Skrautlegt tímabil AC Milan hélt áfram um helgina er liðið tapaði 3-1 gegn Fiorentina. Að þessu sinni segir þjálfarinn, Massimiliano Allegri, að liðið geti sjálfu sér um kennt fyrir að tapa leiknum.
"Við gáfum þeim tvö mörk eftir innkast. Það er algjörlega óásættanlegt," sagði Allegri.
Milan er í 13. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar eftir helgina og aðeins fimm stigum frá fallsæti.
"Þetta tap var algjörlega okkur sjálfum að kenna. Við höfum verið að fá tækifæri í leikjum sem við nýtum ekki. Það verður að breytast."
Allegri: Getum sjálfum okkur um kennt

Mest lesið

Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik
Enski boltinn

„Ég hélt að við værum komin lengra“
Enski boltinn

„Betra er seint en aldrei“
Enski boltinn




Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs
Enski boltinn



Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast
Enski boltinn