Enski boltinn

Reina mun heiðra samning sinn við Liverpool

Spænski markvörðurinn Pepe Reina hefur farið óvenju illa af stað í markinu hjá Liverpool í vetur og sögusagnir um að það eigi að selja hann voru fljótar í gang.

Reina hefur verið einn stöðugasti og besti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar síðan hann kom til Liverpool frá Villarreal árið 2005.

Umboðsmaður Reina segir að ekkert sé hæft í þeim orðrómum að Reina sé á förum þó svo hann viðurkenni að markvörðurinn eigi erfitt uppdráttar þessa dagana.

"Hann á fjögur ár eftir af samningi sínum við félagið og mun finna sitt fyrra form fljótlega. Þessar sögur eru bara tómt bull," sagði umbinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×