Stór hluti samfylkingarfólks í Reykjavík útilokaður frá formannskjöri Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. desember 2012 12:15 Þeir Árni Páll Árnason og Guðbjartur Hannesson takast á um embætti formanns Samfylkingarinnar en kosið verður rafrænt dagana 18.-28. janúar næstkomandi. Aðeins flokksbundnir meðlimir Samfylkingarfélagsins í Reykjavík sem greitt hafa félagsgjald fá að greiða atkvæði í formannskjöri Samfylkingarinnar á nýju ári. Þessi umdeilda ákvörðun mun þrengja verulega þann hóp sem tekur þátt en að óbreyttu munu aðeins 1400 meðlimir félagsins af 4200 hafa atkvæðisrétt. Dagana 18-28. janúar næstkomandi verður rafræn allsherjaratkvæðagreiðsla um hver verður næsti formaður Samfylkingarinnar en þeir Árni Páll Árnason og Guðbjartur Hannesson hafa einir tilkynnt um framboð. Aðildarfélög Samfylkingarinnar eru alls 43 en stærstur hluti stuðningsmanna flokksins er eðli málsins samkvæmt á höfuðbörgarsvæðinu. Stærsta aðildarfélagið er Samfylkingarfélagið í Reykjavík en meðlimir eru alls 4200. Í tölvupósti sem Anna María Jónsdóttir formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík sendi meðlimum þess hinn 20. desember kemur fram að frá og með næstu áramótum séu þeir einir fullgildir félagar, sem hafa greitt 4000 króna félagsgjald, sem hafa atkvæðisrétt á landsfundi og í allherjaratkvæðagreiðslu um næsta formann flokksins. Þetta mun þrengja verulega þann hóp í Reykjavík sem hefur atkvæðisrétt en miðað við að aðeins þeir 1.400 sem hafa verið virkir til þessa greiði félagsgjaldið áfram mun fækkunin nema 66 prósentum. Það er talið koma sér illa fyrir Árna Pál Árnason sem hefur sótt stuðning út fyrir hópa virkustu flokksfélaganna. „Þetta byggir á lögum félagsins sem samþykkt voru í byrjun árs 2011. Lögum sem voru samþykkt af almennum félagsmönnum þannig að þetta er vilji félagsmanna í Samfylkingarfélaginu í Reykjavík," segir Anna María Jónsdóttir.Því hefur verið haldið fram að þetta sé liður í átökum milli Árna Páls og Guðbjarts og stuðningsmanna þeirra. Hvernig svararðu því? „Svo sannarlega ekki vegna þess að stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík skiptist alveg í tvennt og ég geri ráð fyrir því að það sé þannig líka hjá almennum félagsmönnum í Reykjavík. Þ.e fylgið við þessa frambjóðendur. Sjálf hef ég t.d ekki gert upp hug minn," segir Anna María.Hafið þið fengið einhver viðbrögð frá formannsefnunum? „Nei, ekki enn." Samkvæmt könnun MMR sem gerð var fyrir Viðskiptablaðið og birtist 12. desember styðja 57,5 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar Árna Pál í embætti formanns en 42,5 prósent vilja Guðbjart, en tekið skal fram að aðeins helmingur svarenda tók afstöðu í könnuninni. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira
Aðeins flokksbundnir meðlimir Samfylkingarfélagsins í Reykjavík sem greitt hafa félagsgjald fá að greiða atkvæði í formannskjöri Samfylkingarinnar á nýju ári. Þessi umdeilda ákvörðun mun þrengja verulega þann hóp sem tekur þátt en að óbreyttu munu aðeins 1400 meðlimir félagsins af 4200 hafa atkvæðisrétt. Dagana 18-28. janúar næstkomandi verður rafræn allsherjaratkvæðagreiðsla um hver verður næsti formaður Samfylkingarinnar en þeir Árni Páll Árnason og Guðbjartur Hannesson hafa einir tilkynnt um framboð. Aðildarfélög Samfylkingarinnar eru alls 43 en stærstur hluti stuðningsmanna flokksins er eðli málsins samkvæmt á höfuðbörgarsvæðinu. Stærsta aðildarfélagið er Samfylkingarfélagið í Reykjavík en meðlimir eru alls 4200. Í tölvupósti sem Anna María Jónsdóttir formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík sendi meðlimum þess hinn 20. desember kemur fram að frá og með næstu áramótum séu þeir einir fullgildir félagar, sem hafa greitt 4000 króna félagsgjald, sem hafa atkvæðisrétt á landsfundi og í allherjaratkvæðagreiðslu um næsta formann flokksins. Þetta mun þrengja verulega þann hóp í Reykjavík sem hefur atkvæðisrétt en miðað við að aðeins þeir 1.400 sem hafa verið virkir til þessa greiði félagsgjaldið áfram mun fækkunin nema 66 prósentum. Það er talið koma sér illa fyrir Árna Pál Árnason sem hefur sótt stuðning út fyrir hópa virkustu flokksfélaganna. „Þetta byggir á lögum félagsins sem samþykkt voru í byrjun árs 2011. Lögum sem voru samþykkt af almennum félagsmönnum þannig að þetta er vilji félagsmanna í Samfylkingarfélaginu í Reykjavík," segir Anna María Jónsdóttir.Því hefur verið haldið fram að þetta sé liður í átökum milli Árna Páls og Guðbjarts og stuðningsmanna þeirra. Hvernig svararðu því? „Svo sannarlega ekki vegna þess að stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík skiptist alveg í tvennt og ég geri ráð fyrir því að það sé þannig líka hjá almennum félagsmönnum í Reykjavík. Þ.e fylgið við þessa frambjóðendur. Sjálf hef ég t.d ekki gert upp hug minn," segir Anna María.Hafið þið fengið einhver viðbrögð frá formannsefnunum? „Nei, ekki enn." Samkvæmt könnun MMR sem gerð var fyrir Viðskiptablaðið og birtist 12. desember styðja 57,5 prósent stuðningsmanna Samfylkingarinnar Árna Pál í embætti formanns en 42,5 prósent vilja Guðbjart, en tekið skal fram að aðeins helmingur svarenda tók afstöðu í könnuninni. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira