Enski boltinn

Owen er klár í bátana

Owen hefur farið oftar á veðreiðar en á fótboltavöllinn síðustu ár. Hér er hann á leið á Royal Ascot ásamt eiginkonu sinni. Owen á fullt af hestum sem keppa.
Owen hefur farið oftar á veðreiðar en á fótboltavöllinn síðustu ár. Hér er hann á leið á Royal Ascot ásamt eiginkonu sinni. Owen á fullt af hestum sem keppa.
Framherjinn Michael Owen segist vera orðinn klár í að spila sinn fyrsta leik fyrir Stoke City þó svo hann sé ekki fullkomlega sáttur við standið á sér.

Owen samdi við Stoke á dögunum eftir að félagaskiptaglugginn lokaði. Hann gat samið þá enda án félags.

Þessi 32 ára leikmaður hefur verið mikið meiddur á sínum ferli og kom aðeins við sögu í fjórum leikjum Man. Utd á síðasta tímabili.

"Ég veit ekki hvað stjórinn vill gera. Ég tel mig vera í nógu góðu formi til þess að spila. Ég er ekki alveg 100 prósent ánægður með líkamlega standið og leikformið. Það mun samt allt koma hjá mér," sagði Owen.

Tony Pulis, stjóri Stoke, segist vera ánægður með það sem hann hafi séð af Owen á æfingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×