boltinn í netinu. Eftir þetta var leikurinn í raun búinn. Valsmenn héldu áfram að sækja af miklum krafti og verðskuldaði varamaðurinn Kristinn Freyr að skora fjórða mark leiksins undir lokin þar sem hann hafði verið mjög sprækur eftir að hann kom inn á. Matthías fékk reyndar algjört dauðafæri í uppbótartíma er hann komst einn gegn Ómari markverði en skot hans yfir. Hafði hann nægan tíma til að athafna sig en allt kom fyrir ekki. Eftir slakan fyrri hálfleik hjá báðum liðum gekk einfaldlega allt upp hjá Valsmönnum. Kolbeinn gerði vel með því að skora tvö mörk með einstaklingsframtaki og mega Valsmenn þakka honum fyrir sigurinn í kvöld. Mörkin hans breyttu öllu fyrir Valsmenn. Keflvíkingar buguðust við mörkin tvö í upphafi síðari hálfleiks og brotnuðu síðan algerlega við þriðja markið. Þeir hafa sýnt mun betri spilamennsku í sumar og áhyggjuefni fyrir liðið hversu illa það brást við mótlætinu. Það var ekki boðið upp á neinn glansleik í kvöld en fínan kraftabolta hjá heimamönnum í síðari hálfleik sem bar góðan árangur í þetta skiptið. Valsmenn hafa lengi verið að leita að markaskorara til að fara fyrir sóknarleik liðsins og mega því vera sérstaklega ánægðir með framlag Kolbeins í kvöld.Mynd/DaníelKristján: Kolbeinn nýtti tækifærið Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, var ánægður með sína menn í kvöld og þá sérstaklega hvernig liðið brást við markaleysinu í fyrri hálfleik. „Við lögðum leikinn upp með það í huga að pressa Keflvíkingana á ákveðnum svæðum en leikurinn spilaðist öðruvísi en við bjuggumst við í fyrri hálfleik." sagði Kristján. „Við löguðum það í hálfleiknum og þá small þetta um leið. Hugarfar leikmanna var gott og mér fannst liðið eiga góðan leik, heilt yfir. Kolbeinn var svo í byrjunarliðinu í fyrsta sinn og nýtti sitt tækifæri mjög vel." Valur hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir kvöldið en Kristján hafði ekki of miklar áhyggjur af því. „Þetta er bara vinna og snýst ekki um annað en að við, bæði leikmenn og þjálfarar, haldi áfram að sinna okkar vinnu. Margir hafa talað um að mótið verði jafnt og kannski verður það raunin. Ég hafði alla vega ekki áhyggjur af þessu."Mynd/VilhelmKolbeinn: Óhræddur við að skjóta Kolbeinn Kárason var fámáll í viðtölum við fjölmiðla eftir leik og hógværðin uppmáluð. „Þetta var fyrsta tækifæri mitt í byrjunarliðinu í sumar og ég nýtti það vel. Þetta var mjög mikilvægur sigur eftir þrjú töp í röð," sagði hann. „Ég var ekki hræddur við að láta vaða. Maður skorar ekki nema að skjóta og var ég ánægður með uppskeruna í kvöld."Mynd/VilhelmJóhann Birnir: Átti að fá víti Jóhann Birnir Guðmundsson var hvað frískastur í liði Keflvíkinga og var afar ósáttur við dómgæsluna í leiknum. „Ég átti að fá víti rétt áður en þeir skora fyrsta markið. Ég var að fara fram fyrir Atla sem gaf mér olnbogaskot í andlitið. Ég var við það að taka boltann og markvörðurinn að hörfa aftur á línuna," sagði Jóhann, bersýnilega ósáttur, og með sprungna vör. „Í staðinn fyrir fer ég út af til að fá aðhlynningu og þeir komast yfir. Leikurinn hafði verið í járnum og þetta skipti miklu máli. Ég ætla samt ekki að afsaka frammistöðu okkar eftir það - við litum út eins og höfuðlaus her. Við skitum einfaldlega í brækurnar." Jóhann var ansi oft tekinn niður af Valsmönnum í leiknum. „Ég veit ekki af hverju. Kannski var ég búinn að fá of mörg M í Mogganum," sagði hann sposkur á svip. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Valur vann öruggan 4-0 sigur á Keflavík á Vodafone-vellinum í kvöld þar sem öll fjögur mörk leiksins komu í síðari hálfleik. Kolbeinn Kárason skoraði tvívegis fyrir Valsmenn. Lítið benti til þess í fyrri hálfleik að Valsmenn myndu vinna 4-0 sigur en þeir rauðklæddu mættu mjög frískir til leiks í síðari hálfleik og gerðu út um leikinn með tveimur mörkum á fyrstu fjórum mínútunum. Kolbeinn skoraði fyrst og svo Matthías Guðmundsson. Kolbeinn skoraði svo þriðja markið áður en varamaðurinn Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði fjórða og síðasta mark leiksins. Fyrri hálfleikur var ekki mikið fyrir augað. Hvorugu liðinu gekk vel að halda boltanum innan liðsins og sóknaraðgerðirnar eftir því. Nokkur hálffæri litu þó dagsins ljós en án þess þó að valda markvörðum liðanna verulegum vandræðum. Guðmundur Steinarsson, sóknarmaðurinn öflugi hjá Keflavík, meiddist svo nánast um leið og flautað var til hálfleiks eftir samstuð við leikmann Vals. Hann þurfti að fara af velli í hálfleik og munaði um minna fyrir Keflavíkurliðið. Það var þó varnarleikur Keflvíkinga sem var þeim helst til vandræða í síðari hálfleik, sem og markvarslan. Ómar Jóhannsson leit illa út þegar að Kolbeinn skoraði fyrsta markið en skot þess síðarnefnda þó fast. Ómar var þó í boltanum en missti hann inn fyrir marklínuna. Varnarlínan leit svo mjög illa út í marki númer tvö. Boltinn barst út frá bakverðinum Brynjari Kristmundssyni á Matthías Guðmundsson sem lagði boltann snyrtilega í nærhornið. Kolbeinn gerði svo endanlega út um leikinn á 60. mínútu. Hann fékk boltann eftir innkast og lék bakvörðinn Grétar Atla Grétarsson grátt. Kolbeinn tróð sér einfaldlega fram hjá honum og þrumaði boltanum að marki úr þröngu færi. Ómar var greinilega að reikna með fyrirgjöf því hann opnaði nærhornið fyrir Kolbein og söng boltinn í netinu. Eftir þetta var leikurinn í raun búinn. Valsmenn héldu áfram að sækja af miklum krafti og verðskuldaði varamaðurinn Kristinn Freyr að skora fjórða mark leiksins undir lokin þar sem hann hafði verið mjög sprækur eftir að hann kom inn á. Matthías fékk reyndar algjört dauðafæri í uppbótartíma er hann komst einn gegn Ómari markverði en skot hans yfir. Hafði hann nægan tíma til að athafna sig en allt kom fyrir ekki. Eftir slakan fyrri hálfleik hjá báðum liðum gekk einfaldlega allt upp hjá Valsmönnum. Kolbeinn gerði vel með því að skora tvö mörk með einstaklingsframtaki og mega Valsmenn þakka honum fyrir sigurinn í kvöld. Mörkin hans breyttu öllu fyrir Valsmenn. Keflvíkingar buguðust við mörkin tvö í upphafi síðari hálfleiks og brotnuðu síðan algerlega við þriðja markið. Þeir hafa sýnt mun betri spilamennsku í sumar og áhyggjuefni fyrir liðið hversu illa það brást við mótlætinu. Það var ekki boðið upp á neinn glansleik í kvöld en fínan kraftabolta hjá heimamönnum í síðari hálfleik sem bar góðan árangur í þetta skiptið. Valsmenn hafa lengi verið að leita að markaskorara til að fara fyrir sóknarleik liðsins og mega því vera sérstaklega ánægðir með framlag Kolbeins í kvöld.Mynd/DaníelKristján: Kolbeinn nýtti tækifærið Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, var ánægður með sína menn í kvöld og þá sérstaklega hvernig liðið brást við markaleysinu í fyrri hálfleik. „Við lögðum leikinn upp með það í huga að pressa Keflvíkingana á ákveðnum svæðum en leikurinn spilaðist öðruvísi en við bjuggumst við í fyrri hálfleik." sagði Kristján. „Við löguðum það í hálfleiknum og þá small þetta um leið. Hugarfar leikmanna var gott og mér fannst liðið eiga góðan leik, heilt yfir. Kolbeinn var svo í byrjunarliðinu í fyrsta sinn og nýtti sitt tækifæri mjög vel." Valur hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir kvöldið en Kristján hafði ekki of miklar áhyggjur af því. „Þetta er bara vinna og snýst ekki um annað en að við, bæði leikmenn og þjálfarar, haldi áfram að sinna okkar vinnu. Margir hafa talað um að mótið verði jafnt og kannski verður það raunin. Ég hafði alla vega ekki áhyggjur af þessu."Mynd/VilhelmKolbeinn: Óhræddur við að skjóta Kolbeinn Kárason var fámáll í viðtölum við fjölmiðla eftir leik og hógværðin uppmáluð. „Þetta var fyrsta tækifæri mitt í byrjunarliðinu í sumar og ég nýtti það vel. Þetta var mjög mikilvægur sigur eftir þrjú töp í röð," sagði hann. „Ég var ekki hræddur við að láta vaða. Maður skorar ekki nema að skjóta og var ég ánægður með uppskeruna í kvöld."Mynd/VilhelmJóhann Birnir: Átti að fá víti Jóhann Birnir Guðmundsson var hvað frískastur í liði Keflvíkinga og var afar ósáttur við dómgæsluna í leiknum. „Ég átti að fá víti rétt áður en þeir skora fyrsta markið. Ég var að fara fram fyrir Atla sem gaf mér olnbogaskot í andlitið. Ég var við það að taka boltann og markvörðurinn að hörfa aftur á línuna," sagði Jóhann, bersýnilega ósáttur, og með sprungna vör. „Í staðinn fyrir fer ég út af til að fá aðhlynningu og þeir komast yfir. Leikurinn hafði verið í járnum og þetta skipti miklu máli. Ég ætla samt ekki að afsaka frammistöðu okkar eftir það - við litum út eins og höfuðlaus her. Við skitum einfaldlega í brækurnar." Jóhann var ansi oft tekinn niður af Valsmönnum í leiknum. „Ég veit ekki af hverju. Kannski var ég búinn að fá of mörg M í Mogganum," sagði hann sposkur á svip.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira